Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 22. mars 1997 ílagmr-ÍEínthm The English Patient: Gamaldags epísk stórmynd + klassískir breskir eðalleikarar = óskar? Ásgeir T. Ingólfsson skrifar Aðfaranótt þriðjudags verða óskarsverðlaunin veitt í 69. sinn og þrátt fyrir að slúðurblöðin blási upp fréttir af því hvað kjóllinn hennar Sharon Stone sé flottur eða hvað slaufan á Kevin Costner sé nú smekkleg verða allir búnir að gleyma því eftir nokkur ár. Aftur á móti getur ein lítil stytta stundum ráðið úrslitum um hvort leikari sé gleymdur og grafinn eða í hópi með goðsögnum á borð við Brando, Bogart, Hepburn og co. eftir eins og hálfa öld. En hverjir hreppa alla litlu gulu karlana í ár? Besta mynd Þetta er sterkari hópur heldur en í fyrra en það eru aðeins r Oskarsverðlaimin tvær sem virðast eiga mikla mögu- leika. Fargo er of gömul (frumsýnd í USA í febrúar), of svört og hreinlega ekki nógu góð, Jerry Maguire var ekki tilnefnd fyrir leikstjórn og er, eins og Secrets and Lies, einhvern veginn alltof lítil (les- ist: venjulegt fólk í venjulegum aðstæðum). Þetta verður því líklega ein- vígi á milli The English Patient og Shine, þar sem sú fyrr- nefnda er mun sigurstranglegri. Hún fékk flestar tilnefningar, er gamaldags og rómantísk og minnir Fær Tom Crusie loksins óskarinn þannig fólk í Hollywood á myndirnar sem það hélt að enginn kynni að gera lengur (Lawrance of Arabia og Doctor Zhivago). Ekki skemmir fyrir að myndin er byggð á Booker- verðlaunasögu Michael Onda- atje. Shine hefur aftur á móti margt sameiginlegt með My Left Foot og gæti komið á óvart - aftur. Mín spá: The English Patient Shine Secrets and Lies Jerry Maguire Fargo Besta leikstjórn Mynd og leikstjórn fylgist oftast að, þann- ig að Milos Forman á vart möguleika. Þetta verður því hklegast á milli Minghella (The English Patient) og Hicks (Shine) en þó eiga Coen og Leigh meiri möguleika hér en fyrir bestu mynd, vegna þess að báðir hafa ver- ið mikilsvirtir til langs tíma og raunar óskiljan- legt af hverju Coen- bræðurnir voru ekki frekar til- nefndir fyrir næstu tvær myndir þeirra á undan Fargo (Barton Fink og The Hudsucker Proxy) sem voru mun betri. En spáin er... Anthony Minghella - The English Patient Scott Hicks - Shine Mike Leigh - Secrets and Lies Joel Coen - Fargo Milos Forman - The People vs. Larry Flint Besti leikari Það kom ekki á óvart að Woody Harrelson fengi tilnefningu, en það kæmi verulega á óvart ef hann ynni. Það að Billy Bob Thornton skyldi svo mikið sem fá tilnefningu fyrir Sling Blade (sem hann leikstýrir einnig og skrifar handritið að) er krafta- verk og kraftaverk endurtaka sig sjaldnast. Baráttan virðist því vera á milli Rush, Fiennas og Cruise. Fiennas er í miklu uppáhaldi á þessum bæ, en möguleikar hans í þetta skiptið virðast ekki miklir. Tom Cruise hefur siegið í gegn með Jerry Maguire, hans besti leikur til þessa, og er sig- urstranglegastur. En fyrir átta árum var hann líka talinn sig- urstranglegur fyrir Born on the Fourth of July. Þá tapaði hann fyrir Daniel Day-Lewis, sem þá, eins og Geoffrey Rush nú, var óþekktur, lék listamann (líkt og Rush) sem þurfti að berjast við sjúkdóm sem að miklu leyti stjórnaði lífi hans (rétt eins og Rush). Brenda Fricker (mamma Day-Lewis í My Left Foot) vann að auki óskarinn og Armin Muller-Stahl (pabbi Rush í Shiner) tilnefndur nú. Sagan virðist vera að endurtaka sig en ég ætla samt að spá Cruise sigri. Tom Cruise - Jerry Maguire Geoffrey Rush - Shine Ralph Fiennas - The English Patient Woody Harrelson - The People vs. Larry Flint Billy Bob Thornton - Sling Blade Besta leikkona Baráttan hér virðist mun jafn- ari en hjá karlmönnunum. Eftir mörg mögur ár sló Diane Kea- ton aftur í gegn með The First Wives Club og er nú tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir Marvin’s Room. En þó Keaton (sem vann fyrir nítján árum fyrir Annie Halt) sé eina stjarnan í þessum hópi þá er hún samt einna ólík- legust því að þrátt fyrir ótrúlegt leikaralið (auk Keaton leika Meryl Streep, Robert De Niro

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.