Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Side 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Side 10
T 22 - Þriðjudagur 22. apríl' 19$7 RADDIR FOLKSINS fc-J-------— F7 L 1S) t* s* si/i * i -M/1 Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða r t d lCSC'Vl a U TVL • • • Þverolti 14 ReykjavíL Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171 Forkastanleg eyðsla A blaðinu Degi-Tímanum birt- ist stutt grein eftir mig þann 27. febrúar 1997 og þakka ég fyrir það. Greinina nefndi ég: Hversu miklu eyða íslendingar í utanlandsferðir? Ég vil alveg sérstaklega þakka blaðinu fyrir góð og greið svör við þessari spurn- ingu minni, því þriðjudaginn 4. mars birtist á 2. síðu blaðsins greinargott svar við þessari spurningu minni. Þar kemur fram að „ferðaútgjöld (gjaldeyr- isútgjöld) íslendinga erlendis hækkuðu um rösklega 13% á síðasta ári í jafnvirði 20,6 millj- arða króna, samkvæmt Hagtöl- um Seðlabankans. Þá er ótalinn sjálfur ferðakostnaðurinn, sem áætla má hátt í 9 milljarða kr., það er ef meðalfargjald íslend- ings úr landi hefur kostað álíka og meðal fargjöld útlendinga hingað. Alls hefur þjóðin þá varið 29-30 milljörðum króna til utanferða á síðasta ári. Þessi upphæð samsvarar kringum 430.000 kr. að meðaltali á hverja 4ra manna íjölskyldu á íslandi (t.d. hjón með 2 börn eins og í ferðaauglýsingum). Rúmlega helmingur gjaldeyris- ins var tekinn út á kreditkort- um erlendis, eða 10,7 milljarð- ar, og hafði aukist um 20% frá árinu áður. Þótt erlendir gestir okkar væru heldur fleiri en ís- lendingar sem fóru utan eru gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á landinu aðeins helmingur þess sem ís- lendingar eyddu í útlöndum. Þyrfti því allar „loðnutekjurn- ar“ til viðbótar til að greiða ferðagjaldeyrinn okkar. Til frekari samanburðar má t.d. benda á að allur innflutningur á matvörum (öðrum en rússa- fiski) og drykkjarvörum nam um 9-10 milljörðum á síðasta ári, eða innan við helmingi þess sem þjóðin fór með í ferðagjald- eyri. Og um 9.500 fólksbílar sem íluttir voru til landsins á árinu kostuðu (6.500 milljónir) innan við þriðjung þess sem þjóðin fór með í ferðagjaldeyri og aðeins rúman fimmtung þess sem alls fór í utanferðirnar. - HEI“ Gjaldeyristekjur Kærar þakkir fyrir þessar upp- Iýsingar. Mig langar að bæta nokkru við grein mína frá 27. febrúar 1997 eftir þessar fróðlegu upp- lýsingar blaðsins. Því hefur verið haldið fram í flestum eða öllum ijölmiðlum sem ég hef séð og heyrt að tekj- ur af erlendum ferðamönnum sem koma til íslands væru næst stærsti tekjuliður þjóðarinnar, aðeins tekjur af útflutningi sjáv- arafurða væru hærri. En á hitt er aldrei minnst að eyðsla ís- lendinga á erlendum gjaldeyri vegna utanlandsferða er um það bil þriðjungi meiri en gjald- eyristekjur af útlendum ferða- mönnum. Mér finnst ferðalög íslendinga til útlanda keyra úr hófi fram. Margir fara tvær eða fleiri ferðir á hverju ári fyrir ut- an ferðir embættismanna og svokallaðra kaupsýslumanna. Þetta finnst mér ganga alltof langt. Ég er ekki að amast við því þó íslendingar skoði sig um í heiminum en allt getur gengið úr hófi. Gylliboð Mér finnst að fólk verði að sníða sér stakk eftir vexti, þ.e.a.s. fara ekki í útlandaferðir nema það hafi efni á því. Láta ekki allskonar gylliboð og skrumauglýsingar villa sér sýn. Ég er þeirrar skoðunar að frumorsök þessa vanda séu greiðslukortin. Margur maður- inn mun hafa steypt sér í háar skuldir vegna þeirra. Mér skilst að það sé yfirleitt sex vikna gjaldfrestur sem menn fá, síðan kemur að greiðsludögunum. Þá byrja vandamálin. Það er oft talað mikið um skuldir heimil- anna og ekki að ástæðulausu. Það eru mörg heimili í miklum vanda vegna mikilla skulda, en mörg þessara heimila hafa góð- ar tekjur og geta sjálfum sér kennt um vegna ógætilegrar meðferðar á fjármunum sínum. Margar undanfarnar vikur hafa stanslaus gylliboð glumið í eyr- um landsmanna, allskonar til- boð um utanlandsferðir, t.d. að greiða utanlandsferðirnar með afborgunum á þremur árum. Þetta finnst mér forkastanlegt, því alhr vita að þegar menn kaupa vörur með afborgunum þá greiða menn verulegar upp- hæðir í vexti á lánstímanum. Niðurstaðan af þessu er því sú að utanlandsferðin verður að lokum mun dýrari og þessi skuldaklafi sem menn hengja um sinn eign háls næstu tvö ár- in kemur mönnum í koll að lok- kaupalánin sem mörg bílaum- boðin bjóða til þriggja ára. Vel má hugsa sér að hjón sem lang- ar að fara í utanlandsferð en eiga ekki fyrir nema t.d. helm- ingi af því sem slík ferð kostar en eiga kannski gamlan bíl, hugsi sem svo, nú býðst okkur gott tækifæri til að skreppa til útlanda í þrjár eða fjórar vikur og notfæra okkur þessi kosta- kjör og einnig að Iosa okkur við gamla bílinn og nota okkur líka þau vildarkjör sem bílaumboðin bjóða núna og kaupa okkur nýj- an bíl. Það er ekkki víst hvað þessi vildarkjör hjá bilaumboð- inu standa lengi. Þegar við komum svo heim aftur bíður okkar nýr bíll. Þetta væri vissu- lega býsna sniðugt. Ég er þeirrar skoðunar að greiðslukortafyrirtækin eigi stærstan hlut í skuldasöfnun heimilanna, og mér finnst það kóróna allt svínaríið þegar verslanir bjóða 10% afslátt á vörum, ef þær eru greiddar með greiðslukortum. Fyrst eftir að greiðslukortin voru komin í almenna notkun var mikið tal- að um að verslanir ættu að gefa þeim viðskiptamönnum tvö til þrjú prósent afslátt sem staðgreiddu vöruna með pen- ingum, enda væru greiðslukort- in bara bráðabirgðalán. Nú heyrist ekki minnst á þetta og er búið að snúa þessu gersam- lega við og verðlauna þá sem nota greiðslukort. Þetta finnst mér fráleitt. Nýlega var sagt frá því í út- varpi að Visa ísland hefði á síð- asta ári grætt tugi milljóna, mig minnir 60 milljónir. Finnst fólki þetta eðlileg viðskipti? Ég segi nei. Svo eru fleiri og fleiri sem bjóða afborgunarkjör, einkum þegar um dýrar og vandaðar bækur var að ræða. Þessi við- skiptamáti finnst mér mjög óheppilegur því að alltaf er eitt- hvað um að fólk láti ginna sig til að taka þátt í slíkum við- skiptum. „Hvað eru verslunareigendur „göngugötunnar" á Akureyri að væla yfir því að verslun hafi lítið aukist við að umferð var hleypt á,“ sagði kona sem hringdi í Dag-Tímann og vildi koma eftir- farandi í Meinhornið. Opnunartími verslana í „göngugötunni" er ekki sá sami og það er alveg ótækt að sumir loki klukkan 12 á laugardögum. Þá eru fáir komnir á ról og konan sem hringdi vildi líka benda á að verslunareigendur hefðu eitthvað misskilið hugmyndina að baki langra laugardaga. Langir laugardagar eru að hennar sögn með eindæmum stuttir á Akureyri og hvergi nærri allir verslunareigendur taka þátt í þessari lengingu laugardaganna. Það er ferlega fúlt að öftustu sætin í Fokkerum Flugleiða eru upp við vegg og í löngu flugi geta því þeir sem þar er skipað að sitja ekki hallað bökum til að leggja sig. Er ekki hægt að eyða hálfum metra í tómarúm þarna fyrir aftan, alla- vega er hér ábending frá ægilega fúlum bak- veikum ferðalangi. um. Sama má segja um bfla- Sigurður Lárusson. W&í Símleiðis... Aslaug hringdi og vildi vekja athygli á að í Esso-nest- unum á Akureyri hefði verð á tóbaki ekki hækkað eins og í flestum öðrum verslunum. 15 krónum eða meira munaði almennt á tóbaki í Esso og öðrum útsölustöð- um á hverjum sígarettupakka. „Bestu þakkir til Esso-nest- anna,“ segir Áslaug. Jlagur-ÍKmtmt' Heilög Jóhanna og Santa Evita Mál málanna í dag er ekki kjarasamningar heldur hverjir verði skipaðir í helstu hlutverkin í söng- leiknum Evitu og feti þar með í fótspor Madonnu og spánska graðfolans sem ég man ekki hvað heitir. Eru margir kallaðir en fáir út- valdir í þennan söngleik og mikiil leyndardómur í gangi um valið sem væntanlega verður kynnt með miklum látum og lúðrablæstri þegar þar að kemur. Mín hugmynd er sú að rétt væri að skipa pólitískt í þetta hápólitíska verk. Heilög Jóhanna Sigurðar- dóttir er sjálfskipuð í hlut- verk Söntu Evitu og hún þarf ekki einu sinni að lita á sér hárið, í mesta lagi að bæta í það ögn af brilljan- tíni. Jón Baldvin smýgur í hlutverk Perons sem ætti að skila sér í rafmögnuðu haltu mér - slepptu mér sambandi Evu og Juans. Gamli komminn Steingrím- ur J. Sigfússon getur auð- veldlega raulað rullu Che Guevara, að fenginni svartri hárkollu og litun á skeggi. Og Ágúst Einarsson er kjörinn í hlutverk Fla- menco-flagarans Magaldi, sem tældi Evitu unga með sér í spillingu höfuðborgar- innar. Að vísu er Ágúst ólíkari blóðheitum suður- amerískum gigolóum en flestir íslendingar, en það verða nú að vera einhver frumlegheit í þessari upp- setningu, skárra væri það nú! Hlutabréf í bolta- strákum Hlutabréfabraskarar naga sig örugglega í handarbök- in fyrir að hafa ekki fjár- fest á sínum tíma í fót- boltastráknum Bjarna Guð- jónssyni. 100 þúsund krónu hlutabréf sem keypt hefði verið í Bjarna um fermingu, hefði nú skilað milljónagróða þegar snáði er á leið til Newcastle fyrir metfé á íslenskan mæli- kvarða. Spekúlantar eru þegar farnir að kaupa hlutabréf í golfkúlusláttar- piltum og örugglega fara hlutafélög um efnilega fót- boltamenn að spretta upp eins og golfkúlur. Við gamlar fótboltahetj- ur sitjum nú eftir með sárt ennið og grátum milljón- irnar sem við hugsanlega töpuðum í boltanum í denntíð, áður en menn fundu upp hlutabréfin. Og á hverjum morgni, þegar maður vaknar í sínu van- búna og fátæklega fleti, þá vaknar um leið eftirsjáin og spurningin: „Hvar væri ég nú ef ég hefði sett sjálf- an mig á hlutabréfamark- að fyrir 20 árum í stað þess að leyfa þjálfaranum að komast upp með að setja mig á varamanna- bekkinn sí om sí? Umsjón;« Jóhannes Sigurjónsson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.