Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Síða 7
Klassík, heimildamyndir, bíómyndir og annað hátíðlegt páskaefni verður á skjám þeirra landsmanna sem hyggjast verja páskafríinu að einhverju leyti fyrir framan sjónvarpið. Merkilegasta dagskrárliðinn verður að telja frumsýningu Stöðvar 2 á fyrsta þœtti um Fornbókabúðina á sjálfan páskadag. Nú eiga orðin „loksins, loksins“ við því langt er síðan íslensk gamanþáttasyrpa hefur borið fyrir augu okkar. Elín Hirst hefur ekki setið auðum höndum undanfarið heldur unnið heimildamyndina Fangarnir á Mön sem sýnd verður í sjónvarpinu (fóstudaginn langa). Stöð 2 og Sjónvarpið veðja bœði á að klassískir breskir kvenhöfundar hœfi vel páskaskapi áhorfenda. Á fóstudaginn langa sýnir Stöð 2 sjónvarpsmynd um Jane Eyre eftir sögu Charlotte Bronte og sama kvöld sýnir Sjónvarpið Emmu eftir Jane Austen (Pride and Prejudice.) Bíómyndir Aldrei þessu vant er úr nógu af góðum myndum að velja nœstu daga og hafa þœr flestar nokkurt hátíðayfirbragð. Þýska verðlaunamyndin Gabbið (skírdagskvöld) seg- ir frá því þegar manni nokkrum tókst að selja Stern dagbœkur Hitlers. Síðar sama kvöld verður Hitchcock-myndin Einkaerfinginn. Að lokinni Emmu á fióstudaginn langa fáum við samúð með hinni lúbörðu sveitasöngkonu Lorettu Lynn í kvikmynd- inni Dóttir kolanámumannsins. Það sem eftir lifir páskafrís verða m.a. sýndar Hróp á frelsi, þriggja þátta sjónvarpssería eftir skáldsögu Sigrid Undset um Kristínu Lavr- ansdóttur og kvikmynd Friðriks Þórs A köldum klaka. Stöð 2 verður að venju enginn eftirbátur ríkissjónvarpsins í sýningum á bíómynd- um. Á eftir Jane Eyre á föstudagskvöldið verður mynd af léttara taginu, Á leið út í lífið þegar, „kynlíf var hœttulaust og efnahagurinn blómstraði". Appollo 13 verður sýnd á páskadagskvöld og á undan Braveheart á laugardagskvöldið verður áhorf- endum gefin innsýn í raunir einstœðra feðra „sem fá börnin til sín um helgar með öllu sem þvífylgir". Fyrir utan hefðbundnar morgunstundir gerir Ríkissjónvarpið ekkert sérstak börn- um til hátíðabrigða um páskana en Stöð 2 sýnir Skýjahöllina eftir Þorstein Jónsson kl. 20 á föstudaginn langa og verður áreiðanlega vel þegin. Jane Eyre átti erfiða æsku. Gjafvaxta verður hún ástfangin af ríkum vinnuveitanda sínum en til allr- ar óhamingju virðist ástin ekki endurgoldin... Að- alper- sónur Fornbóka- búðarinnar eru eigendurnir Rögnvaldur (Ing- var Sigurðsson) og Björn (Guðmundur Ól- afsson). Gerólíkir menn, annar í basli með stóran barnahóp en hinn piparsveinn. Með á myndinni eru nokkrir fastagestir þeirra. Emma hefur allt til alls en getur ekki á sér setið með að skipta sér af ástarlífi annars fólks - oft með hörmulegum afleiðingum... SKÍROAGUR 2 7. MARS 14.30 iþróttaauki. 15.00 Handbolti. Bein útsending frá leik í undanúrslitum islandsmótsins. 16.45 Leióarljós (609) (Guiding Light). Bandariskur myndaflokkur. 17.30 Fréttir. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá sunnudegi. 18.25 Tumi (22:44) (Dommel). Hollenskur teiknimyndaflokkur um hvuttann Tuma og fleiri merkispersónur. 18.55 Ættaróöaliö (11:12) (Brideshead Revisited). Breskur myndaflokkur frá 1981, gerður eftir samnefndri sögu breska rithöf- undarins Evelyn Waugh. 19.50 Veóur. 20.00 Fréttir. 20.30 Fólkið sem lifir (2:2). Hver er munur- inn á að alast upp í fjallasal og leiktækjasal? Sigurbjörn Aöalsteinsson heldur áfram ferð sinni um gamalt efni Kvikmyndasafns Is- lands. Tónlistina samdi Eyþór Arnalds. 21.00 Vestfjarðavíkingurinn 1996. Þáttur um aflraunakeppnina Vestfjaröavíkinginn sem haldin var í júlí sl. í fjóröa sinn á sunn- anveröum Vestfjörðum. 21.55 Gabb (Schtonk). Þýsk verölaunamynd frá 1992 um eitt mesta hneykslismál I Þýskalandi á seinni árum. Maður nokkur seldi útgáfufélagi dagbækur Hitlers en sein- na kom I Ijós aö þær voru falsaðar. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna 1993. 23.55 Einkaerfinginn (The Family Plot). Bandarisk spennumynd frá 1976. Par sem er að leita að erfingja mikilla eigna rekst á óheiöarleg hjón og veröur þátttakandi í dem- antaráni og morötilraun. Kvikmyndaeftirlit rtk- isins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 12 ára. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 09.00 Doppa og kanínan. 10.15 Bíbí og félagar. 11.10 Maríanna fyrsta. 11.35 Listaspegill. 12.00 í sjávardjúpum (Atlantis). Óður frans- ka leikstjórans Luc Bessons til hafsins. 13.15 Heiöa (1:2). (Heidi). Þessi fallega og skemmtilega framhaldsmynd er gerö eftir samnefndri sögu Jóhönnu Spyri. 14.50 Þrír ninjar snúa aftur (3 Ninjas Kick Back). Ninja-bardagastrákarnir þrír, ferðast alla leið til Japans. 16.15 Sígild ævintýri. 16.35 Steinþursar. 17.00 Meö afa. 18.00 Páll Rósinkranz á tónleikum. Upptök- ur frá útgáfutónleikum Páls Rósinkranz og Christ Gospel Band sem haldnir voru í í nóv- ember á síðasta ári. 19.00 19 20. 20.00 Stjörnustríð (Star Wars: Trilogy). 20.55 Englendingurinn sem fór upp hæöina en kom niður fjallið (The Englishman Who Went up a Hill but Came down a Mountain). Þessi vinsæla mynd gerist áriö 1917, á tím- um fyrri heimsstyrjaldarinnar. Enskir korta- geröarmenn koma í weiska þorpið Ffynnon Garw til að mæla prýöi staöarins, fjallið Ffynnon Garw. Aöalhlutverk: Hugh Grant, lan McNeice, Tara Fitzgerald og Colm Meaney. 22.40 Fóöurland (Fatherland). Rutger Hauer og Miranda Richardsson fara með aðalhlut- verkin. Stranglega bönnuð börnum. 00.30 Hold og blóö (e) (Flesh and Bone). Arlis er maður sem kvalinn er af fortíðinni. Hann starfar viö að ferðast á milli smábæja og fylla á vörusjálfsala. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Meg Ryan og James Caan. 1993. Stranglega bönnuð börnum. 02.35 Dagskrárlok. svn 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 íþróttaviðburðir í Asíu (Asian sport show). íþróttaþáttur þar sem sýnt er frá fjöl- mörgum íþróttagreinum. 18.00 Körfubolti um víöa veröld (Fiba Slam 2). 18.30 Meistarakeppni Evrópu. 19.15 Ítalski boltinn. 21.00 Flugásar 2 (Hot Shots! Part Deux). Léttgeggjuð gamanmynd fyrir fólk á flestum aldri! Kappinn Topper Harley er mættur til starfa enn á ný en garpurinn sá lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. í myndinni í kvöld getur bókstaflega allt gerst! Leikstjóri er Jim Abra- hams. Aöalhlutverk: Richard Crenna og hinn óborganlega Rowan Atkinson, oftast þekktur undir nafninu Mr. Bean. 1993. Bönnuð börn- um. 22.25 Lögreglan fyrir rétti (e) (One of Her Own). Sannsöguleg sakamálamynd. Toni Stroud er nýbyrjuð í lögreglunni þegar einn vinnufélaga hennar nauðgar henni. Leikstjóri: Armand Mastroianni. Aðalhlutverk: Martin Sheen og Lori Loughlin. 1994. Bönnuö börn- um. 23.50 Spítalalíf (e) (MASH). 00.15 Dagskrárlok. 8.00 Fréttir. Páskatónar. 9.00 Fréttir. 9.03 Skíðavaktin. Umsjón Magnús Einarsson. 10.00 Fréttir. Skíðavaktin. 12.20 Hádegis- fréttir. 13.00 Spurningakeppni fjólmiðl- anna. Fyrsta umferö. Umsjón Þorsteinn G. Gunnarsson. 14.00 Minning um Svavar og Ellý. Umsjón Lísa Pálsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.05 Fyrir 20 árum. Sturla, plata Spilverks þjóöanna tvítug. Umsjón Andrea Jónsdóttir. 17.00 Úr egginu. Siðir og venjur á páskum. Umsjón Anna Kristine Magnúsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir. 19.00 Kvöldfrétt- ir. Kvöldtónar. 19.55 íþróttarásin. Fjögurra liða úrslit í handbolta. 22.00 Fréttir. 22.10 Spurningakeppni fjölmiðlanna. (Áður á dag- skrá fyrr f dag.) 23.10 Kvöldtónar. 24.00 Fréttir. NÆTURÚTVARPIÐ Næturtónar á samtengdum rásum til morguns. BYLGJAN 06.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Blöndal. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.05 Hressandi morgunþáttur meö Valdísi Gunnarsdóttur. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegis- fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar. 12.10 Gullmolar Bylgjunnar í hádeginu. 13.00 íþróttafréttir. 13.10 Gulli Helga - hress að vanda. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og 16.00. 16.00 Þjóðbrautin. Síðdegisþáttur á Bylgjunni. Fréttir kl. 17.00. 18.00 Gullmol- ar. Músík-maraþon á Bylgjunni þar sem leik- in er ókynnt tónlist frá árunum 1957-1980. 19.00 19 20. Samtengdar fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 íslenski listinn. ís- lenskur vinsældalisti þar sem kynnt eru 40 vinsælustu lög landsins. íslenski listinn er endurfluttur á laugardögum milli kl. 16.00 og 19.00. Kynnir er ívar Guömundsson og framleiöandi er Þorsteinn Ásgeirsson. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Að lokinni dagskrá Stöövar 2 samtengjast rásir Stööv- ar 2 og Bylgjunnar. 9.00 Fréttir. 9.03 „Ég man þá tíð“. Þáttur Hermanns Ragnars Stefánssonar. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Snilld Leonardos. 11.00 Guösþjónusta í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Séra Hjalti Guðmunds- son prédikar. 12.10 Dagskrá skírdags. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnir og auglýsingar. 13.00 Útvarpsleikhúsið. Allt hefur sinn tíma eftir Andrés Indriðason. 14.30 Miðdegistónar. 15.00 Ný tónlistar- hljóðrit Ríkisútvarpsins. 16.00 Fréttir. 16.05 Þjóðmál og þjóðsögur. Um líf og starf þýska fræöimannsins og íslandsvinarins Konrads Maurers. Umsjón Ásgeir Eggerts- son. (Áöur á dagskrá í október 1992.) 17.00 Tónlist á síödegi. - Þjóðlög frá Bret- landseyjum í útsetningum Benjamins Brittens. Jamie Macdougall, Lorna Anderson og Regina Nathan syngja. Malcolm Martineau leikur á píanó. 18.00 Lögstígur. Þáttur um hafið í umsjá Baldurs Óskarsson- ar. Lesari Karl Guðmundsson. Kvæöamaöur Njáll Sigurösson. 18.30 A B C D. Tólf til- brigði í C-dúr K 265 eftir Wolfgang Amadeus Mozart um franska barnalagið Ah, vous dirai-je Maman. Nína Margrét Grimsdóttir leikur á píanó. 18.45 Ljóð dagsins endur- flutt frá morgni. 18.48 Dánarfregnir og aug- lýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.20 Tónlist. íslensk sönglög í útsetningum fýrir selló og píanó. Gunnar Kvaran og Selma Guömunds- dóttir leika. 19.30 Veðurfregnir. 19.50 Söngfuglarnir Rómeó og Júlfa. Smásaga eft- ir Harald Jóhannsson. Helga Bachman les. 19.48 Ástarsöngvar frá dögum Rómeós og Júlíu. Musica Antiqua flytur. 20.00 Tónllst- arkvöld í dymbilviku. Frá Schubert-tónleik- um í Palais. 21.20 Tónlist á síðkvöldi. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Orð kvöldsins Valgeröur Valgarðsdóttir flytur. 22.20 Er yfir hrundi askan dimm. 23.10 Andrarimur. Þáttur Guðmundur Andra Thors- sonar. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.