Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Side 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Side 11
iDctgur-Œhtmm Miðvikudagur 26. mars 1997 - 23 RADDIR FÓLKSINS Iistagilið er hættulegur staður! Síðastliðinn laugardag, 22. mars, varð undirritaður vitni að því þegar ekið var á fjögurra ára gamla stúlku í Kaupvangsstræti, eða Listagil- inu, á Akureyri. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinningum, sem fara í gegnum huga manns þeg- ar slflct gerist - skelfing, hryll- ingur og reiði. Á óskiljanlegan hátt slapp stúlkan við alvarleg meiðsli, en illa leit þetta út. Hugur ijögurra ára gamals barns er óútreiknanlegur og fjarlægðar-, heyrnar- og sjón- skyn annað en hjá fullvaxta fólki. Ungi ökumaðurinn, sem varð fyrir þeirri ógæfu að aka á stúlkuna, á mína samúð, því erfitt var fyrir hann að átta sig á hættunni þegar stúlkan hljóp skyndilega út á götuna og fyrir bílinn. Sem betur fer breyttist ólán ökumannsins í lán, þegar í ljós kom að stúlkan var lítið slösuð. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu atviki er sú að ég get ekki betur séð en að ófremdar- ástand rfki í umferðarmálum í Listagilinu og í raun er það stórhættulegt. í blíðviðrinu á laugardaginn var talsverð um- ferð gangandi fólks upp og nið- ur Kaupvangsstræti. Þarna var fólk á ferð með börn og barna- vagna og ekki er plássið mikið á þröngum gangstéttum beggja vegna götunnar. Það sem vakti óhug minn meðan ég átti tal við kunningja minn fyrir utan Listasafnið á Akureyri var hversu mikil umferð var um gil- ið og hversu greitt var ekið, einkum upp gilið. Ég leyfi mér að fullyrða að flestir óku allt of hratt miðað við aðstæður (þrengsli, gangandi vegfarend- ur og BÖRN) og sumir stunduðu þarna hreinan glannaakstur. Ég tek þó skýrt fram að það átti ekki við um ökumanninn, sem ók á stúlkuna. Hann ók hvorki hraðar né hægar en gekk og erðist. Kjarni málsins er þessi. núverandi ástandi er Listagilið hættulegur staður og einhverra úrbóta er þörf. Það er gott og blessað að brýna um fyrir mönnum að aka varlega, en ég hef litla trú á að hraðaakstur leggist af í Kaupvangsstræti við slík varnaðarorð. Aðstæður á svæðinu eru þannig að bæjaryf- irvöld verða að grípa til ein- hverra ráða. Nú er það svo að Akureyrarbær er búinn að „Hvort sem settar verða upp hraðahindr- anir, einstefna tekin upp, bílaumferð tak- mörkuð eða götunni ein- faldlega lokað fyrir bíl- um, þá sýnist mér allt betra heldur en halda fyrir augun og vona bara að lukkan afstýri þarna stórslysi. “ móta og koma í framkvæmd þeirri stefnu að í Kaupvangs- stræti fari fram margvísleg listastarfsemi. Hvort þessi stefna er gæfuleg eður ei ætla ég ekki að dæma um. Stað- reyndin er einfaldlega sú að það er búið að móta þessa stefnu. Húsin í Gilinu hafa verið gerð upp, máluð, bætt og breytt og nú eru þarna sýningarsalir, vinnustofur, kaffihús og gallerý. Þetta þýðir fólk á ferð, meira að segja talsvert af fólki. Á sama tíma get ég ekki séð að mikið hafi verið gert af hálfu bæjarins til að gera Listagilið að þægileg- um stað þar sem gott er að vera. Fyrst að búið er á annað borð að ákveða að miðstöð listalífs á Akureyri skuli vera í Kaupvangstræti, þá gengur það trauðla að gestir og gangandi skuli á sama tíma vera í stór- hættu vegna umferðarþunga og hraðaaksturs, auk óþæginda vegna hávaða, óhreininda og mengunar. Þetta fer einfaldlega ekki saman. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt mál til úrlausnar. En getur það verið að málið hafi ekki verið hugsað til enda, þeg- ar ákvörðun um listamiðstöðina var tekin fyrir nokkrum árum? í mínum huga getur núverandi ástand ekki gengið lengur. Hvort sem settar verða upp hraðahindranir, einstefna tekin upp, bilaumferð takmörkuð eða götunni einfaldlega lokað fyrir bflum, þá sýnist mér allt betra heldur en halda fyrir augun og vona bara að lukkan afstýri þarna stórslysi. Það munaði nánast engu á laugardaginn. Eftir hverju er menn að bíða? Kristján Sigurjónsson Aðstæður í Gilinu á Akureyri eru stórhættulegar að sögn greinarhöfundar. Lokum göngugötunni aftur Ijanúarmánuði síðastliðnum var sá hluti Hafnarstrætis sem kallaður hefur verið göngugata opnaður fyrir bfla- umferð. Þetta var að sögn gert vegna þrýstings frá kaupmönn- um við götuna. Tilgangurinn átti að vera sá að fá meira líf í götuna og meiri verslun kaup- mönnunum til hagsbóta. Samkvæmt viðtölum við bæj- arbúa almennt, þá ber flestum saman um að þarna hafi verið tekin afar heimskuleg ákvörð- un, að ekki sé minnst á sóunina á fé skattborgaranna, því tals- vert kostaði þessi breyting bæj- arsjóð. Heyrst hefur á kaup- mönnunum við götuna að þessi aðgerð hafi ekki haft þau áhrif sem þeir væntu, því verslun hafi ekki aukist. Enda er nú svo komið að enginn kaupmaður við götuna vill kannast við að hafa beðið um þetta. Flestir bölva vitleysunni og vilja steinkubbana burtu. Að vísu hefi ég heyrt tvo kaup- menn nefnda, sem hæst töluðu fyrir breytingunni, annar við göngugötuna, en hinn á allt sitt langt frá miðbænum. Fólk sem áður fór um helgar í göngugötuna með börnin sín segist vera hætt því vegna þeirrar hættu sem stafar af bflaumferðinni. Áður var hægt að sleppa börnunum lausum meðan foreldrarnir skoðuðu í búðargluggana og jafnvel ákváðu kaup á einhverju sem þau sáu. En þetta er ekki hægt lengur. Um mengunina sem liggur yfir miðbænum þarf ekki Hver var ávinningurinn af því að opna göngugötuna spyr Árni Valur Viggósson. að tala, hana finna allir. Mér finnst að bæjaryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að loka göngugötunni nú þegar fyrir bflaumferð. Ég skora á bæjarbúa að tjá sig opinberlega um þetta mál, ekki bara tuldra sín á milli blótsyrði og van- þóknun á þessari vitleysu. Svo vil ég meina að gáfulegt væri að loka Skipagötunni fyrir umferð frá Ljósmyndastofu Páls að Strandgötu og gefa fólki kost á því að ganga þar, óáreitt af bflaumferð. Bflar hafa ekkert þarna að gera, annað en eyðileggja fokdýra hellulögn og skapa hættu fyrir gangandi fólk. Það er nóg af góðum bfla- stæðum steinsnar frá göngugöt- unni og ég ætla ekki samborg- urum mínum það að þeir nenni ekki að ganga þennan spöl að þeirri þjónustu sem veitt er á þessu svæði. Árni Valur Viggósson. 9" Hafið þið lent í að vera nýbúin að naglalakka ykkur, gleyma því örstutta stund og reka putt- ana í einhvern Ijandann...og allt ónýtt? Rosa- lega pirrandi! Nýjar teiknimyndir eru auglýstar sem tilvaldar páskagjafir. Eru jólagjafirnar og fermingargjaf- irnar ekki nóg? Meinhorninu barst á dögunum kvörtun frá Ak- ureyringi um stuttan afgreiðslutíma hjá Flutn- ingamiðstöð Norðurlands (FMN). Þar mun af- greiðslunni vera lokað klukkan Ijögur, löngu áð- ur en allir bflar eru komnir í bæinn. Ákaflega bagalegt fyrir viðskiptavini sem eru að bíða eftir sendingum, sagði við- mælandi meinhorns. Þar sem meinhorn hefur af því líf og yndi að agnúast út í allt og alla er þessu hér með komið á framfæri. Skemmtilegra að vera glaður Hverju orði sannara og rat- aði úr munni leikkonunnar Mae West aftan á nýútkomn- um bæklingi sem inniheldur vísur sem kjarnorkukvendið Unnur Halldórsdóttir, fyrr- verandi formaður Heimilis og skóla, hefur skrifað í gegnum tíðina fyrir árshá- tíðir, skemmtanir og ýmsa mannfagnaði. Þar sýnir hún á sér töluvert aðra hlið en menn eiga að venjast og skulu hér tilfærð dæmi. Hið fyrsta er Tilbrigði við Ríðum, ríðum sem sungið var á kvennakvöldi Fáks fyrir einhverjum árum. (Textinn á að vera við lagið Ríðum, ríð- um en þrátt fyrir endurtekn- ar tilraunir tókst undirrit- aðri ekki að komast í gegn- um hann með því laginu): Ríbum og ríðum og rekum yfir sandinn ríðum sem Jjandinn, sláum í gandinn, svo að slettisl til landinn, hei! Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn ríðum sem Jyandinn, sláum í gandinn, þetta er stórkostleg reið. Eftir andartak þá œjum við, og annan sopa þœgjum við. Pótt af drykkju varla dœjum við, við komum drullufullar heim! Rnmannsrannir Unnur er líka fyrrverandi bóndi og pakkaði raunum hins vonglaða framkvæmda- manns snyrtilega saman í nokkrar vísur sem koma hér á eftir, að frátalinni fyrstu vísunni. (Þetta skal sungið við lagið Ég bý í sveit og gekkst það í þetta sinn prýðilega saman við text- ann): Ég byrjaði bú með blómlega kú, tvœr bykkjur og dáldið af hœnum. Ég fyllti mitt Jjós þá fyrst kom í Ijós, að mjólk var of mikil í bœnum. Með brosi á vör þeir buðu Jin kjör ef fullvirðisréttinn ég léti. Eg auranafékk og í það svo gekk að auka hér framboð á keti. Ég breytti í svín það voru mistökin mín, því ógurlegt offramboð gerði. Minn síðasta grís ég seldi í SÍS, á algjöru afsláttarverði. Ráðamenn hér þá ráðlögðu mér, að rœkta nú refi og minka. Ég styrkinn minn fékk til starfa ég gekk, á skuldnum skyldi ég grynnka. Ég vann og ég vann en vitaskuld fann, að allt var í andskotans tapi. í sautjánda sinn svo lœkkuðu skinn, var von nema á versnandi skapi? Ég er ekki lens nei, enn á ég séns, nú hætti ég voli og vœli. Ég sé fyrir rest að þörfin er mest, fyrir myndarlegt megrunar- hœli!!!!! Umsjón: Lóa Aldísardóttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.