Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Side 3
. JDagur-'ðJbtrám Þriðjudagur 22. apríl 1997—15 LIFIÐ I LANDINU Hreint ekki sestur í helgan stein - segir Garðar Sig- geirsson kaupmað- ur sem nú er hœttur með Herragarðinn. Tveir ungir Reyk- víkingar hafa keypt reksturinn og hyggja á stœkkun verslunarinnar og ýmsar nýjungar, meðal annars stóra verslun að Lauga- vegi 13. Garðar, 54 ára, segir í viðtali við Dag-Tímann að hann sé ekki sestur í helgan stein. Maður spyr sjálfan sig eftir 25 ára starf, þegar allt hefur gengið vel, allt verið á beinu brautinni, hvort maður eigi að halda áfram og þá hvað lengi, fimm ár eða tíu ár. í mínu tilviki þótti mér rétt að selja. Ég er afar sáttur við gerðir mínar og sel með góðri samvisku," sagði Garðar Siggeirsson kaupmaður, sem nú hefur selt Herragarð- inn, leiðandi tískufataverslun karla í Reykjavík um árabil. Garðar segist hafa ráðist í stofnun Herragarðsins við Aðal- stræti nærri þrítugur eftir að hafa verið verslunarstjóri hjá P&Ó í tíu ár, ungur og heilsu- góður og fullur af bjartsýni og hugmyndum. Innréttaði sjálfur „Ég átti minna en ekki neitt á þessum tíma. Maður var ungur, vaknaði glaður og hress og vann mikið. Ég innréttaði fyrsta húsnæðið sjálfur að langmestu leyti, eitthvað um 50 fermetra búð. Ég get fullyrt að allan þennan tíma í versluninni man ég ekki eftir neinum erfiðum árum. Þó verslaði hjá mér fólk úr öllum stéttum, ráðherrar, sjómenn, verkamenn, allir. Ég lét gera markaðskönnun hjá viðskiptavinahópnum og þar kom þetta fram. Hingað komu jafnvel heilu skipshafnirnar til að galla sig upp. Mér var vel tekið alls staðar. Sem dæmi um það get ég nefnt að talsvert margir fyrrverandi kúnnar hjá mér, sendu mér peninga, þetta 50 til 100 þúsund krónur hver á verðlagi dagsins í dag. Þeir vildu eiga inni hjá mér og taka út vöru seinna. Svona traust var mér auðvitað mikils virði, að finna fyrir svona áður en ég var búinn að opna búðina. Ég er þessum mönnum afskaplega þakklátur,“ segir Garðar. Að gleypa heiminn Herragarðurinn var orðinn elsta herrafataversiun borgar- innar í eigu sömu eigenda, traust fyrirtæki og vinsælt. Starfsmenn eru um 20 talsins, og þeirra á meðal tvö systkini Garðars í lykilhlutverkum, þau Ómar og Kristín. „Ég opnaði Herragarðinn í júlí 1972. Ég var búinn að læra fagið hjá Óla og Pétri frá unga aldri. Þetta voru flínkustu menn í faginu þá,“ segir Garðar. „í þessari verslunargrein er þekking og reynsla nauðsynleg, menn kaupa ekki rétt inn í búð- ina öðru vísi. Ég bjó yfir 12 ára reynslu þegar ég byrjaði sjálfur, en síðan tók ég eitt skref í einu. Ég segi ungum bisnessmönnum að reyna ekki að gleypa allan heiminn í einum munnbita." „Ég hef alltaf gert háar kröf- ur í innkaupum, kúnninn á að fá toppvöru á góðu verði. Ég er ánægður með að þetta hefur tekist. Sjálfur sá ég um allan innflutning í búðirnar sem ég tel lykilatriði, en vandasamt verk. Hér á landi er ágætt verð á vönduðum fatnaði. Ég var nú að koma frá New York f síðustu viku. Þegar ég bar saman vöru sem við höfum haft í Herra- garðinum við verð í búðum þar, þá kom í ljós að ítalskar, enskar Garðar Siggeirsson, nú fyrrverandi kaupmaður í Herragarðinum - það komu aldrei erfið ár í rekstrinum. Mynd: Dagur-Tlminn. og þýskar vörur, eru 30 til 60% dýrari þar en í Herragarðinum, algjörlega sambærileg vara. Það er því raunhæft þegar kaupmenn og Flugleiðir hvetja Bandaríkjamenn að heimsækja okkur og gera um leið góð kaup í búðunum okkar. Ameríkanar geta nefnilega gert ágæt inn- kaup hjá okkur, segir Garðar. Engar andvökunætur Margir kaupmenn áttu and- vökunætur þegar þeir höfðu ákveðið að taka þátt í versl- anarekstri í Kringlunni. En ekki Garðar. „Það var aldrei spurning í mínum huga með þau kaup. Og ekki heldur þegar ég keypti hlut í Stöð 2 á sínum tíma. Eg seldi þann hlut fyrir þó nokkrum ár- um með ágætum hagnaði. Mér finnst að maður megi ekki staðna. Maður á að takast á við ný verkefni á hverjum tíma, verkefni sem maður hefur trú á. Það sagði nú einn banka- stjóri við mig forðum að liann þyrði að veðja við mig kassa af viskíi að ég yrði búinn að tapa þessum peningum innan árs. Það varð nú ekki, en viskíkass- ann hef ég nú reyndar aldrei séð,“ sagði Garðar og hlær við. Hann segir að kannski hafi hann gleymt að taka þessu veð- máli, það geri þá ekkert til, hann sé ekkert sérstaklega sólginn í viskí! Fjallríkur? - Ög nú tekur við annar kapítuli í lífinu, kannski spennandi líka, og þú auðvitað orðin fjallri'kur? „Ja, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af afkomunni. Þetta er eins og með lífeyrissjóð, þú uppskerð eftir því hvað þú hef- ur lagt í sjóðinn. En ég mun takast á við ný verkefni, það er alveg ljóst. Það hafa fjölmargir haft samband við mig um að koma og hjálpa sér með aðstoð og ráðgjöf," segir Garðar. „Ég er nú rétt að koma niður á jörð- ina eftir þessi umskipti, en ég get sagt þér það eins og er að ég er ekkert sestur í helgan stein,“ segir Garðar. Hann seg- ist þó geta hugsað sér að taka sumarfrí í ár. Shk frí hafa ekki verið á dagatalinu undanfarinn aldarfjórðung. Undir lokin fer viðræðan út í verslun og menntunarmál verslunarfólks. Garðar hefur áhuga á aukinni menntun til handa fólki í smásöluverslun. Hann veit nákvæmlega hvers virði góð afgreiðsla í verslun þýðir. - Þú værir kannski ákjósan- legur rektor við skóla fyrir væntanlegt afgreiðslufólk? „Þú segir nokkuð, kannski að næsti kaflinn í lífi mínu verði á þeim nótum. Það veit enginn, en það kemur í ljós,“ sagði Garðar að lokum. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.