Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Blaðsíða 10
Sýningu Kristjáns
Guðmundsssonar að
Ijúka
Síðustu sýningardagar á sýn-
ingu Kristjáns Guðmundssonar
í Gallerí Ingólfsstræti 8.
Kristján Guðmundsson er
einn af okkar allra fremstu
samtímalistamönnum og er
verk hans að finna á söfnum
víða um heim. Á þessari sýn-
ingu eru íjögur ný verk og eru
listunnendur dagsins í dag
hvattir til að láta ekki þessa
sýningu fram hjá sér fara, en
henni lýkur sunnudaginn 23.
mars.
Sýningar í Norræna
húsinu
Laugardaginn 22. mars kl. 16
opnar Sigurður Þórir sýningu á
málverkum í sýningarsal Nor-
ræna hússins. Sýningunni lýkur
6. apríl.
í anddyri Norræna hússins
stendur yfir sýningin Tákn dag-
renningar, sem norski arkitekt-
inn, píramídafræðingurinn og
rithöfundurinn Bodvar Schjel-
derup hefur sett saman. Sýn-
ingunni lýkur 9. apríl.
Myndlist í Tehúsinu
Laugardaginn 22. mars kl. 16
opnar Ragnhildur Stefánsdóttir
myndhöggvari sýningu á skúlp-
túr í Tehúsinu í Hlaðvarpanum,
Vesturgötu 3. Tehúsið stendur í
garði Hlaðvarpans og er
minnsta myndlistarhús Iands-
ins.
Verkið nefnist Einvera og er
unnið í gips og gúmmí á þessu
ári.
Sýningin stendur til 20. apríl
og er opin einu sinni í viku, á
laugardögum milli kl. 14 og 17.
Þess á milli er unnt að skoða
sýninguna allan sólarhringinn,
inn um glugga Tehússins.
Dönsk hönnun
Sýning danska hönnuðarins
Nönnu Ditzel á húsgögnum,
vefnaði og skartgripum stendur
yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Henni lýkur á sunnudaginn,
23. mars.
Að sögn Nönnu er þetta ein
besta sýning hennar og salur-
inn vel til fallinn að sýna hluti
hennar.
Gallerí Fold
Sunnudaginn 23. mars lýkur
sýningu á málverkum Soffi'u
Sæmundsdóttur í baksal Galler-
ís Foldar við Rauðarárstígs. Á
sama tíma lýkur kynningu á
tréristum Drafnar Friðfinns-
dóttur í kynningarhorni galler-
ísins.
Málþing um stefnu-
mótun í kennslu raun-
greina
Laugardaginn 22. mars, milli
kl. 9 og 16, efna Félag raun-
greinakennara og Samlíf, félag
líffræðikennara til opins mál-
þings um stefnumótun í
kennslu raungreina. Málþingið
er liður í vinnu félaganna við
nýja aðalnámskrá fyrir grunn-
og framhaldsskóla sem taka
mun gildi haustið 1998.
Málþingið verður haldið í
húsakynnum MH, stofu 29. Allir
velkomnir
Málþing um stöðu
samfélagsgreina
Málþing um stefnumótun í
kennslu samfélagsgreina vegna
fyrirhugaðrar endurskoðunar
námskrár verður haldið laugar-
daginn 22. mars kl. 10-15 í
stofu 201 í Odda. Flutt verða
stutt erindi um málefni tengd
samfélagsgreinum. Umræður í
hópum og niðurstöður kynntar.
Þeir sem vilja hafa áhrif á
mótun nýrrar námskrár eru
hvattir til að mæta.
Fræðslufundur Nátt-
úrufræðafélagsins
Mánudaginn 24. mars kl. 20.30
verður haldinn næsti fræðslu-
fundur Hins íslenska náttúru-
fræðifélags á þessum vetri. Á
fundinum flytur Ólafur Einars-
son, fuglafræðingur á Náttúru-
fræðistofnun íslands, erindi
sem hann nefnir: Álftir, heima
og að heiman. í fyrirlestrinum
greinir hann frá rannsóknum
sem staðið hafa frá 1994 til árs-
loka 1996, þar sem fylgst hefur
verið með farfiugi álftanna.
Fundurinn verður haldinn í
stofu 101 í Lögbergi, lagadeild-
arhúsi Háskólans (ath. ekki
Odda). Fræðslufundir félagsins
eru öllum opnir og aðgangur er
ókeypis.
Þrek og tár
Nú á sunnudag, 23. mars, er
síðasta sýning á hinu geysi-
vinsœla leikriti Ólafs Hauks
Símonarsonar, Þreki og tár-
um, sem gengið hefur fyrir
fullu húsi í Þjóðleikhúsinu
síðan í september 1995. Sýn-
ingar eru nú orðnar 85 tals-
ins og hefur ekkert annað ís-
lenskt leikrit verið sýnt jafn
oft í einni lotu á Stóra svið-
inu. Þrek og tár verður að
víkja vegna plássleysis, því
rýma þarf fyrir nœstu frum-
sýningu á Stóra sviðinu sem
er Fiðlarinn á þakinu.
Með nokkur helstu hlutverk
fara Hilmir Snœr Guðnason,
Edda Heiðrún Backman, Jó-
hann Sigurðarson, Edda
Arnljótsdóttir, Gunnar Eyj-
ólfsson, Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, Stefán Jónsson
og Anna Kristín Arngríms-
dóttir. Tamlasveitin leikur
og syngur.
Lífog^c^
Kvöldnámskeið um
lestur Biblíunnar
í Dymbilvikunni, þriðjudags-
kvöldið 26. mars, hefst nám-
skeið á vegum Endurmenntun-
arstofnunar Háskólans um
Biblíuna, sögu hennar, tilurð,
áreiðanleika og áhrif. Nám-
skeiðið er haldið fimm kvöld
alls og lýkur því 23. apríl nk.
Kennari verður Sigurður
Pálsson guðfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Hins íslenska
Biblíufélags.
Skráning og upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Endur-
menntunarstofnunar Háskólans
í síma 525 4923-24.
Myndlistin og verald-
arvefurinn
Föstudaginn 21. mars kl. 14
heldur Douglas Davis fyrirlest-
ur á Kjarvalsstöðum um verald-
arvefinn og myndlistina.
Douglas Davis er heimskunn-
ur gagnrýnandi, fræðimaður og
myndlistarmaður sem hefur
sérhæft sig í gerð myndlistar-
verka á veraldarvefnum. Hann
mun Qalla um listræna mögu-
leika veraldarvefsins og þau
áhrif sem hann getur haft á eðli
listaverka og hugmyndir manna
um list- og höfundarhugtakið.
Aðgangur ókeypis á meðan
húsrúm leyfir.
Laugardagsgangan
Vikuleg laugardagsganga Hana
nú í Kópavogi verður á morgun.
Lagt af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað
molakaffi.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag,
föstudag, Guðmundur stjórnar.
Göngu-Hrólfar fara í létta
göngu um bæinn kl. 10 laugar-
dag frá Risinu, Hverfisgötu 105.
Kaffi á könnunni.
Næst síðasta sýning á leikrit-
inu Ástandið verður í Risinu kl.
16 á laugardag, síðasta sýning
sunnudag kl. 16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi
Spiluð verður félagsvist að
Fannborg 8 (Gjábakka) í kvöld
kl. 20.30.
Ilúsið öllum opið.
Opinn miðilsfundur
Með ÞórhalU Guðmundssyni,
miðli, verður haldinn í íþrótta-
húsi Breiðabliks, Dalsmára 5,
Kópavogi, 25. mars nk. kl.
20.30. Húsið verður opnað kl.
19.30.
Aðgangseyrir er 1.000 krón-
ur. Forsala er hafin í afgreiðslu
íþróttahússins (s. 564 1990)
Módelkvöld
Kaffi Reykjavík býður öllum
„módelum" sem hafa starfað
við módelstörf meira eða minna
sl. 30 ár á Kaffi Reykjavík næst-
komandi laugardagskvöld kl.
20.
Allir þeir sem hafa áhuga á
að sýna sig og sjá aðra og riija
upp gamlar og skemmtilegar
minningar frá liðnum árum eru
velkomnir.
Félag fráskilinna
Fundur verður í kaffihúsinu Tíu
dropum, Laugavegi 27, föstu-
daginn 21. mars kl. 20. 30. Fé-
lagsfólk fjölmennið og takið
með ykkur gesti. Kaffiveitingar.
Nýir félagar velkomnir.
Örkuml í Hinu húsinu
Hljómsveitirnar Örkuml og
Gaur spila á síðdegistónleikum
föstudaginn 21. mars í Hinu
húsinu kl. 17. Örkuml er án ef
fremsta pönkhljómsveit bæjar-
ins, en hún hefur nýlokið upp-
tökum á breiðskífu sem
væntanleg er innan skamms.
Hljómsveitin Gaur er ung og
efnileg hljómsveit úr Garðabæ
skipuð þremur ungum mönnum
og tóku þeir þátt í músíktil-
raunum 1997.
Tónleikarnir heíjast stund-
víslega klukkan 17.
Todmobile á Húsavík
og Borgarnesi
Hljómsveitin Todmobile leikur á
Hótel Húsavík á föstudags-
kvöldið og er aldurstakmark 16
ár. Þetta er fyrsti dansleikur
Todmobile á Húsavík frá upp-
hafi, en sveitin hefur áður hald-
ið tvenna tónleika þar.
Laugardagskvöldið 22. mars
verður Todmobile svo með
dansleik í Hótel Borgarnes og
er það fyrsti dansleikur Todmo-
bile á Vesturlandi í næstum
fjögur ár.
Úrslitakvöld Músiktil-
rauna
Úrslitakvöld Músiktilrauna
Tónabæjar verður í kvöld,
föstudaginn 21. mars, og hefst
klukkan 20.
Þær hljómsveitir sem þegar
hafa komist áfram á tilrauna-
kvöldunum eru Spitsign, Ebe-
neser, The Outrage, Andhéri,
Drákon, Woofer, Flasa og Tríó
Óla Skans. 2-3 hljómsveitir bæt-
ast við í kvöld á sjálft úrslita-
kvöldið.
Gestahljómsveit er Botnleðja.
Múller. Löngum hafa menn litið
svo á að í þessum 24 löginn rísi
sköpunargáfa Schuberts hæst.
Forsala aðgöngumiða er í
Bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18, en miðasala er
opin í Kirkjuhvoli við Vídalíns-
kirkju í Garðabæ milli 15 og 17
tónleikadaginn. Miðaverð er
1.400 krónur.
Trúðaskólinn
Síðasta sýning á leikritinu
Trúðaskólanum eftir Karl
Waechter verður sunnudaginn
23. mars. Trúðaskólinn var
frumsýndur á Stóra sviði Borg-
arleikhússins í byrjun nóvem-
ber og hefur leikritið verið sýnt
allar helgar síðan og aðsókn
verið með ágætum.
Trúðaskólinn telst til sígildra
barnaleikrita og hefur verið
sýnt um allan heim við einstak-
ar vinsældir. Að sumra áliti eitt
fyndnasta barnaleikrit sem
skrifað hefur verið.
Heimur Guðríðar í
Kópavogskirkju
Á pálmasunnudag verður Ieik-
ritið Ileimur Guðríðar: Síðasta
heimsókn Guðríðar Símonar-
dóttur í kirkju Hallgríms, eftir
Steinunni Jóhannesdóttur sýnt í
Kópavogskirkju. Sýningin hefst
kl. 17.
í leikritinu er á áhrifamikinn
hátt rakin ævi- og píslarsaga
Guðríðar Símonardóttur. Hún
var í hópi tæplega 400 íslend-
inga sem rænt var í Tyrkjarán-
inu 1627, og ein fárra úr þeim
hópi sem náðu aftur heim til ís-
lands. Á heimleið kynntist hún í
Kaupmannahöfn Hallgrími Pét-
urssyni, en sambúð þeirra stóð
til æviloka og hefur löngum
vakið þjóðinni forvitni og jafn-
vel hneykslun.
100. sýning á Bar pari
Leikritið Bar par eftir Jim Cartwright hefur verið sýnt við
miklar vinsœldir síðan haustið 1995. Sýningin er á Leyni-
barnum í Borgarleikhúsinu og sitja leikhúsgestir við borð og
geta notið veitinga meðan á sýningu stendur.
100. sýningin verður laugardaginn 22. mars kl. 20.30 og
virðist ekkert lát á aðsókn. Til stóð að þetta yrði jafnframt
síðasta sýning en vegna mikillar aðsóknar er í athugun að
hafa örfáar sýningar eftir páska.
Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson leika öll hlutverkin
sem eru bœði margvíslegir persónuleikar og á ýmsum aldri.
Vetrarferð Schuberts
Fimmtu tónleikar Schubert há-
tíðarinnar í Garðabæ verða
haldnir laugardaginn 22. mars
kl. 17. Þar mun hollenski bar-
ítónsöngvarinn Hans Zomer
flytja ljóðaflokkinn Vetrarferð
eftir Franz Schubert. Við hljóð-
færið er Gerrit Schuil. Tónleik-
arnir eru haldnir í Kirkjuhvoli
við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Schubert samdi Vetrarferð-
ina árið 1827, rúmu ári áður en
hann dó, við ljóð eftir Wilhelm
Fagra veröld
Síðasta sýning á leikritinu
Fögru veröld eftir Karl Ágúst
Úlfsson og Gunnar Reyni
Sveinsson verður í dag, föstu-
dag, kl. 20. Fagra veröld er af-
mælissýning Leikfélags Reykja-
víkur og var frumsýnd á 100
ára afmæli þess þ. 12. janúar
sl. Sýningin er byggð á ljóðum
Tómasar Guðmundsssonar.
Tónlistin er eftir Gunnar Reyni
Sveinsson.