Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 1
Verið viðbúin vinningi! JÉS JDagur-^tmmn Góða helgi! Blað Laugardagur 22. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 57 tbl. STEFNA EKKII LANDSMÁLAPÓLITÍK Hin ný/cjörna forysta Stúd- entaráðs: Haraldur Guðni Eiðsson, formaður, og Dalla Ólafsdóttir, framkvœmda- stjori. Mynd: E ÚI. * hugum nýkjörinnar forystu Stúdentaráðs, þeirra Döllu Ólafsdóttur og Haralds Guðna Eiðssonar, er sú stað- reynd að þau séu bœði börn þekktra stjórnmálamanna aukaatriðl „Við höfðum ekki einu sinni áttað okkur á þessu. En fréttamenn hafa verið að benda okkur á þetta, “ segja þau. Hagsmunir stúdenta eru þeim hinsvegar mikið hjartans mál og fyrir þeim hyggjast þau berjast á komandi ári. „Um þessar mundir er helsta baráttumálið hiklaust að fá ný og bætt lánasjóðslög. Við erum að bíða eftir frumvarpi og erum spennt að sjá hvort orð forsæt- isráðherra muni standa um að samtímagreiðslur verði teknar upp sem og lækkun á endur- greiðslubyrði,“ segir Haraldur Guðni, hinn nýi formaður Stúd- entaráðs. Önnur knýjandi mál eru á dagskrá og Dalla, sem tekur brátt við stöðu fram- kvæmdastjóra ráðsins, nefnir m.a. aðstöðumun kynslóða. „Nú, þegar ný lög verða væntanlega samþykkt á þing- inu, viljum við að skoðað verði samspil jaðarskattakerfisins og húsnæðiskerfisins fyrir ungt fólk. Því er í rauninni gert ókleift að standa í húsnæðis- kaupum að loknu námi miðað við núverandi kerfi.“ Árshlé frá námi Dalla stundar nám í hagfræði og stjórnmálafræði við Háskóla íslands en aðalgreinar Haralds eru heimspeki og viðskipta- fræði. Hinar nýju stöður kreíj- ast hinsvegar að þau taki sér árshlé frá námi en starf for- manns og framkvæmdastjóra eru einu launuðu störfin á veg- um Stúdentaráðs. Hinir frægu feður þeirra Döllu og Haralds Guðna, sem minnst var á hér að framan, eru þeir Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti, og Eiður Guðnason, sendiherra og fyrrverandi um- hverfisráðherra. En þó feður þeirra hafi báðir starfað sem stjórnmálamenn og þau Dalla og Haraldur Guðni séu nú á kafi í stúdentapólitík telja þau það fremur vera undantekn- ingu en reglu að nemar í stúd- entaráði eigi foreldra sem séu í pólitík. „Vissulega var rætt um pólit- ík á mínu heimili en það var ekki það eina sem rætt var um. Ástæðan fyrir að ég fór út í stúdentapólitík er sú að ég hef áhuga á Háskólanum og há- skólasamfélaginu sem ég hef verið hluti af í nokkur ár. Ekki vegna þess að ég hafi í hyggju að fara í landsmálapólitík. í mínum huga er þetta tvennt ólíkt,“ segir Haraldur. Og Dalla tekur í sama streng: „Ég er alin upp í umhverfi þar sem stjórnmál og þjóðmál eru mikið rædd og hef vanist þeirri hugsun að ágætt sé að láta rödd sína heyrast. En það að fara í stúdentapólitík er engin bein tenging við landsmálapólitík." AI MAÐURVIKUNNAR Litli Jakinn Halldór Björnsson er maðin- vik- unnar eftir óhappið með lýðræðið í „stóru“ litlu úlfa- hjörðinni. Þórarinn V. kunni að velja þeim lýsinguna, en Halldór formaður vissi greini- lega ekki í hvaða hjörð hann var kominn. Alltaf slæmt þeg- ar menn klikka á smáatriðum eins og að vera ekki búinn að semja um niðurstöðu í at- kvæðagreiðslu fyrirfram. Hvað um það. Halldór verður í eldlínunni um helgina og sópar saman brotunum og kreistir út 70 þúsund kallinn í hvelli. Þetta er lifsspursmál fyrir þjóðina: okkert bensín - ekkert h'f; enginn rjómi - eng- ar fermingar og nóg er nú kirkjan búin að ganga gegn- um á þessu annus horribilis! Ilalldór, nú er að standa sig, annars taka úlfarnir VSÍ-Rauðhettuna!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.