Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Qupperneq 1
|Bagur-tEtmtmt LIFIÐ I LANDINU Þriðjudagur 22. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 75. tölublað Blað Mynd: GS Rífur vænan fisk úr roði s g finn mikinn mun á fólki hér á Akureyri og fyrir sunnan. í Reykjavík er öllum sama um allt og alla. Hér er fólk eðlilegt og sjálfum mér líkt. Ég nefni sem dæmi að hér við Hafnarstrætið var ég búinn að standa í golunni í allan morgun, þegar hingað kom kona sem sá aumur á karh og gaf honum bolla með heitri súpu. Og stundum þegar Böðv- ar og hans fólk í Akureyrarapó- teki eru að drekka morgunkaff- ið sitt þá kemur einhver af starfstúlkunum hans hingað yf- ir götuna og gefur mér smurt brauð og kaffl á brúsa,“ segir síldarspekúlantinn Bergur Hall- grímsson. Vorþeyr í lofti Það er kominn vorþeyr í loftið á Akureyri. Það má meðal annars merkja af því að Bergur er kominn norður eftir nokkurra mánaða vetrarhlé, og þar stendur hann nú sína plikt dag- ana langa og selur sfld og ann- að hnossgæti. Flatkökur og þrumara frá Grími Arnarsyni, flatkökukóngi á Selfossi, harð- flsk frá Borgarflrði eystra og satlflsk sunnan úr Grindavík. -Ég er hér á Akureyri alltaf aðra hverja viku frá í aprfl og fram í desember ef ég get. Er þá að jafnaði ijóra virka daga hér og síðan allar helgar í Kola- portinu í Reykjavík. Hina vik- una, sem ég er ekki hér, nota ég svo til aðdrátta fyrir sfldarverk- un þá sem ég starfræki í Hafn- aríirði." Nafn Bergs Hallgrímssonar rís sjálfsagt hæst sakir þess að um þriggja áratuga skeið rak hann sfldarvinnsluna Pólarsfld á Fáskrúðsfirði - þar sem hann hafði þegar best lét á þriðja hundrað manns í vinnu og gerði úr þrjá báta. En nú er hún Snorrabúð Stekkur og fyrir um þremur árum hætti Bergur sfld- arútgerð sinni. Hætti rekstri eystra og flutti suður. Það er síðan annar handleggur og stórmerkilegt hvað þetta eina orð, suður, hefur mikla merk- ingu. Og þótt það í raun og sann standi ekki fyrir nema eitt strik af 360 í kompásnum - er það á stundum samnefnari fyrir héraðsbrest og þaðan af verri tíðindi. Clausen-bræður góðir kúnnar „Ég og Helga Bjarnadóttir, kona mín, er- um bæði frá Fáskrúðsfirði, en búum núna í Kópavogi. Síð- an rekum við þessa sfldar- verkun í Hafn- arfirði sem er starfrækt undir mínu nafni. Við kaupum hrá- efnið hjá Borg- ey og Skinney á Hornafirði og verkum þetta síðan sjálf. Við bjóðum uppá margskonar sfld og þar get ég nefnt haust- sfld, kryddsfld, púrtvínssfld, sherry-sfld og síðan sfld sem við verkum í rifsber, papriku og gulrætur,“ segir Bergur, sem er 67 ára að aldri. Bergur Hallgrímsson segir að viðskiptavinir sínir í sfldinni séu af mörgu sauðarhúsi. „Veistu það,“ segir Bergur, „að einhver mín mesta gæfa í viðskipt- um var sú þeg- ar þeir Örn og Haukur Clau- sen-bræður fóru að kaupa af mér sfld í Kolaportinu í Reykjavík. Örn hefur komið með mikið af kúnnum til mín og sagt þeim að þetta sé fyrsta klassa sfld sem ég væri með. Þeir væru auð- vitað ekki að auglýsa sfldina fyrir mig væri hún ekki allt í lagi. Það er mikil upphefð fyrir mig að fá hól frá þessum körlum, því fyrir þeim ber almenningur virðingu og það réttilega," segir Bergur. Starfsgleðin í síldinni „Nei, það er fráleitt nein goð- sögn að sjarmi fylgi sfldinni. Það er virkilega staðreynd. Og af hverju? Það helgast af þeirri starfsgleði sem alltaf hefur fylgt sfldarvinnu. Það man ég þegar best lét fyrir austan að enginn þurfti að fara til læknis eða úr vinnu vegna veikinda þegar mest var að gera. Enda hafði fólk mikla ánægju af þessari vinnu og samneytinu við skemmtilegt fólk, sem henni fylgdi. Það að vera glaður og kátur er lykilatriði í lífinu - og gleðin er stærsta elementið í þessari sfldarrómantík. Og það veist þú líka sjálfur að hið glað- væra hugarfar er mesta og besta lækningin sem nokkur maður getur veitt sjálfum sér. Þess vegna ætla ég að vera eins lengi og blikar á auga,“ segir Bergur, um leið og hann rífur vænan fisk úr roði. -sbs. Vorþeyr í lofti á Akureyri. Bergur Hallgrtmsson kom- inn í bceinn eftir vetrarhlé - og stendur nú dagana langa við Hafnar- strœtið og selur þar síld og annað hnossgœti.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.