Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 11
íDagur-Œmmut Fimmtudagur 6. mars 1997 -11 4 B Í L A R Húddið fíottast á /T\ Nissan Prímera Nissan Primera 2,0 er öruggur í akstri, tiltölulega rúmgóður en ekkert framúrskarandi í útliti. Mynd-.ohr S haust kom til landsins nýr Nissan Primera með breyttri fjöðrun, stærra farþega- og farmrými og auknu öryggi eftir því sem seljandinn fullyrðir. Þessum bíl reynsluók Dagur- Tíminn á dögunum. Nissan Primera er hugguleg- ur bfll. Seljandinn er að vísu greinilega ekki viss hvort eigi að fjalla um Primera í kven- eða karlkyni og segir því ýmist „hann“ eða „hún“ um Primera, jafnvel sitt á hvað innan sömu setningar eins og sjá má í bæk- lingunum. En það er nú kannski ekki svo nauið. Samkvæmt upplýsingum selj- anda er bíllinn með nýju burð- arvirki sem hannað er af Niss- an. Þetta mun vera fyrsti bflhnn í heiminum sem er með burðar- virki af þessari gerð en það á að gera það að verkum að akst- urseiginleikar bflsins eru betri, hann svari betur ásamt því að vera þægilegri og öruggari, lík- lega er samanburðurinn við fyrirrennarann. Þetta er einnig fyrsti bfllinn með samvirkri fjöl- liðafjöðrum bæði á fram- og afturás. Snúningsíjöörun á afturás tryggir að hjólin eru alltaf hornrétt við yfirborð veg- arins. Vélarhlífin er lang-fallegasti hluti bílsins. Hún nýtur sín reyndar ekki sem slík fyrr en búið er að opna hana enda minnir hún meira á nettan ítalskan sportbfl en traustlegan, dulítið klossaðan, Nissan. Skottið er djúpt og rúmgott. Skottlokið opnast mjög ræki- lega. Það lyftist í lóðrétta stöðu töluvert ofan við skottopið. Með því að fella aftursætin fram opnast gat fremst í skottinu þannig að hægt er að koma stærri hlutum fyrir. Gatið er að vísu ekki stórt, u.þ.b. 35-40 x 70 sm. Sætin eru þægileg og bíllinn er snyrtilegur að innan en laus við allan íburð og pjátur. Helstu stjórntæki eru við höndina en ekkert umfram það. Þó ber að geta eins sem Primera hefur umfram marga aðra bíla. Það er hægt að stilla hitann á blæstrinum sem kemur framan í mann, þ.e.a.s. hitann á blæstr- inum sem kemur úr stútunum á miðju mælaborðinu. Það hefur ósjaldan komið fyrir að maður brjóti heilann um hvernig stað- ið geti á því að þar er bara hægt að fá ískaldan eða hálf- kaldan blástur, þ.e. í mörgum öðrum bílum. Það voru tvær gerðir af Niss- an Primera sem Dagur-Tíminn reynsluók. Beinskiptum bíl með 1,6 lítra bensínvél og sjálfskipt- um bfl með 2,0 lítra bensínvél. Auk þessara vélagerða er bíll- inn boðinn með 2,0 lítra dísel- vél með túrbínu. Nissan Primera 1600 GX með fimm gíra beinskiptum kassa er ágætlega snarpur og stinnur bfll sem fer vel á vegi. Ekki var reynt á öryggi og aksturseigin- leika bflsins til hins ýtrasta, en það sýndi sig að hægt er að sveigja hjá skyndilegri fyrir- stöðu af nánast fullkomnu ör- yggi, þ.e. af hægri akgrein yfir á þá vinstri og til baka aftur á 90 km. hraða. Fjöðrunin er stíf og í rauninni má segja að þetta sé sportlegur fjölskyldubfll. Vinnsl- an er ágæt miðað við bíl af þessari stærð. Hönnuðirnir hafa ekki alveg gleymt þeim sem vilja bílana sína án rafstýrðra gluggaopnara. Það er ekki mjög Nokkrar stærðir Ileildarlengd: 4,43 m. Heildarbreidd: 1,715 m. Heildarhæð: 1,41 m. Hleðslurými: 490-505 lítrar Sporvídd framan: 1,47 m. Sporvídd aftan: 1,45 m. Hjólhaf: 2,60 Breidd aftur- hleraops: 1.110 mm. Snúningar stýris borðíborð: 2,97 Eldsneytistankur: 60 lítrar. óþægilegt að komast að sveifun- um fyrir hhðarrúðurnar. í sum- um nýrri gerðum annarra bfla er það nær ógerlegt nema með einhvers konar fimleikum. Nissan Primera 2000 SLX með fjögurra gíra sjálfskiptum kassa er eldsnöggur úr kyrr- stöðu og yfir leyfilegan há- markshraða og vinnslan er þrælfín þar fyrir ofan. Bíllinn er mjög rásfastur, stinnur og ör- uggur á vegi, lfldega enn örugg- ari en 1600 bíllinn og sannar- lega enn sportlegri vegna afls- ins en sami íjölskyldubfllinn hvað varðar farþega- og hleðslurými. Þessi bíll var með rafstýrðum rúðum og speglum. Stjórn- hnapparnir fyrir rúðurnar eru sannarlega ekki framúrstefnu- legir og í raiminni undarlega klossaðir. Ferkantaðir, minna á Lego-kubba, ýtt niður til að fá rúðuna niður og togað upp til að fá rúðuna upp, ef minnið bregst ekki þá eru þeir nánast eins og í vinnuvélaútgáfu af Nissan Patrol. Þeir þjóna svo- sem sínum tifgangi og eru traustlegir, það er ekki hægt að neita því. Útvarp og hljómgæði er ekki hægt að dæma um þar sem bfl- arnir voru hvorugur með út- varpi. Vonandi kasta söluaðilar ekki til höndunum við þá deild. fslensk umboð hafa því miður oft verið kæriflaus hvað þann frágang varðar þó aukin sam- keppni hafi neytt þau til að bæta sig þar sem annars staðar á undanförnum árum. Yfirleitt eru bestu hljómgæðin í bflum sem koma fullfrágengnir með útvarpi frá verksmiðju. Á heildina litið þá er Nissan Primera laglegur bfll, en ekkert framúrskarandi í útliti, þ.e. sé húddið eitt og sér undanskilið og útsjónarsöm lausn á opnun skottloksins. Bíllinn er mjög ör- uggur í akstri, tiltölulega rúm- góður og fer vel um bílstjórann. Búnaður bflsins er e.t.v. ekki í fullu samræmi við verðið, en á móti kemur að Nissan Primera er traustur og öruggur. -ohr Hvað kostar gripurinn? Vélarstærð dyrafj. ventlar hestöfl verð (BS) (Sjálfsk.) 1600 GX 4 16 100 1.495.000 1600 GX 5 16 100 1.525.000 2000 SLX 4 16 130 1.839.000 1.963.000 2000 SLX 5 16 130 1.865.000 1.989.000 2.0TD SLX 4 8 90 1.932.000 2.0TD SLX 5 8 90 1.956.000 AH og eyðsla Vél: 1600 1600 2000 2000 2000 2000 2.0TD 2.0TD Dyrafj.: 4 5 4 5 4 5 4 5 Gírk.: 5B 5B 5B 5B 4S 4S 5B 5B kW: 73 73 96 96 96 96 66 66 Hestöfl: 100 100 130 130 130 130 90 90 Eigin þyngd: 1275 1275 1345 1345 1345 1345 1340 1340 Kfló á kW: 17,5 17,5 14 14 14 14 20,3 20,3 Kfló á hestafl: 12,75 12,75 10,35 10,35 10,35 10,35 14,89 14,89 Hámarkshraði: 180 180 205 205 198 198 174 174 Hröðun 0-100 í sek: 12 12 9,6 9,6 11,2 11,2 14 14 Eyðsla í lítrum á 100 km.: Bæjarakstur: 9,3 9,3 10,7 10,7 12,1 12,1 8,6 8,6 Langkeyrsla: 5,6 5,6 6,3 6,3 6,8 6,8 5,7 5,7 Blandaður akstur: 6,9 6,9 7,9 7,9 8,7 8,7 6,7 6,7 Hollráð bíl- eigandans Aukahljóð Það getur verið erfitt að finna skrölt, bank eða önnur aukahljóð í bílnum. Sumar varahlutaverslanir selja hlustunarpípur, ekki ósvip- aðar þeim sem læknar nota, þó endinn sé öðru vísi. Þessar hlustunarpípur er hægt að nota t.d. til að hlusta vélina í bflnum til að finna upptök aukahljóðs. Þegar upptökin eru kunn verður viðgerðin auðveldari. Uppþvottaefni á vatnskassann Það er hægt að fara ódýra leið að því að hreinsa vatns- kassann og vatnsveginn í vél bflsins. Fyrst skal tæma allt vatn af kerfinu og fylla það síðan af hreinu vatni og hálfum bolla af uppþvotta- efni. Láta svo vélina ganga í nokkrar mínútur til að koma hringrásinni af stað. Tæma. Fylla á ný og skola með vatni til að fjarlægja allt uppþvottaefnið. Fylla síðan með vatni og frostlegi. Það verður að gæta þess að nota aðeins uppþvottaefni, ekki uppþvottalög. Annars freyð- ir sápan um allt og afleið- ingin verður mestu vand- ræði. Fjarlægja lím Það er hægt að Qarlægja leifar af hmi, t.d. af lím- bandi, af málningu með WD40 eða kveikjarabensíni. Það er áríðandi að hreinsa allan vökvann burtu því hann getur skemmt máln- inguna ef hann er látinn Uggja á henni. Bjarga bremsuborð- unum Þetta hollráð er fyrir þá sem gera sjálfir við bremsurnar í bflunum sínum. Það er gott að setja hlífðarlímband yfir bremsuborðann til að kom- ast hjá því að fá smurning eða olíu á borðann (en það gerist einhverra hluta vegna nánast undantekningalaust). Svo í lokin, þegar allir hlutir eru komnir á sinn stað er límbandið tekið í burtu. Ath! Flestir gleyma að fjarlaigja límbandið svo það er ekki vitlaust að skrifa svoh'tinn minnismiða og líma á stýrið í bflnum. Kemur neisti? Ef drepst á bílnum á akstri vilja menn yfirleitt komast að því hvort vélin „kveikir,“ þ.e.a.s. hvort kertin gefa neista. Það er auðvelt að komast að því. Einn kerta- þráður er tekinn úr sam- bandi, pappírsklemma rétt upp og sett inn í endann á þræðinum þannig að hún snerti málminn. Síðan er klemmunni haldið tæpan sentímeter frá málmi, t.d. pústgrein. Síðan er einhver fenginn til að starta bflnum. Komi neisti milli málmsins og klemmunnar þá kemur neisti í bensínið, þ.e.a.s. nema kertin séu alveg ónýt, en það er frekar fátítt.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.