Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.03.1997, Blaðsíða 11
|Dagrar-®mrám
Miðvikudagur 19. janúar 1997 - 23
FÍNA FRÆGA FÓLICIÐ
sœÓNiMJSt
CLatcv&ífið
Teitur Þorkelsson
skrifar
Salka Valka
Ekki eru allir samfundir
kynjanna undurþýðir,
Salka Valka Halldórs Lax-
ness urrar á vonbiðil sinni:
taktu mig þá ef þú þorir. Síðan
fljúgast þau á:
Líkamir þeirra þrýstust hat-
ramlega hvor upp að öðrum í
tryltum lostþrúngnum átökum,
líkt og þeir sæktust eftir að
knosa hvor annan í mél, áþekk-
ast tveim kvikindum sem ætla
að hafa hvort annað sér til mat-
ar, hver vöðvi spentur, brjóst
við brjóst, kviður við kvið,
... Þau keyrðu hvort annað
þvertyfir gólfið frá vegg til
veggjar, brutust fyrst yfir leir-
tauið, síðan stólana, prímusn-
um hvolfdi, loks hrapaði vegg-
myndin af hinum rólega út-
lenda skógi, það hrikti í hverju
tré, gólfið gekk í öldum. Að lok-
um króaði hann hana í einu
horninu. Og hann lagði munn
sinn á varir henni einsog þegar
svángt villidýr leggur trýni sitt
við sár og smakkar blóðið með
dýpstu og innilegustu velþókn-
um lífsins. Nú fyrst staðreyndi
hún þýðingu þessarar glímu,
vaknaði til vitundar um hvað
var að gerast. Það fór á hana
berserksgángur. Hún greip í
axlir honum og keyrði hann í
einu vetfángi þvertyfir eldhús-
gólfið og afturábak útum dyrn-
ar, sleit sig af honum og spark-
aði í kviðinn á honum svo hann
vaknaði með dýrslegu óhljóði af
þeim bríma sem grunurinn um
blóð hennar hafði valdið í vitum
hans.
I fgerðir 1
útvarpsvekjara
í 18 gerðir
heyrnatóla
Munið gjafakortin
e
rt
RdDlSÍl
Geislagata 14 • Sími 462 1300
John Waters í fimmtugsspjalli
Hinn meinleysislegi leikstjóri, John Waters með strikaskeggið, sem
gerðijaðarmyndir á borð við Pink Flamingos (ogFemale Trouble,
Polyester, Hairspray, Cry-Baby o.Jl) er nú orðinn fimmtugur og því
er aldarjjórðungur síðan Pink Flamingos sem gerði hann frœgan
kom út. Og hún verður endurútgefin í tilefni af því...
- Hvað finnst þér um það hve
fólk er upptekið af dragdrottn-
ingum um þessar mundir?
„Dragdrottningar voru frem-
ur forpokaðar þegar við gerð-
um Pink Flamingos. Drag-
drottningar hötuðu Divine, hún
gerði grín að þeim en þær
dreymdi um að verða Ungfrú
Ameríka. Þær vildu hús í út-
hverfi og minkapels. Ég er á
móti disneyseringunni á drag-
drottningum. Mér finnst að íjöl-
skyldur ættu að hlaupa í burtu
af skelfingu þegar þær sjá drag-
drottningu en ekki kúra sig
saman í sófanum þegar þær
sjást í vídeóinu.“
- Þú hefur sagt að Pink
Flamingos sé barnamynd...
„Ég gæti örugglega verið
settur inn fyrir það en ég hef
sýnt myndina í afmælisveislum
hjá börnum góðra vina minna
og þau voru ekki nærri því eins
hneyksluð og fullorðna fólkið.
Fyrir þeim var Divine trúður.
Ég sýndi líka hópi morðingja í
fangelsi myndina og þeir sögðu:
Vá maður, þú ert virkilega sjúk-
ur. Það er eitthvað meiriháttar
að hjá þér.“
- Hvað fannst foreldrum þín-
um um hana?
„Þeir hafa aldrei séð Pink
Flamingos og pabbi íjármagn-
aði hana. En ég borgaði honum
hvert penní til baka og með
vöxtum. Ég held þau hafi verið
hrædd. Hvaða foreldri myndi
gleðjast yfir því að sonur þeirra
væri með einhverjum í dragi að
borða hundaskít? Það er ekkert
foreldri svo frjálslynt."
Hvernig verður leg-
steinninn þinn?
„Bara R.I.P. (H.Í.F.) John
Waters. Ég vil eins einfaldan og
hefðbundin stein og hægt er. Ég
þoli ekki dúllulega legsteina.
Fólk skilur kjóla, kassa með
kleinuhringjum og farða eftir á
gröfinni hennar Divine. Ein-
hverjir settu m.a.s. rafhlöðu-
knúið lýsandi jólatré þar ein-
hver jólin."
- Hvað er það viðbjóðsleg-
asta sem þú hefur gert?
„Ég veit betur en svo að
segja blaðamanni frá því. En ég
hef samviskubit út af einu
Þegar ég var brjálaður og
vitlaus unglingur í Balti-
more keyrði ég um ásamt
vinum mínum og við brut-
ust inn í bíla, stálum jóla-
gjöfum fólks, opnuðum þær,
skiluðum innihaldinu og
fengum peningana til baka.
Ég er enn með samviskubit út
af þessu. Þetta var ekki
mín hugmynd, en
ég keyrði.
Þannig
ég ber
þessu
fulla
ábyrgð.“
f mJr gerðir
hljómfiutningstækja