Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 7
T Jbtgur-'ðRtirám Laugardagur 26. apríl 1997 - 7 ERLENDAR FRETTIR Ekki seinna vænna fyrir Chirac Baksvið Dagur Þorleifsson Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur ákveðið að kosið skuli þar til þings 25. maí og 1. júní nk. Spáð er að borgaraflokkarn- ir, sem hafa yfirgnæfandi meiri- hluta á þingi, tapi þá miklu, en haldi meirihlutanum. Þess vegna lætur Chirac kjósa nú, skrifa fréttaskýrend- ur, þótt kjörtímabil núverandi þingmanna renni ekki út fyrr en eftir ár. Kosningaspámenn telja sem sé sennilegt að sigur- líkur borgaraflokkanna, gaul- leistaflokks Chiracs og UDF, sem venjulega er skilgreindur sem frjálslyndur, fari mirmk- andi fram að næsta vori. Þessir tveir flokkar standa að núver- andi ríkisstjórn. í janúar 1999 ... Evrópusambandsmálin, sérstak- lega fyrirhuguð sameiginleg mynt ESB (evró, EMU), verða æ fyrirferðarmeiri í stjórnmálum aðildarríkja þess. Þau eru ofar- lega í kosningabaráttunni bæði í Bretlandi og Frakklandi. Chirac vill hafa þingmeirihluta á bak við sig þegar á það reynir að koma Frakklandi inn í mynt- bandalagið, en það hefur hann lofað að gera. í janúar 1999 verður ákveðið hvaða ríki teljist hæf til þess að vera með um evróið frá byrjun. Til þess að tryggja að Frakkland verði í þeim hópi, sem er auk annars viðkvæmt metnaðarmál, er talið að gera þurfi ráðstafanir, sem komi hart niður á lífskjörum margra landsmanna. Og margir Frakkar eru þegar sáróánægðir með kjör sín. Að vori verður stjórnin lík- lega í miðju kafi við óvinsælar niðurskurðar- og sparnaðarráð- stafanir, með þeim afleiðingum að helsta baráttumáhð í kosn- ingum þá hefði orðið hvort Frakkland ætti að vera með í evróinu eða ekki. Á það mun Chirac ekki hafa treyst sér til að hætta. Kjörtímabil hans sem forseta rennur ekki út fyrr en árið 2002, og haldi borgaralegu flokkarnir meirihluta sínum í vor, verða þarnæstu þingkosn- ingar ekki fyrr en rétt fyrir for- setakosningarnar 2002. Chirac gerir sér vonir um að þá verði raunir þær, er almenningur verði að þola vegna evrósins, að baki. Það muni tryggja borg- aralegu flokkunum þingmeiri- hluta áfram og honum endur- kjör á forsetastól. 13% atvinnuleysi Ónægja almennings með for- seta og ríkisstjórn er þegar mikil. Ein drýgsta ástæðan til þess er atvinnuleysið, sem nú nemur tæpum 13% og hefur heldur farið vaxandi, hvað sem líður loforðum stjórnarinnar um að þeirri óheiUaþróun verði snúið við. Um hehningur at- vinnulausra þarlendis hefur um 35.000 kr. að lifa af á mánuði. Og landsmenn mega búast við Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar: borgaralegu flokkunum og vinstri flokkunum stendur jafnmikil! stuggur af honum. drjúgum niðurskurði á útgjöld- um hins opinbera, sérstaklega til félags- og heilbrigðismála, og lækkun eftirlauna, sem að vísu eru með hærra móti þar hjá sumum starfsstéttum. Þennan sparnað mun stjórn Chiracs telja óhjákvæmilegan til þess að fjárlagahallinn komist niður í 3%, en það er skilyrði fyrir því að Frakkland teljist tækt í evr- óið þegar því verður hleypt af stokkunum. Sl. ár var fjárlaga- halhnn 4%. Sósíalistaflokkurinn, sem stærstur er vinstriflokka, gerir sér vonir um mikla fylgisauk- ingu en spár um það eru ekki á eina lund. Sósíalistar eru ósparir á fögur kosningaloforð, lofa t.d. að sjá landsmönnum, sérstaklega ungu fólki, fyrir um 700.000 nýjum störfum á allra- næstu árum. En margir efast um gildi þess loforðs. Þá er út- breidd skoðun að stefna sósíal- ista, meðan þeir fóru með Franska þingið Þar sitja 577 þingmenn. Með kosningafyrirkomulaginu er hyglað rnjög þeim stjórn- málaflokkum, er mest hafa fylgi, auk þess sem það fyr- irkomulag gerir mögulegt að útiloka frá þingi flokka sem hafa verulegt fylgi. Af þeim ástæðum fer því fjarri að skipting þingsæta milU flokka samsvarí skiptingu fylgisins miUi þeirra. Núver- andi skipting þingsæta milli flokka: GauUeistar: 242 þingmenn auk 16 sem eru í bandalagi viðþá. UDF: 200 þingmenn auk sex í bandalagi við flokkinn. Sósíalistaflokkur: 56 þing- menn auk sex bandamanna. Kommúnistaflokkur: 22 þingmenn auk tveggja bandamanna. Þingmenn óháðir flokkum: 25. Eitt þingsæti er autt. stjórn, hafi í raun verið sú sama og þeirra borgaralegu nú. Því hafi kjósendur ekki gleymt. En að vísu er taUð að greiða muni fyrir sósíalistum og næststærsta vinstriflokknum, kommúnistum, að þeir séu orðnir samlyndari en lengi var, einkum vegna þess að komm- únistar hafi dregið úr harðlínu- svip sínum. Sé því líklegt að flokkum þessum tveimur og smáflokkum ýmsum vinstra megin muni ganga sæmilega að vinna saman fyrir síðari umferð kosninganna. Allir hræddir við Þjóðfylkingu í Frakklandi eru einmennings- kjördæmi og í kjördæmum, þar sem enginn frambjóðandi fær yfir 50% greiddra atkvæða í fyrri umferð, verður að kjósa aftur. Búist er við að þar sem frambjóðandi sósíaUsta fái fleiri atkvæði en frambjóðandi kommúnista í fyrri umferð, muni kjósendur kommúnista kjósa sósíaUstann í síðari um- ferð, og gagnkvæmt. Borgaralegu flokkunum og vinstriflokkunum stendur að því er virðist nokkurn veginn jafn- mikill stuggur af Þjóðfylking- unni (Front National), sem venjan er að skilgreina sem „rasískan" hægriöfgaflokk. Tal- ið er að í ýmsum kjördæmum muni borgaraflokkarnir leita samstarfs við Þjóðfylkinguna, hvað sem forystumenn þeirra í París segi. Samkvæmt skoðana- könnunum gerðum fyrir fáein- um árum hafði Þjóðfylkingin þá meira verkalýðsfylgi en „verka- lýðsllokkarnir" sósíalistar og kommúnistar hvorir um sig. TU marks um það, að öldin er önn- ur en var í kalda stríðinu, í frönskum stjórnmálum sem annars staðar, er að í kosning- um upp á síðkastið hefur komið fyrir að borgaraflokkarnir hafa grátbeðið kjósendur sína að kjósa kommúnista tU þess að koma í veg fyrir sigur Þjóðfylk- ingarinnar. Atvinna FLUGFELAG ÍSLANDS Flugfélag Islands, Akureyrarflugvelli óskar eftir að ráða starfsmann sem fyrst. Starfið felst í eldsneytisafgreiðslu, hleðslu flugvéla og fl. Meirapróf og einhver enskukunnátta skilyrði. Æskilegur aldur 25-45 ára. Einnig vantar starfsmann í sömu störf til sumarafleys inga. Upplýsingar gefur stöðvarstjóri á Akureyrarflugvelli. r AKUREYRARBÆR BÚSETUDEILD Starfsmaður óskast Fjölskylda á Akureyri með 10 ára mál- og hreyfi- hamlaðan dreng óskar eftir starfsmanni, helst með uppeldismenntun. Þarf að geta hafið störf 20. maí næstkomandi. Vinnutími er 30-40 klst. á viku. Starfið felst í aðstoð við drenginn inni á heimilinu og við tómstundastörí og er bæði fjölbreytt og gefandi. Við leitum að starfsmanni sem hefur hæfileika til og áhuga á að taka þátt í lífi og starfi 10 ára drengs. Starfsmaðurinn fær handleiðslu og þjálfun og er þetta kjörið tækifæri til að öðlast reynslu sem nýst getur í mörgum uppeldisstörfum. Góð laun í boði. Nánari upplýsingar gefur Kristín Sigursveinsdóttir, búsetudeild Akureyrarbæjar í síma 460 1410. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn hádegisverðar- fundur um „Fríkortid n Miklar og heitar umræður hafa spunnist út í þjóð- félaginu um ágæti svokallaðra tryggðarkorta og hefur Fríkortið verið þar fremst í flokki. Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Frikortsins, mun kynna hugmyndir á bak við Fríkortið, þróun þess og framtíð. Að framsögn lokinni verður opnað fyrir fyrirspurnir. Staöur: Fiðlarinn á þakinu (fundarsalur) Tími: Mánudaginn 28. apríl kl. 12:00-13:00 Verö: 1200.- Innifalinn er léttur hádegisveröur og kaffí. BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK Skúlatúni 2, 105 Reykjavík Sími 563 2400, fax 562 4339 Lóðaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru neðangreindar lóðir í Staðahverfi: Lóðir fyrir einbýlishús: 23 lóðir við Garðsstaði 26 lóðir við Brúnastaði Lóðir fyrir raðhús: 10 lóðir (36 íbúðir) við Garðsstaði 6 lóðir (20 íbúðir) við Brúnastaði. Gert er ráð fyrir að lóðimar verði byggingarhæfar í sept- ember 1997. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 563 2310. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublöð, skipulagsskilmálar og uppdrættir. Tekið verður við umsóknum um lóðirnar frá og með föstudeginum 2. maí nk. kl. 8.20 á skrifstofu borgarverk- fræðings. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.