Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 4
ARI & CO • Auglýslngaatofa 4 - Laugardagur 26. apríl 1997 JDagur-tÍRmirat • Hafnarstræti 93,2. hæð • Gengið inn hjá Stjörnuapáteki, [áður húkamarkaður) F R É T T I R Siglufjörður Hvatt til uppsetn- ingar vegriða formum Vegagerðar ríkisins til að bæta um- ferðaröryggi frá Hraun- um að Almenningsnöfum fagnað og hvatt til frekari uppsetningar vegriða. Tækni- og umhverfisnefnd Siglufjarðarbæjar hefur ályktað í umferðaröryggismálum fram til ársins 2001, þar sem segir m.a. að fremur fá alvarleg um- ferðarslys hafi orðið í lögsagn- arumdæmi Sigluíjarðarbæjar, alvarlegustu slysin hafi orðið á gangandi vegfarendum. Til úr- bóta vill nefndin að gert verði átak í að útbúa og merkja gangbrautir, sérstakiega í ná- grenni skóla og leikskóla. Gert verði átak í að ljúka lagningu gangstétta og bílastæði við skóla verði sérstaklega afmörk- uð til að fyrirbyggja hættu. Fræðsla og kynning verði aukin í leikskóla og grunnskóla í sam- ráði og samvinnu við foreldra- félög skólanna og lögregluna, m.a. með áherslu á notkun ör- yggishjálma hjólreiðafólks og bílbeltanotkun. Nefndin fagnar áformum Vegagerðarinnar til þess að bæta öryggi á SigluQarðarvegi frá Hraunum að Aimenningsnöf með breikkun og uppsetningu vegriða. Hvatt er til þess að sett verði vegrið á hæð og beygju norðan í Lambanesásnum; auk- ið verði við vegrið frá Sauða- nesafleggjara að Strákagöngum og aukið verði við vegrið Siglu- fjarðarmegin á leiðinni frá Strákagöngxun að Selgib. Á þeim kafla er vegurinn mjög mjór og mikill bratti og hæð niður í sjó. GG Kópavogur íbúum fjölgar um 1000 á ári Mikil og hröð upp- bygging. íbúafjöldi stefnir í 20 þúsund. Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, gerir fastlega ráð fyrir því að íbúum bæjarins muni fjölga um 1000 á þessu ári eins og í fyrra. Gangi það eftir verður íbúatala bæjarins orðin hátt í 20 þúsund manns í árslok. Til samanburð- ar fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 1200 í fyrra en borgarbúar eru rúmlega 100 þúsund. „Ef maður kemur ekki þang- að niður eftir í viku er maður að rekast á hús sem maður vissi ekki um,“ segir bæjarstjór- inn um þá miklu og hröðu upp- byggingu sem á sér stað í Kópa- vogsdalnum. Hann segir að full- byggt verði hverfið þarna í dalnum álíka fjölmennt og íbúafjöldi Akraness, eða um 5 þúsund manns. Sem dæmi um íjölgun íbúa í Kópavogi á liðnum árum þá voru þeir um 16.186 í byrjun þessa áratugar. Síðan þá virðist ekkert lát vera á viðkomu bæj- arbúa, búferlaflutningum frá nærliggjandi sveitarfélögum og Iandsbyggð í Kópavoginn. -grh Jökull Hagnaður 1,4 m. kr. s tgerðarfyrirtækið Jökull hf. á Raufarhöfn var rek- ið með 1,4 milljón króna hagnaði á árinu 1996, rekstrar- tekjur 975 milljónir króna og rekstrargjöld 896 milljónir króna. í rekstraráætlun var reiknað með að samstæðan yrði rekin með 22 milljóna króna hagnaði. Ástæðan fyrir verri af- komu en áætlað var er fram- legðartap vegna breytinga á skipastóli félagsins og áhrifa af lækkun á afurðaverði rækju. Félagið hefur auk breytinga á skipastóli fjárfest í endurnýjun rækjuvinnslu á Kópaskeri og Iækkað þar með framleiðslu- kostnað og aukið gæðaímynd- ina. í fiskvinnslu fyrirtækisins á Raufarhöfn hefur orðið lækkun á framleiðslukostnaði, aukin sérhæfing í þorskvinnslu og aukning í frystingu uppsjávar- afla. GG BIFVÉLAVIRKI Óskum eftir að ráða bifvélavirkja til starfa sem fyrst. Umsóknir þurfa að hafa borist eigi síðar en þriðjudaginn 6. maí nk. Uppl. veitir Guðmundur Kristjánsson í síma 466 1122 eða á staðnum. BÍLAVERKSTÆÐI DALVÍKUR, pósthólf 60, 620 Dalvík.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.