Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Blaðsíða 4
16- Föstudagur 21. mars 1997 4Dagur-©múrat Umðúðaíauót Hver hefur bestan rass? Svo var skrifað undir en síðan strokað út. gærkvöldi var í sjónvarpinu viðtal við Dagsbrúnarmann sem hafði tekið þátt í því að fella kjarasamninga sem stjórn félagsins, eða samninganefnd, var nýbúin að gera. Hann lýsti því yfir að sennilega hefðu það bara verið mistök af stjórninni að samþykkja þennan samning og hann talaði um hversu þreytandi og lýjandi væri samn- ingaþrefið þegar aðstæður væru eins og nú; hann talaði um þijátíu klukkustunda samn- ingafund og ekki væri skrýtið þótt eitthvað léti undan. Og auðvitað er það ekkert skrýtið. Pað er aftur á móti stórskrýtið af hverju málin hafa endilega þurft að þróast svona - að samningar kunni að ráðast af því hver hefur bestan rass til að sitja sem lengst og meðvit- und til að vita hvað er verið að skrifa undir. Öll verkalýðsfélög- in hafa haft lausa samninga í óratíma en ekkert verið ljáð máls á neinum viðræðum, ekki fyrr en farið var að hóta verk- föllum og verkföll reyndar haf- in. Úreltar aðferðir Það er þess vegna svolítið hlægilegt að hlusta á hinn þungbúna Þórarin V. Þórarins- son lýsa því hversu mikill ábyrgðarhlutur það sé hjá verkalýðsfélögunum að ætla sér í verkfall og skemma fyrir fyrir- tækjunum sem veita fólkinu vinnuna. Kippa undan þeim rekstrargrundvellinum, gott ef ekki. Kannski það sé beinlínis stefna vinnuveitenda að hafa þetta svona, allt á síðustu stundu, allt á suðupúnkti, allir fundir endalausir, þangað til talsmenn verkalýðshreyfingar- innar gefast upp og skrifa undir bara eitthvað til að losna. Að minnsta kosti virðast hafa verið gerð einhver mistök og lýsa því kannski fyrst og fremst hvað þær aðferðir sem brúkað- ar eru til að semja um kaup og kjör í þessu landi eru úreltar; þessir maraþonfimdir í þessu illþolandi karphúsi og mikið á ég erfitt með að trúa því sem maður gengur nú undir manns hönd við að reyna að sannfæra mig um, allt frá Birni Grétari Sveinssyni til Davíðs Scheving Thorsteinssonar, sem sé að þarna sé oft svo voðalega gam- an. Hvað á að kalla það annað en einhvers konar mistök sprottin af úreltum vinnubrögð- um og óhóflegum þrýstingi þeg- ar stór hópur í samninganefnd Dagsbrúnar skrifar undir samning við vinnuveitendur en fáeinum klukkustundum seinna, þegar þessir samninga- nefndarmenn hafa sloppið „Fyrirtœkin sem Þór- arinn segir svo strang- lega að hafi bara alls ekki efni á sjötíu þús- und króna lágmarks- launum eru því olíufé- lögin og Eimskip. stundarkorn út úr fýlunni í karphúsinu og haft tóm til að líta aðeins framan í óbreytta og óþreytta félaga sína, þá greiða þessir sömu samninganefndar- menn atkvæði gegn samningun- um sem þeir sjálfir voru rétt að ljúka við að skrifa undir? Sjötíu þúsund kallinn Finnst ykkur þetta alminlegt, lesendur góðir? Eða þá þegar formaður í Dagsbrún, sem hefur sett upp þá hógværlegu kröfu að lág- markslaun félaga skuli vera sjötíu þúsund krónur á mánuði en margoft lýst því yfir að frá þeirri hógværlegu kröfu verði alls ekki hvikað - þegar altso formaðiuinn í Dagsbrún semur sig léttilega frá þessari kröfu og svo þegar samningarnir eru felldir, þá lýsir Halldór Björns- son því hvað eftir annað yfir að hann sé mjög undrandi á því hversu fast félagar sínir hafi viljað halda í þennan sjötíu þús- und kall. Það er eiginlega ekki hægt annað en vera mjög undr- andi á svona vitleysu; þetta er svona eins og ef prestur í stól lýsir því yfir að hann sé mjög undrandi á því að einhverjum skuli detta í hug að halda boð- orðin tíu. Fyrr í samningahrinunni hafði verið skrifað undir samn- ing sem allir vissu að var gall- aðxu, eða það hafði gleymst eitthvað; allir sjálfsagt orðnir úrvinda, og formaður félagsins sem gert hafði samninginn var líka mjög undrandi á því að fé- lagar hans skyldu fella þennan samning, æ, þó eitthvað hafi gleymst, við reddum því bara seinna. Alltaf lítill eftirmálinn Og bæði þessi formaður og for- maður Dagsbrúnar komu svo náttúrlega með hinn klassíska eftirmála allra íslendinga sem komast í einhvers konar valda- stöður: „Að þetta sé vantraust á mig? Að ég ætti að víkja, úr því ég er greinilega algjörlega úr takt við þá sem ég var valinn til að leiða? Nei, nei, er það nokk- „Mikið á ég erfitt með að trúa því sem maður gengur nú undir manns hönd við að reyna að sannfœra mig um, allt frá Birni Grétari Sveinssyni til Davíðs Scheving Thor- steinssonar, sem sé að þarna sé oft svo voða- lega gaman. “ uð, ég mun náttúrlega íhuga mína stöðu, en ég held að þetta sé ekki svo alvarlegt. Ég mun að sjálfsögðu gegna áfram því mikla ábyrgðarstarfi sem mér hefur verið falið og við skulum bara sjá til þangað til allir verða búnir að gleyma þessu.“ Það var líka skrýtið að heyra til Þórarins V. Þórarinssonar þegar hann var að lýsa sinni djúpu sorg yfir því að Dags- brúnarmenn skyldu ekki hafa þekkt sinn vitjunartíma og sam- ið frá sér sjötíu þúsund krón- urnar eins og hann var búinn að fá formann þeirra til að gera, og þá var hann allt í einu búinn að finna nýtt vopn: Dags- brúnarmenn voru sem sé svo vitlausir og ósvífnir að þeir höfnuðu samningi sem hefði fært þeim hærri prósentuhækk- un en nokkurs staðar er verið að semja um í nágrannalönd- unum - er það misminni að hann hafi sérstaklega nefnt Norðurlöndin í þessu sam- bandi? Nú lét Þórarinn þess að vísu ekki getið hversu miklu hærri sú prósentuhækkun sem hann ætlaði Dagsbrúnarmönnum hér er þeim prósentuhækkunum sem Dagsbrúnarmönnum í öðr- um löndum er boðið upp á. Ein- hvern veginn hef ég nú grun um að það muni ekkert svo ýkja miklu. Erum við farin að bera okkur saman við Norðurlönd? En það er ekki mergurinn málsins. Skrýtnari var yfirleitt sú staðreynd að Þórarinn skyldi vera farinn að veifa tölum frá nágrannalöndunum. Það hefur nú hingað til ekki þótt góð lat- ína hjá Vinnuveitendasamband- inu að vera mikið að bera kaup hér saman við önnur lönd, auð- vitað og einfaldlega af þeirri ástæðu að í margfrægum ná- grannalöndunum og á Norður- löndunum ekki síst eru laun svo miklu hærri en hér. Það getur sem sé verið að Dagsbrúnar- menn og Framsóknarkonur á Norðurlöndunum v þurfi bara ekki svo ýkja mikla prósentu- hækkun; það getur meir en ver- ið að almennt launafólk þar hafi ekki þurft að taka á sig við- líka skerðingu á kjörum sínum og fólk hefur orðið að gera hér á landi síðustu árin. Kannski Þórarinn hafi líka verið orðinn ósköp þreyttur þegar hann gaf færi á þessum samanburði, sem ævinlega hef- ur verið eitur í beinum vinnu- veitenda. Kannski þetta séu allt saman ein stór mistök - þessi samningalota og allt það karp sem henni fylgir og hefði átt að vera búið að leysa fyrir langa löngu. Kannski erum við bara orðin of góðu vön, eftir þjóðar- sáttartímann, þegar verkalýðs- hreyfingin sýndi atvinnurek- endum stöðugan skilning; kannski er það bara þess vegna sem þessi vinnubrögð nú virð- ast svona ótrúlega frumstæð og allt stórskrýtið sem menn taka sér fyrir hendur. Og allra skrýtnast náttúrlega að verkfallið sem nú er hafið, verkfallið sem sjálfur formaður Dagsbrúnar, misskildi svo al- gerlega, það stendur enn sem komið er helst á bensínstöðvun- um og við höfnina. Fyrirtækin sem Þórarinn segir svo strang- lega að hafi bara alls ekki efni á sjötíu þúsund króna lág- markslaunum eru því olíufélög- in og Eimskip. Pistill Illuga var fluttur í Morgunútvarpi Rásar 2 í gœr.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.