Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 5
|BagurJ(Smrám LÍFIÐ í LANDINU Laugardagur 8. mars 1997 -17 í síðustu viku kom hingað til lands breski afbrotafrœðingurinn Piers Beirne og flutti erindi sem hann nefndi „Interspecies sexual assault“ sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi gegn dýrum. Kynferðislegt ofbeldi gegn dýrum hefur ekki farið hátt í opinberri umræðu en hefur að sögn Piers Beirne og Helga Gunnlaugssonar af- brotafræðings verið að potast upp á yflrborðið síðustu árin. Bierne talar um „beastiality" þegar hann ræðir kynferðislegt athæfi á milli tegunda og nær „skepnuskap- ur“ ágætlega merkingunni sem að baki liggur þegar rætt er um menn og dýr. Víst er að skepnuskapur þessi hefur ekki verið rannsakaður svo óyggjandi niðurstöður eða tölur liggi fyrir og því er í byrjun forvitni- legt að vita á hverju Beirne byggir rannsóknir sínar. „Ég hef lesið allt um kynferð- islegt ofbeldi gegn dýrum sem ég hef komist yfir sem þýðir ekki að ég hafi haft úr miklu að moða. -En það hafa auðvitað verið gerðar rannsóknir um kynferðislega hegðun manna og þá hefur þetta athæfi komið við sögu auk þess sem það hafa verið gerðar nokkrar rannsókn- ir þar sem þetta var sérstaklega í athugun." Aftökurnar í Svíþjóð Beirne nefnir að á fimmta ára- tugnum í Bandaríkjunum hafi komið út fræg skýrsla, Kinsey- skýrslan, sem birti sláandi nið- urstöður. „Parna er að finna rannsóknir fé- lags- og sál- fræðinga á kynlífi manna og dýra. Reynt er að komast á snoðir um það hvers vegna menn hafi þessar hvatir og er niður- staðan sú að þeir sem hafa mök við dýr séu andlega skaddaðir, fávitar, geðveikir o.s.frv. -En þrátt fyrir þetta viðurkenndu allt að 60% ungra sveitadrengja „skepnu- skapinn," eða að hafa beitt dýr kynferðislegu ofbeldi." Annað sem er forvitnilegt er rannsókn sem sænski sagn- fræðingurinn Jonaf Oiliecuist gerði en þar segir af aftökum fjölda drengja vegna kynlífs með dýrum. Á árunum 1680- 1810 voru m.ö.o. ungir drengir, 8-15 ára gamlir, teknir af lífi í Svíþjóð fyrir „skepnuskap." Helgi Gunnlaugsson segir af- tökurnar sýna afstöðu samfé- lagsins, drengirnir voru álitnir óhreinir eða sjúkir og því aflífaðir á svip- aðan hátt og við tökum á málum þegar sjúkdómar koma upp hjá dýrum. „Það sem er áhuga- verðast þegar maður skoðar heimildir sem þessar er afhverju sum samfélög taka menn af lífi fyrir verknað- inn á meðan önnur þola hann.“ Ekki bannað! í íslenskum lögum stendur hvergi að kynferðislegt sam- neyti með dýrum og mönnum sé bannað en í öllum fylkjum Bandaríkjanna eru lagaákvæði þess efnis. „Þrátt fyrir lagabók- stafinn er refsivöndur þessa í raun ekki virkur t.d. í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Þeir sem viðurkenna kynferðislegt ofbeldi gegn dýrum eru yfirleitt meðhöndlaðir af sálfræðingum fremur en refsirétti.“ Beirne segir að vegna þessa sé að nokkru búið að afmá glæpinn. „Jafnvel þótt viðkomandi fari fyrir rétt er sjaldgæft að það sé beinlínis réttað yfir honum vegna „skepnuskaparins" held- ur er þá talað um stjórnlausa hegðun og hún þá sjaldan skil- greind mikið frekar." Mannleg hegðun „Ég lít á málið frá sjónarhóh dýraréttar og sé samlíkingu með kynferðislegu ofbeldi gegn dýrum og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og börnum. Það er mismunur á valdi og styrk sem um ræðir. Ég hef reynt að finna út hvað þetta merkir og fordæmi „skepnuskap" ekki vegna trú- arlegra ástæðna held- ur út frá mannlegum sjónarmiðum. Það er alltaf siðferðilega rangt af mönn- um að stunda kynlíf „með“ dýr- um, dýr geta ekki gefið sam- þykki sitt, geta ekki sagt nei og ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 2. sýn. miðvikud. 12. mars. Uppselt 3. sýn. sunnud. 16. mars. Uppselt 4. syn. fimmtud. 20. mars. Uppselt. 5. sýn. föstud.. 4. apríl 6. syn. sunnud. 6. apríl ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fimmtud. 13. mars. ðrfá sæti laus Næst siðasta sýning Sunnud. 23. mars. Síðasta sýning VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen i kvöld. Örfá sæti laus. Fösfud. 14. mars. Uppselt. Laugard. 22. mars. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun. 9. mars Laus sæti. Laugard. 15. mars. Nokkur sæti laus. Föstud. 21. mars. Síðustu sýningar LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen í dag, 8. mars kl. 14.00. Laus sæti. Á morgun, 9. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Laugard. 15. mars kl. 14.00. Uppselt. Sunnud. 16. marskl. 14.00 Laugard. 22. mars kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SK/EKJA eftir John Ford ikvöld. Uppselt. Á morgun, 9. mars. Uppselt Laugard. 15. mars. Uppselt Föstud. 21.mars Laugard. 22. mars Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt aó hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur Leikhúskjallars mánud. 10. mars LJÓÐ ÚR HJÖRTUM KVENNA. Einsöngstónleikar SIGRÍÐAR ELLU MAGNÚSDÓTTUR, við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Hún flytur lög frá ýmsum tímum þar sem konur og kvenhetjur túlka tiltinningar sínar. Húsið opnað kl. 20.30. • Dagskrá hefst kl. 21.00 - Miðasala við inganginn. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapðntunum frá kl. 10 virka daga. ekki kært verknaðinn til fólks sem gæti komið til hjálpar." Engar rannsóknir á „skepnu- skap“ eru til á íslandi en Beirne segir að í íslendingasögunum sé áburður um slíkt notaður til að móðga menn á svipaðan hátt og þegar einhver vænir þá um ergi. -En hvað um íslensk lög í dag, finnst Beirne ekki undar- legt að í þeim sé hvergi minnst á kynferðislegt ofbeldi gegn dýrum? „Ég veit ekki hvað það segir mér um samfélagið, það kemur margt til greina. T.d hef óg heyrt að umræðan um heimilis- ofbeldi sé tiltölulega ný á ís- landi vegna þess að fólk hafi al- mennt haldið að slíkt ætti sér ekki stað. Kannski á þetta líka við um „skepnuskapinn" en ég er samt handviss um að fólk veit að þetta viðgengst í samfé- laginu þótt ekki sé um hluta op- inberrar umræðu að ræða.“ -mar £ 1 tiiFilFIil TfíllSI Ul WjRlfnlill 5 í BJLS jtwjy LEIKFÉLAG AKUREYRAR Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Laugard. 8. mars kl. 20.00. Sýningin fellur niður vegna óviðráðanlegra forfalla Næstu sýningar: Föstud. 14. mars kl. 20.00. Laugard. 22. mars kl. 20.00. Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð MiSaverS 1500 krónur. Börn yngri en 14 óra 750 krónur. MiSasalan er opin alla virka daga nema mónud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími i miSasölu: 462 1400. JDagur-'SEmttmt -besti tími dagsins! Breski afbrotafræðingurinn Piers Beirne segir að kynferðislegt ofbeldi gegn dýrum sé til í öllum samfélögum. Það er hins vegar afar mismunandi hvernig tekið er á málunum. Mynd: GS „Þrátt fyrir þetta viðurkenndu allt að 60% ungra sveita- drengja „skepnu- skapinn, “ eða að hafa beitt dýr kyn- ferðislegu ofbeldi. “ „Það er alltaf sið- ferðilega rangt af mönnum að stunda kynlíf„með“ dýrum, dýr geta ekki gefið samþykki sitt, geta ekki sagt nei og ekki kœrt verknaðinn til fólks sem gœti komið til hjálpar. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.