Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.03.1997, Blaðsíða 6
18 - Miðvikudagur 19. mars 1997 30agur-©mmtt Beethoventónleikar Laugardaginn 15. mars efndu Sigurður Halldórsson, sellóleikari, ogDaníel Þorsteinsson, píanóleikari, til tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Haukur Ágústsson skrifar Tónleikarnir voru á vegum Tónlistarfé- lags Akureyrar. Á efnisskrá tónleikanna voru einungis verk eftir Ludvvig van Beethoven. Þau voru Sónata nr. 1. fyrir selló og píanó í F-dúr op. 5 nr. 1 og Sónata nr. 2 fyrir selló og píanó í g-moll op 5 nr. 2. Auk þessara tveggja stór- verka léku þeir Sigurður og Dam'el Tólf tilbrigði yfir stef úr óratoríu Hándels „Júdas Maccabeus" WoO 45 og Sjö til- brigði við stefið „Bei Mánnern, welche Liede fuhlen“ úr óper- unni „Die Zauberflöte" eftir Wolfgang Amadeus Mozart, WoO 46. Snillingar Leikur þeirra félaga í sónötun- um tveimur var um margt stór- fenglegur. Ekki síður nutu þeir sín í tilbrigðunum tveim, þó að þau verk séu vissulega mun léttari að yfirbragði og megi hvað helst flokkast sem skemmtistykki - ekki síst ef bor- ið er saman við sónöturnar. ÞJÓÐLEIKHÚSD) Stóra sviðið kl. 20.00 KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 4. sýn. fimmtud. 20. mars. Uppselt. 5. sýn. föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. aprll Örfá saeti laus. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 22. mars. Örfá sæti laus. Laugard. 5. apríl. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 23. mars. Síðasta sýrting Uppselt Aukasýning fimmtud. 3. apríl. KENNARAR ÓSKAST eftir Óiaf Hauk Símonarson Föstud. 21. mars. Síðasta sýning LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Laugard. 22. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 6. apríl kl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Föstud. 21. mars Örfá sæti laus. Laugard. 22. mars Uppselt. Athygli er vakln á að sýnlngin er ekkl við hæfi barna. Ekki er hægl aO hleypa gestum inn i salinn eftir aO sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðju- daga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnu- dags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýning- ar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 ára Söngur, gleði gaman Laugord. 22. mars kl. 20.00. Síðasta sýning Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð MiðaverS 1500 krónur. Börn yngri en 14 ára 750 krónur. MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími i miðasölu: 4ó2 1400. JDagur-'Smnmt - besti tími dagsins! Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson. Snilli þeirra félaga á hljóðfæri sín var greinileg. Sem næst hvergi kom fyrir gallaður tónn í sellóleik Sigurðar Halldórsson- ar og iðulega, í þau fáu skipti, sem þetta henti lagfærði hann tóninn þegar x stað í leik sínum. Ekki var síðri píanóleikur Daníels Þorsteinssonar. Hann naut sín sýnilega við hinn nýja flygil, sem nú prýðir Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. f öll- um fjórum verkunum, sem á efnisskránni voru, reyrnr mjög á píanóleikarann, en Daníel brást í sem næst ekki neinu. Góður samleikur Samleikur þeirra Sigurðar og Daníels er í raun kapítuli fyrir sig. Samvinna þeirra í öllu var svo náin, að ætla hefði mátt, að einn hugur stýrði báðum hljóð- færunum. Innkomur voru hnit- miðaðar og túlkunaratriði unn- in af nákvæmni, sem bar glögg- an vott virðingar þessara tveggja ágætu listamanna hvor fyrir öðrum og ekki síður vak- andi vilja þeirra til þess að vinna svo saman, að báðir fái notið sín. Þessi tegund sam- vinnu er of óalgeng í íslenskri tónlist. Flytjendahópar, hvort heldur í hljóðfæraleik eða söng, endast sjaldan nógu lengi til þess að sú nánd, sem sprettur af nánum kynnum, verði tfl. Hún er hins vegar grunnur virkrar og gjöfullar samvinnu að sköpun, þar sem fleiri en einn þurfa að koma til. „Þessi tegund samvinnu er of óalgeng í ís- lenskri tónlist. Flytjendahópar, hvort heldur í hljóðfœraleik eða söng, endast sjaldan nógu lengi til þess að sú nánd, sem sprettur af nán- um kynnum, verði til. “ Beethoven túlkaður Túlkun Sigurðar Halldórssonar og Daníels Þorsteinssonar á verkunum íjórum fyrir selló og píanó eftir Ludwig van Beet- hoven var að mörgu leyti ekki síður eftirtektarverð en annað á tónleikunum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þeir gæddu verkin persónulegum blæ, sem kom meðal annars fram í yfir- veguðum smáatriðum, sem gáfu nýja sýn og ánægjulega. Vissulega eru verk klassískra höfunda útskrifuð og það iðu- lega í smáatriðum. Það sýndi sig hins vegar glöggt á tónleik- um þeirra Sigurðar og Daníels, að skapandi flytjendur hafa drjúgt svigrúm til þess að setja mark túlkunar sinnar og skiln- ings á það efni, sem þeir taka til flutnings. Þeir Sigurður Halldórsson og Dam'el Þorsteinsson hafa unnið saman að tónlistarflutningi í Qölda ára og ekki síst getið sér orð fyrir txxlkun nútímatónlistar. Það er vafalaust, að þeir eiga ekki síður erindi við verk hinna klassísku meistara. Yrkir þú dálítið? Ljóða- og smásagnakepprú Menors (menningarsam- taka Norðlendinga) og Dags-Tímans er haldin í íjórða skiptið í ár. Nú eru það ljóðin sem höfundar geta sent inn í keppnina en sá háttur hefur verið hafður á að keppa til skiptis í ljóða- og smásagna- gerð. Þátttaka hefur alla jafna verið mjög góð og segir Ólafur Hallgrímsson, formaður Men- ors, að allir geti sent inn ljóð því keppnin er ekki bundin við Norðurland. í síðustu ljóðakeppni var það hinn kunni ljóðahöfundur Hjörtur Pálsson sem hlaut fyrstu verðlaun. Glæsileg bóka- verðlaun eru í boði auk þess sem mönnum í þremur efstu sætunum eru fengin skrautrituð viðurkenningarskjöl. í dóm- nefnd hafa verið skipuð þau Stefán Þorláksson, Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Guðmundsson. Menor og Dagur-Tíminn hvetja alla ljóðahöfunda að senda inn handrit og ef menn óska má senda þau undir dul- nefni en þá verður nafn og heimilisfang að fylgja með í lok- uðu umslagi. Skilafrestur er til 14. apríl og skal senda handrit- in til; Menors, Hrísalundi la, póstbox 328, 600 Akureyri. -mar

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.