Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Síða 5
jDctgur-^mrirm
Þriðjudagur 22. apríl 1997 -17
VIÐTAL DAGSINS
Styður Karl Sigurbjömsson
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sjúkrahúsprestur í Gautaborg, flytur heim til íslands í sumar og tekur við gamla
starfinu sínu í Laugarneskirkju.
Séra Jón Dalbú
Hróbjartsson hefur
verið prestur í Sví-
þjóð síðustu þrjú
árin og tekið þar á
móti sjúklingum í
líffœraskipti. Hann
flytur heim í sumar,
tekur við gamla
starfinu sínu í
Laugarneskirkju og
verður aftur pró-
fastur í Reykjavík-
urprófastsdœmi
vestra.
s
g hef tekið á móti sjúkl-
ingum sem hingað hafa
komið og komið þeim á
sjúkrahús og aðstandendum í
gistingu og verið þeim til
trausts og halds á erfiðum dög-
um. Oft þarf presturinn hér að
túlka fyrir sjúklinga og að-
standendur og vera bæði til
trausts og halds í veraldlegum
og andlegum efnum. Að öðru
leyti hef ég sinnt íslendingum í
Gautaborg og víðar," segir séra
Jón Dalbú Hróbjartsson, prest-
ur í Svíþjóð.
Jón flutti til Svíþjóðar með
fjölskyldu sína í maí 1994 og
hefur gegnt þar störfum prests í
Ósló og Gautaborg auk þess að
vera í hálfu starfi hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins við að taka
á móti sjúklingum. Jón hefur
verið á ferð og flugi síðustu þrjú
árin. Hann hefur farið einu
sinni í mánuði til Óslóar en þar
er kröftug sóknarnefnd að
byggja upp öflugt kirkjustarf. í
Gautaborg er einnig sóknar-
nefnd sem sinnir starfi kirkj-
unnar.
Fyrsti presturinn
Séra Jón Dalbú hefur einnig
farið eftir þörfum til Stokks-
hólms, Lundar og Málmeyjar. í
vetur hefur hann verið með í
fræðslu 18 fermingarbörn frá
þremur stöðum, Lundi, Gauta-
borg og Ósló. Segja má að Jón
Dalbú hafi sinnt brautryðjenda-
starfi því að hann er fyrsti
presturinn í Svíþjóð og Noregi
þó að íslendingar í Uppsölum
hafi áður haft presta í Uppsöl-
um í tímabundnum verkefnum
á vegum sænsku kirkjunnar.
„Þetta hefur verið bæði erfitt
og ánægjulegt. Það hafa auðvit-
að verið erfiðir dagar þegar illa
gengur en síðan mjög bjartir
dagar þegar vel gengur með
sjúklinga og aðstandendur
þeirra. Það skiptast á skin og
skúrir í lífinu almennt og það
gerir það vissulega hér líka.
Það á líka við alla Islendinganý-
lenduna hér. Það eru auðvitað
vandamál hér sem þarf að
glíma við eins og annars staðar
og presturinn er oft kallaður
inn í slíkar aðstæður,“ segir
hann.
Séra Jón Dalbú flutti á sínum
tíma til Svíþjóðar með fjölskyld-
una alla, eiginkonu og fjögur
börn, en nú eru börnin flogin úr
hreiðrinu og yngstu dæturnar
tvær komnar í menntaskóla á
Islandi. Þau hjónin flytja heim í
júm' og eru auðvitað farin að
hlakka til að takast á við verk-
efnin þar þó að þeim hafi liðið
vef í Svíþjóð.
Stórkostleg
uppbygging
Búið er að auglýsa prestsstöð-
una lausa til umsóknar og ekki
endanlega búið að ganga frá
ráðningu. Eins og margir muna
úr fréttum var samningurinn
um líffæraflutninga fluttur frá
Gautaborg til Kaupmannahafn-
ar frá áramótum og prestur
ráðinn frá áramótum í Kaup-
mannahöfn til að sinna sjúkl-
ingum og aðstandendum þar.
Sá prestur mun einnig sinna
Svíþjóð í eitt ár og verður þá
aftur auglýst eftir presti í Kaup-
mannahöfn og Gautaborg. í
framtíðinni er stefnt að því að
hafa íslenskan prest í Kaup-
mannahöfn, Gautaborg og Ósló.
Séra Jón Dalbú segir að það
hafi verið stórkostlegt að fá að
taka þátt í að byggja þetta starf
upp.
- En hvaða afstöðu hefur Jón
Dalbú tekið í sambandi við
biskupskjör á íslandi?
„Mér finnst við þessar að-
stæður óeðlilegt að gefa upp af-
stöðu mína en get svo sem al-
veg staðið við það hvenær sem
er að ég mun styðja Karl Sigur-
björnsson til biskupsdóms,“
segir hann og kveðst vilja sem
minnst tjá sig um ástandið inn-
an þjóðkirkjunnar. Fyrst vilji
hann fá að koma heim og sjá
hvernig málin eru. -GHS
BREF FRA AKUREYRI
Batnandi möniium er....
Kristján Larsen
skrifar
s
Akynningarfundi sem
haldinn var 6. mars sl.
um framkvæmdir við
Borgarbraut-Daibraut kom
glöggt fram að hönnuðir þess-
ara gatna og brúar virðast
vera mjög meðvitaðir um nátt-
úruvernd og beittu þeim rökum
óspart í svörum við óskum
íbúa við Bakkahlíð um færslu á
braut og brú. Um þessa deilu
ætla ég ekki að ræða hér, held-
ur um það sem nær mér er en
það eru Gleráreyrarnar eða
það sem eflir er af þeim og svo
ána sjálfa. Þetta svæði er ekki
friðlýst en ég ætla að vona að
þeir sem bera virðingu fyrir
skessukötlum og slípuðum
klöppum, sem vissulega eru
fjölbreyttar og fallegar, hafi
sömu afstöðu til Gleráreyranna.
Nú vona ég að svo verði
staðið að fyrirhuguðum breyt-
ingum á árfar-
veginum að áin
renni ekki í ein-
um streng alla
leið til sjávar,
eins og gert var
neðan við
brúna við IJörg-
árbraut-Glerár-
götu, en þar var
grafið nokkurs
konar gljúfur í
gegnum eyrarn-
ar niður á
klappir. Mörg-
um fannst að
þessi fram-
kvæmd benti til
þess að ætlunin
væri að steypa
stokk um ána
og yfir og mætti þá byggja ofan
á henni. En eins og sjá má er
ein aðal orsökin fyrir þessum
þrengslum þarna sú að byggt
hefur verið of nærri árfarvegin-
um. En samkvæmt þessum
nýju viðhorfum í umhverfismál-
um virðist
vera fallið frá
þessari niður-
graftarstefnu,
því nú á að
ætla ánni yfir-
flæði til hlið-
anna þegar
flóð koma í
ána. En þetta
er vandasamt
verk og eins
gott að þeir
sem verkið
hanna pissi
ekki á móti
golunni eins
og segir í
þekktum
brandara um
verkfræðinga.
Það er að sjálfsögðu ljóst að
þrátt fyrir breytta stefnu í um-
hverfismálum gagnvart Gler-
ánni verður aldrei hægt að
skapa það umhverfi við ána
sem áður var vegna fyrri fram-
kvæmda. Sumra vanhugsaðra,
annarra sem ekki var hægt að
komast hjá. En nú er vandinn
sá mestur að skapa þeim fiski
sem í ána leitar viðunandi lífs-
skilyrði á ánni. Og sá er annar
vandi þarna á eyrunum að
halda við því blómskrúði sem
prýtt hefur eyrarnar, en þar er
eyrarrósin í fyrsta sæti. A eyr-
unum vaxa nú nokkrar tegund-
ir af eyrarrós sem nú eiga í vök
að verjast vegna lækkaðs vatns-
borðs í ánni og ásóknar annars
gróðurs. Enn er ein hætta sem
vofir yfir gróðri á svæðinu við
Glerána, en hún er sú að
lúpína berist að ánni, en sú
planta er þekkt að því að ryðj-
ast yfir lægri jurtir, og ætti hún
ekki að að sjást annars staðar
en á algjörum eyðimörkum.
Ekki veit ég hvort umhverfis-
deild bæjarins hefur sáð lúpínu
all nærri rafveitugilinu, eða
hvort þarna sé einkaframtak á
ferð. En frá þessum stað geta
fræ borist í árgilið og þá er leið-
in greið niður á eyrarnar.
Og að lokum. Ef vel tekst til
með lagfæringu á Gleráreyrum
norðan árinnar og að þarna
verði göngustígar til verndar
gróðri, svo maður tah nú ekki
um ef grasbalarnir væru slegn-
ir nokkrum sinnum á sumri, þá
gæti orðið þarna aðlaðandi úti-
vistarsvæði. En til þess að fólk
með börn, sem vill dvelja þarna
við ána, finni sig öruggt þarf
líklega að girða meðfram ánni.
Það er mitt álit enda þótt girð-
ing spilli líklega heildarsvipnum
á svæðinu. Þetta með girðing-
una kann að ljóma sem öfug-
mæli fyrir þá sem alist hafa upp
við ána allt frá barnæsku og
fengið að leika lausum hala við
ána og í ánni. En það er allt
annað að alast upp við vissar
aðstæður en að vera gestkom-
andi á óþekktum stað.
Það er Ijóst að
þratt fyrir breytta
stefnu í umhverfis-
mdlum gagnvart
Glerdnni verður
aldrei hcegt að
skapa það um-
hverfi við dna sem
dður var vegna
fyrri framkvœmda.