Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 9
nmjrálSy-wgKGEÍ ^?<i\ «i»m .ð •\uoríV)vsVmiuV \ - & iDagur-Œtmtim Fimmtudagur 6. mars 1997-9 Þ J Ó Ð M Á L Leiðandi spumingar? Stefán Jón Hafstein ritstjóri skrifar í síðustu viku kynnti Félagsvísindastojhun Háskóla ís- lands „könnun á viðhorfum til orkufreks iðnaðar. “ Fjöl- miðlar gerðu grein Jyrir megin niðurstöðum, sem sýndu - almennt - mikið fylgi við stóriðju. Andstœðingar álvers íHvalfirði sögðu strax að spurn- ingarnar vœru leiðandL ífyrstu hljómaði sú gagnrýni eins og hvert annað holtaþokuvœl þeirra sem ekki þola að tapa. En hafa þeir rétt fyrir sér? Lesendur Dags-Tímans geta nú kynnt sér spurningalistann með athugasemdunv „Finnst þér að orkufrekur iðnaður eigi ÁFRAM..." Fyrsta spurningin býður strax upp á gildishlaðið viðhorf. Ef m'aður svarar nei, er maður þá að segja að núverandi iðjuver eigi að HÆTTA? Þessari spurningu svöruðu 23,4% þjóðarinnar neitandi. Þýðir það að tæplega Qórðungur þjóðarinnar vilji loka álverinu og járnblendiverksmiðj- unni? Eða er verið að biðja um stuðningsyfirlýsingu við hugsanleg fleiri iðjuver, og þá hve mörg? Eitt á 20 ára fresti eins og verið hefur? „...mikilvægur þáttur atvinnuuppbyggingar"? Það er í hæsta máta umdeilanlegt að fullyrða að í víðu sögulegu samhengi (t.d. á lýðveldistíma) hafi orkufrekur iðnaður verið mikilvægur hluti atvinnuuppbyggingar. Fyrir utan: hver getur verið á móti einhverju sem er lýst svona? Hvers vegna var ekki spurt: „Styður þú rekstur fleiri stór- iðjuvera á íslandi, já eða nei?“ Þessi spurning er stórvarasöm. Byrjum á „yfirleitt". Hvað þýðir það? Oftast? Oftast en með alvarlegum frávikiun? Kjarnorkuver eru yfirleitt örugg, en Tjérnobyl var það ekki. „Hefur þú orðið var/vör við SKAÐA...“ Fýluna frá Krossa- nesi? Gulu slikjuna frá Áburðarverksmiðjunni? Vansköpuð börn? Frárennsli frá sláturhúsum? Geislavirkni? Fugl í skógi? Spurningin er svo yfirgripsmikil - um skaða frá öll- um hefðbundnum atvinnuvegum á íslandi - að svarið get- ur þýtt allt og ekkert. En hvers vegna var EKKI spurt svona: Hefur þú orðið var/vör við mengun frá stóriðju á ís- landi? Eða: Veistu til þess að stóriðja á íslandi mengi umhverfi? At- hyglisvert er að skoða spurninguna um mengun frá stór- iðju annars vegar, og mengun frá hefðbundnum atvinnu- vegum hins vegar. Er tilviljun að ekki er nokkur leið að bera saman niðurstöðurnar? Til þess hefðu spurningarnar þurft að vera orðaðar mjög svipað. „Samanborið við önnur lönd." Hvaða lönd? Rúmeníu eða IIvíta-Rússland, Norður-Kóreu, Eþíópíu? Önnur lönd en ísland þýðir allur heimurinn. Meinti Félagsvísindastofnun það? Er þá verið að spyrja um yfirleitt eðlileg mörk miðað við heiminn? Spurning: Finnst þér að orkufrekur iðnaður (svo sem áliðnaður og framleiðsla járnblendis) eígT áfram að vera mikil- vœgur þátfiur atvinnuupp- byggingár hér á landi? Spurning: Telurðu að mengun af völd um orkufreks iðnaðar hér/á landi sé yfirleitt innan eð/li legra marka, samanbi við önnur löna, eða finríst þérpvo ekki vlera? Spurning: Finnst þérjað herða þurfi kröfur varnir? (27,4%) un ekk\ marka m mengunar- Aðeins þeir em töldu meng- innan eðlilegra ér á landi. Eftir að hinni eiginlegu og umdeilanlegu spurningu er lok- ið, er hnýtt við: „eða finnst þér svo ekki vera?“ Fólk var beðið að svara með já-i eða nei-i. Hvorri spumingunni? Þeirri fyrri, eða þeirri síðari? Ef ég er spurður: telur þú að mengun sé innan marka, já eða nei? - er alveg Ijóst hvað ég á við með svarinu. Ef ég er spurður: telur þú að meng- un sé innan marka, eða íinnst þér svo ekki vera, já eða nei? Hvað þýðir þá já og hvað þýðir nei? Þessari spurn- ingu - eins og hún var orðuð - svöruðu 59% þjóðarinnar já. Þjóðin telur þá svo ekki vera, að mengun sé yfirleitt innan eðlilegra marka hér á landi, frá orkufrekum iðnaði, miðað við önnur lönd! Félagsvísindastofnun túlkaði svörin við spurningunni að ofan á þá lund að 27,4% teldu mengun ekki innan eðli- legra marka. Þessi hópur - en bara þessi hópur - var spurður hvort ætti að herða mengunarvarnir. Hvers vegna voru ekki allir spurðir? Miðað við hvernig fyrri spurning var orðuð er fráleitt að ætla öllum svarendum að hafa ekki skoðun á hertum mengunarvörnum. Og er það ekki meginpunkturinn í allri umræðunni? Hertar mengunar- varnir? Spurtting: Hefuy þú orðið var/vör við skaða af völdum mengunar frá /hefðbundinni atvinnu- starfsemi (t.d. landbúnaði, fiskvinnslustöðvum, loðnu- byæðslu o.fl.) í landinu? Spurning: Telurðu að virkjanamartn- virki, svo sem á Þjórsár- svœðinu, í Blöndu og við Kröflu hafi jákvæð, nei- kvæð eða engin sérstök áhrif á ferðamenn sem koma á þau svæði? Spurning: Telurðu að hægt sé að sætta sjónarmið virkjunar til raf- orkuífamMðshu___og um- hverfisverndar í óbyggðuhr svo vel fari? Innan „eðlilegra marka.“ Hver eru eðlileg mörk? Eru það mörkin sem Ríó-sáttmáhnn kveður á um, eða lyktarskyn almennings? Hvað veit ég um eðlileg mörk? ^ Allir sem hafa komið á þessa þrjá staði vita að ekki er ver- ið að tala um samanburðarhæfa hluti. „Á Þjórsársvæðinu" er hvað? „í Blöndu“ er hvað? Og „við Kröflu" er allt annað en lónin og skurðirnir fyrir hinar virkjanirnar. Var gengið úr skugga um að svarendur hefðu komið á þessa staði alla eða gætu svarað spurningunni af viti? Ég sjáfur geri enga athugasemd við staðsetningu Kröfluvirkjunar, og held hún hafi jákvæð áhrif á ferðamenn, en hef mikla fyrirvara á Blöndulónum, sem ég tel að hafi neikvæð áhrif á ferða- menn. Fer ég þá í flokkinn „veit ekki“? Bíðum nú við. Er til sá íslendingur sem vill ekki „virkja til raforkuframleiðslu"? Auðvelt er að ganga út frá sem vísu að allir landsmenn vilji virkja til að fá rafmagn. „Sjónar- ■mið“ þeirra verður að sættast við „umhverfisvernd í óbyggðum" með einum eða öðrum hætti. Þar er, eins og dæmin sanna, hafdjúp á milli manna. „Svo vel fari“ fyrir hvern? Þá sem vilja leggja höfuðáherslu á að virkja, sjá tillögur Landsvirkjunar og módel Orkustofnunar, eða þá sem vilja leggja höfuðáherslu á að friða hálendið og virkja bara ut- an þess?

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.