Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Síða 15
jÐagur-3Rmtrm
Þriðjudagur 22. apríl 1997 - 27
AHUGAVERT
Stöð 2 kl. 20.35
Mótorsport á Stöð 2
Mótorsport-þættimir vinsælu eru
nú aftur komnir á dagskrá Stöðv-
ar 2 en þar hófu þeir upphaflega
göngu sína fyrir mörgum árum. Birgir
Þór Bragason er umsjónarmaður þáttanna
og ætlar að fylgjast með akstursíþróttum
íslendinga í allt sumar á Stöð 2. í þessum
fyrsta þætti ijallar hann um íslandsmótið
í vélsleðaakstri sem er nú um það bil
hálfnað og beinir einnig sjónum að tor-
færunni sem fram undan er. Hann ræðir
við helstu keppendur i íslensku tor-
færunni og leitast við að sýna þær breyt-
ingar sem menn hafa verið að gera á bíl-
unum sínum í vetur. Að auki verður hug-
að að rallinu sem hefst af fullum krafti í
maí.
Plata vikimnar
Eitt er það útvarpsefni sem rýnir
er þakklátur fyrir. Þannig er að
hann er nærri alæta á tónlist,
undanskilur þó sveitatónlist, og þarf
því allur að hafa sig við að fylgjast
með markaðnum, hvað er best að
kaupa og þar fram eftir götum.
Plata vikunnar sem er á Rás 2 á
miðvikudögum er alveg með eindæm-
um þægilegur þáttur, ekkert blaður
heldur er platan eða diskurinn bara
settur á og honum rúllað í gegn. Þar
heyrir maður t.d. upphaf og endi laga
sem er kærkomið. Með þessum hætti
hefur rýni tekist að kynna sér að jafn-
aði eina hljómsveit á viku og það með
nokkuð góðum hætti þar sem eitt vin-
sælt lag sem nær inn á útvarpsstöðv-
arnar ræður því ekki hvort fjárl'est er
í tiltekinni músík. Umsjónarmaður
þessa ágæta þáttar er Andrea Jóns-
dóttir sem er öðrum íslendingum
fróðari um alls lags rokktónlist. Og
áður en diskurinn er settur á segir
hún hlustendum undan og ofan af
ferli hljómsveitanna en það gerir hún
á aðeins fimm mínútum að jafnaði.
Síðast var aldeilis ágætur diskur með
Chemical Brothers sem rýnir hefur nú
íjárfest í, vitandi það að hann var
ekki að taka neina áhættu. Og tíma-
setning þáttarins er ágæt eða um það
leyti sem menn eru að leggjast upp í
rúm, á milli ellefu og tólf á kvöldin.
Bravó Andrea, til hamingju með enn
einn vellukkaða þáttinn þinn! Nýju
bresku hljómsveitirnar eru áfram vel-
þegnar.
UPPflHAlPS UTVARPS- OG SJONVARPSEFNIÐ
Tómt froðusnakk imi
stjórnmál í sjónvarpi
Mest horfi ég á nátt-
úrulífsmyndir í sjón-
varpi. En erlendur
fótbolti er kannski vinsælasta
efnið hjá mér. Oft horfi ég á
Spaugstofuna en hún var
óvenju slöpp um helgina.
Stjórnmálaumræða í sjón-
varpi er lítil og hið mesta
froðusnakk það litla sem er.
Það er aldrei komið að
kjarna málsins og alltaf tal-
að við sömu mennina," segir
Árni Johnsen alþingismaður
Sunnlendinga.
„Það er ótrúlegt hvernig frétta-
menn sjónvarps festa sig á ákveðna
menn og komast ekki upp úr þeim
farvegi. Fréttir af pólitík eru á afar
lágu plani. Ég sem gamall fréttamað-
ur sé oft merkilegar fréttir í
þinginu, en þær komast ekki
út í loftið því réttu mennirnir
hafa ekki komið nærri,“ sagði
Árni.
Árni Johnsen ferðast mikið
um kjördæmið og segist þá
hlusta á geisladiska milli þess
sem hann talar í símann,
hann sé með hátalara í bíln-
um og geti því ekið löglega
um leið og hann talar við fólk
í síma, hann afgreiði ein 70
símtöl á dag.
„Ég hlusta ekki mikið á útvarp. En
þar ber gamla gufan, Rás 1, af öllu
öðru efni. Þættir eins og hjá Þorgeiri
og Margréti eru prýðilegir og lausir
við þetta kjaftæði sem er á flestum
hinum stöðvunum," sagði Árni.
UTVARP • SJONVARP
10.30 Alþingi.
16.20 Helgarsportiö.
16.45 Leiöarljós
17.30 Fréttir.
17.35 Auglýsingatími - Sjónvarpskringtan.
17.50 Táknmálsfréttir.
18.00 Barnagull. Bjössi, Rikki og Patt (28:39)
(Pluche, Riquet, Pat). Franskur teikni-
myndaflokkur.
18.25 Mozart-sveitin (23:26) (The Mozart
Band) Fransk/spænskur teiknimynda-
flokkur.
18.55 Gailagripur (9:22) (Life with Roger).
Bandarískur myndaflokkur í léttum dúr.
19.20 Feröaleiöir Um víöa veröld - Suður-lnd-
land (Lonely Planet). Áströlsk þáttaröð.
Þýðandi og þulur: GylfrPátsson.
19.50 Veður.
20.00 Fréttir.
V A R P I Ð
20.30 Dagsljós.
21.05 Perla (14:22) (Pearl). Bandarískur
myndaflokkur í léttum dúr. Aðalhlutverk
leika Rhea Pearlman, Carol Kane og
Malcolm McDowell. Þýöandi: Sveinbjörg
Sveinbjörnsdóttir.
21.30 Ó. Þáttur um hugöarefni unga fólksins.
22.00 Sérsveltln (5:8) (Thief Takers II). Bresk-
ur sakamálaflokkur um sérsveit lög-
reglumanna I London sem hefur þann
starfa að elta uppi hættulega afbrota-
menn. Leikstjóri er Colin Gregg og aöal-
hlutverk leika Brendan Coyle, Lynda
Steadman og Reece Dinsdale. Þýðandi:
Kristmann Eiösson.
23.00 Ellefufréttlr.
23.15 Vlöskiptahorniö. Umsjón: Pétur Matthí-
asson.
23.30 Dagskrárlok.
STOÐ 2
09.00 Línurnar í lag.
09.15 Sjónvarpsmarkaöurinn.
13.00 Blanche (11:11) (e).
13.45 Morögáta
14.30 Sjónvarpsmarkaöurinn.
15.00 Mörk dagsins.
15.30 Ellen (8:13) (e).
16.00 Ferö án fyrirheits.
16.25 Steinþursar.
16.50 Lísa í Undralandi.
17.15 Glæstar vonir.
17.40 Línurnarí lag.
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaöurinn.
19.00 19 20.
20.00 í annan staö.
20.35 Mótorsport. Nýir þættir um aksturs-
íþróttir af öllu tagi sem stundaðar eru á
Islandi. Umsjón hefur Birgir Þór Braga-
son. Stöð 2 1997.
21.05 Barnfóstran (26:26) (The Nanny).
21.35 Læknalíf
22.30 Kvöldfréttir.
22.45 Elríkur.
23.05 Hryöjuverk (e) (Without Warning: Terror
in the Towers). Sannsöguleg mynd um
spengjutilræðið mikla í World Trade
Center í New York þann 26. febrúar
1993. Fjallaö er um hryöjuverkiö frá
sjónarhóli björgunarmanna sem lögðu á
sig ómælt erfiði til að bjarga samborg-
urum sínum úr rústunum. Aðalhlutverk:
James Avery, George Clooney og Fran
Drescher (öðru nafni Barnfóstran Fran
Fine). Leikstjóri: Alan J. Levi. Bönnuð
börnum.
00.40 Dagskrárlok.
f£ SÝN
17.00 Spítalalíf (MASH).
17.30 Beavis og Butthead. Ómótstæðilegir
grinistar sem skopast jafnt að sjálfum
sér sem öðrum en ekkert er þeim heil-
agt. Tónlist kemur jafnframt mikið við
sögu í þáttum „tvímenningana".
18.00 Taumlaus tónlist.
19.00 Ofurhugar
19.30 Ruöningur (Rugby).
20.00 Walker (Walker Texas Ranger).
21.00 Svona er lífiö (Doing Time on Maple
Drive). Athyglisverö mynd með James
B. Sikking, Bibi Besch, Wiiliam McNa-
mara og James Carrey í aöalhlutverk-
um. Carter-fjölskyldan virðist að öllu
leyti vera til fyrirmyndar. Fjölskyldufaðir-
inn er að vísu mjög ráðríkur og foreldr-
arnir gera miklar kröfur til barna sinna
sem tekst ekki öllum að risa undir
þeim. Það brestur enda í styrkustu
stoðum þegar yngsti sonurinn kemur
heim til að kynna unnustu sína fyrir fjöl-
skyldunni. Gleði foreldranna breytist
smám saman í andhverfu sína. Á með-
an unnið er að undirbúningi brúðkaups-
ins koma leyndarmái úr fortíðinni upp á
yfirborðið og Ijóst verður að þessi fyrir-
myndarfjölskylda er í raun og veru í
molum. Myndin er frá árinu 1992 en
leikstjóri er Ken Olin.
22.35 NBA-körfuboltinn. Leikur vikunnar.
23.30 Lögmál Burkes (e) (Burke’s Law).
Spennumyndaflokkur um feðga sem
fást við lausn sakamála. Aðalhlutverk:
Gene Barry og Peter Barton.
00.15 Spítalalíf (e) (MASH).
00.40 Dagskrárlok.
e
RIKISUTVARPIÐ
09.00 Fréttir. 15.53
09.03 Laufskálinn. 16.00
09.38 Segöu mér sögu 16.05
09.50 Morgunleikfimi. 17.00
10.00 Fréttir. 17.03
10.15 Árdegistónar. 18.00
11.00 Fréttir. 18.30
11.03 Byggöalínan. 18.45
12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 18.48
12.01 Daglegt mál. 19.00
12.20 Hádegisfréttir. 19.30
12.45 Veöurfregnir. 19.40
12.50 Auölind. 20.00
12.57 Dánarfregnir og auglýsingar. 21.00
13.05 Komdu nú aö kveöast á. 21.40
14.00 Fréttir. 22.00
14.03 Útvarpssagan. 22.10
14.30 Miödegistónar. 22.15
15.00 Fréttir. 22.30
15.03 Fimmtíu mínútur. 24.00
BYLGJAN
09.05 Hressandl morgunþáttur meö Valdísi.
Fréttir kl. 10.00 og 11.00.
12.00 Hádegisfréttir frá fréttastofu Stöövar 2
og Bylgjunnar.
12.10 Gullmolar Bylgjunnar í hádeginu.
13.00 íþróttafréttlr.
13.10 Gulli Helga. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og
16.00.
16.00 ÞJóðbrautin.
18.00 Gullmolar.
19.00 19 20. Samtengdar fréttir Stöðvar 2 og
Bylgjunnar.
20.00 Kristófer Helgason spllar góöa tónlist,
happastiginn og fleira. Netfang:
krlstofer@ibc.is
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Aö lokinni
dagskrá Stöðvar 2 samtengjast rásir
Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
A S 2
09.03 Lísuhóll.
12.00 Fréttayfirllt og veöur.
12.20 Hádegisfréttlr.
12.45 Hvítlr máfar.
14.03 Brot úr degl.
16.00 Fréttir.
16.05 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir.
17.00 Fréttlr. - Dagskrá heldur áfram.
18.00 Fréttlr.
18.03 Þjóöarsálin Siminn er 568 60 90.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Mllll steins og sleggju.
20.30 Kvöldtónar.
21.00 Sveitasöngvar á sunnudegl.
22.00 Fréttir.
22.10 Vlnyl-kvöld. Andrea Jónsdóttir.
24.00 Fréttir.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 Og
18.35-19.00. Útvarp Noröurlands.