Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 10
10 - Fimmtudagur 6. mars 1997 íDcigur-tExmmrt HANDBOLTI • 2. deild Þór sigraði Fylkismenn Við vorum stressaðir í byrjxm og ég held að margir leik- manna hafi verið með hugann við lokaleikinn við Breiðablik. Þetta varð því þungur róður framan af, en baráttan skilaði sér í síðari hálfleik," sagði Atli Þór Samúelsson, leikmaður Þórs, eftir sigurinn á Fylki 29:23 í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld. Jafnt var í leikhléi, 12:12. Með sigrinum komst Þór upp að hlið Breiðabliks, en það er nokkuð ljóst að innbyrðisleikur liðanna á Akureyri, ræður úr- slitum um það hvort liðið fylgir Víkingi í 1. deild. Atli Már Rúnarsson var at- kvæðamestur hjá Þór með sjö mörk og næstur kom Atli Þór með sex mörk. Ágúst Guð- mundsson skoraði m'u mörk fyr- ir Fylki og þá átti þjálfari Ár- bæjarliðsins, Magnús Ingi Stef- ánsson, góðan ieik í markinu. ÍSHOKKÍ Tap gegn ísrael 5:9 ✓ Islenska unglingalandsliðið, skipað leikmönnum átján ára og yngri, tapaði öðrum leik sínum í D-riðli Evrópu- mótsins í Belgrad. íslenska liðið lék gegn ísrael í gær og mátti þola sitt annað tap í keppninni, 5:9. Eins og í leiknum gegn Spáni í fyrradag, gekk íslensku piltunum illa til að byrja með. ísrael sigraði í fyrstu lotunni 4:1, annarri lotu lyktaði einnig með sigri ísrael, 2:1, en jafnt varð í þeirri þriðju, 3:3. Ingólfur Ólsen úr Birninum og Ingvar Jónsson úr SA skor- uðu báðir tvö mörk fyrir fsland og áttu að auki báðir stoðsend- ingu. Ágúst Torfason úr Birnin- um skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar og Eggert Hannesson, SA átti eina stoð- sendingu. íslenska Iiðið á eftir þrjá leiki í riðlinum, gegn Júgóslövum, Búlgörum og Tyrkjum. Leiðrétting Björn Már Jakobsson, liðs- maður unglingalandsliðsins í íshokkí, leikur með Skautafé- lagi Akureyrar, ekki með Birn- inum, eins og sagt var í texta undir mynd af liðinu í gær. Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 Júrí Sadovski, rússneska skyttan í Gróttuliðinu stígur dans við þrjá varnarmenn Vals. UMFA styrtdi stöðu sína Fátt virðist benda til þess að Afturelding muni slaka á í baráttunni um deildar- meistaratitilinn. Mosfellsbæjar- liðið gerði nánast út um leik sinn við ÍR í fyrri hálfleiknum og hefur nú fjögurra stiga for- skot á toppi deildinnar. Stjarnan-KA 24:23 Stjarnan hafði yfirhöndina allan tímann, í leikhléi var staðan 13:9 og Stjörnumenn höfðu oft- ast 4-5 marka forskot í síðari hálíleiknum. Munurinn var þrjú mörk þegar tvær mínútur voru til leiksloka, en litlu munaði að þær dygðu norðanmönnum til að ná öðru sætinu. Ingvar Ragnarsson varði skot Róberts Julian Duranona á lokasekúnd- unum. Konráð Olavson skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna og Hilm- ar Þórlindsson 6. Sergei Ziza skoraði átta mörk fyrir KA og Björgvin Björgvinsson 6. UMFA-ÍR 25:19 ÍR-ingar voru toppliði deildar- innar engin fyrirstaða. Mos- fellsbæingar náðu átta marka forskoti í leikhléi, 14:6. Bjarki Sigurðsson skoraði tíu af mörk- um UMFA en Ragnar Óskarsson var með níu mörk fyrir ÍR. Selfoss-HK 24:24 Selfoss hafði lengst af yfirhönd- ina í botnslagnum. Komst í 16:13 og síðar í 22:17, en missti flugið á lokakaflanum. HK skor- aði þrjú síðustu mörkin, komst í 16:13 og 22:17. Valur-Grótta 22:23 Gróttumenn voru fljótir að ná sér eftir útreiðina gegn Aftur- eldingu. Seltirningar voru oftar með yfirhöndina gegn íslands- meisturunum, en leikur liðanna var spennandi fram á lokasek- úndurnar. Jón Kristjánsson og Davíð Ólafsson skoruðu sjö af mörkum Vals, en hjá Gróttu skoraði Róbert Rafnsson sex mörk. FH-Fram 24:23 Framarar flengdu FH-inga í fyrri umferð mótsins, sigruðu þá með nítján marka mun, svo eflaust hefur sigur FH verið sætur. Framarar leiddu framan af leiknum, en í síðari hálfleikn- um voru FH-ingar yfirleitt fyrri til að skora. Guðmundur Peter- sen skoraði sjö af mörkum FH, en Magnús Arngrímsson var með fimm fyrir Framara. Leik ÍBV-Haukar var frestað vegna þess að ekki var flugfært. Staðan er nú þessi: UMFA 20 16 0 4 520:467 32 Haukar 19 13 2 4 484:451 28 KA 20 13 1 6 534:511 27 Fram 20 9 4 7 473:441 22 ÍBV 19 10 2 7 469:441 22 Stjarnan 20 9 3 8 520:503 21 Valur 20 8 3 9 454:461 19 FH 20 8 1 11 513:533 17 Grótta 20 6 2 12 465:510 14 ÍR 20 6 1 13 488:495 13 HK 20 5 2 13 453:492 12 Selfoss 20 4 3 13 488:545 11 HANDBOLTI • 1. deild kvenna Heimasigrar í Hafnarllrði FH sigraði KR með eins marks mun, 19:18, í fyrsta leik hð- anna í 8-liða úrslitakeppninni í Kaplakrika í gær. Hitt Hafnar- íjarðarliðið byrjar einnig vel í keppninni, liðið lagði Valsstúlkur af velh, 26:21. Þau hð sem fyrr eru til að vinna tvær viðureignir komast áfram í undanúrslitin. ÞÝSKALAND íslendinga- liðin töpuðu Fimm leikir fóru fram í þýsku 1. deildinni í gærkvöld. Staða íslendingahðanna Fredenbeck og Shuttervald versnaði í fallbarátt- unni, en topphðin héldu sínu striki. Úrsht leikja urðu þessi í gærkvöld. Lemgo-Gummersbach 23:17 Magdeburg-Fredenbeck 23:20 Flensburg-Schuttervald 25:24 Nettelstedt-Kiel 28:25 Efstu lið deildarinnar: TBV Lemgo 23 644:530 42 Flensborg. 24 582:516 33 Niederwurzbach 23 577:524 28 Wallau Massenh. 23 561:557 28 THW Kiel 23 606:545 26 Tusem Essen 23 558:560 25 KNATTSPYRNA Stórsigur í Manchester Manchester United er komið með annan fótinn í 4-liða úrslitin í Meistarakeppni Evrópu, eftir 4:0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í Manchester. Staðan í leikhléi var 2:0. David May, Eric Cantona, Ryan Gigss og Andy Cole gerðu mörk Manchester. Úrsht urðu þessi í gærkvöld: Ajax-Atletico Madrid 1:1 Bor. Dortmund-Auxerre 3:1 Man. Utd.-Porto 4:0 Rosenhorg-Juventus 1:1 HANDBOLTI • Dómarar á HM Kröfumar eru alltafað aukast Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, þurfa að gangast undir erfið þrekpróf, eins og aðrir dómarar á HM í Japan. að má vera eftirsóknar- vert fyrir handknattleiks- dómara að fá að dæma í úrslitum HM í Kumamoto í Jap- an í vor en í þeim efnum verður enginn óbarinn biskup. Dóm- aranefnd IHF, (Alþjóða Hand- knattleikssambandsins) þar sem Kjartan Steinbach er for- maður, hefur nú valið þau 16 dómarapör sem sjá munu til þess að allt fari að settum regl- um innan vallar. Meðal þeirra er íslenska dómaraparið Stefán Arnaldsson og Rögnvald Er- lingsson. Dómaranefndin hefur nú gert öllum landssamböndum, sem koma til með að eiga dóm- ara á IJM, grein fyrir því til hvers er ætlast af dómurunum. Aldrei hafa verið gerðar meiri kröfur um líkamlegt atgervi dómara. Það er ekki nóg að standast þrekprófið einu sinni, því allir verða þeir prófaðir, bæði í sínu heimalandi og síðan aftur við komuna til Japan. Komi í ljós að eitthvert lands- sambandanna sendi dómara, sem ekki er í því formi sem til er ætlast, verða viðkomandi sendir heim á kostnað síns sambands sem einnig verður að bera kostnað af varadómurum sem fengnir verða fyrir þeirra menn. Nú verður ekki hægt að svindla. Dagur-Tíminn hafði sam- band við Rögnvald Erlingsson til að forvitnast um til hvers væri ætlast af dómurunum og hvernig undirbúningi hjá þeim félögum gengi. Rögnvald sagði ' að kröfurnar væru alltaf að aukast um að dómarar væru í góðu líkamlegu formi ekki síður en leikmenn. Það segði sig al- veg sjálft að dómarar yrðu að hafa úthald í heilan leik. Varð- andi kröfurnar sem gerðar eru fyrir HM í Japan sagði Rögn- vald að þeir þyrftu að æfa reglulega þrisvar í viku þar sem hlaupnir væru 10.5 km á fimm- tíu mínútum. Þá væru tekin Qögur mjólkursýrupróf á undir- búningstímabilinu sem þeir yrðu að standast. Sjálfur sagð- ist Rögnvald alltaf hlaupa úti 35 mínútur á dag fimm daga vik- unnar en nú væri komið að því að bæta við æfingarnar fyrir HM. Þá væri farið í Mátt og æft þar eftir þörfum þar til öllum markmiðum væri náð. -gþö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.