Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 26. apríl 1997 jDagur-XEímtmt PJÓÐMÁL 3Dagur-®ímtrat Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Brauð í fyrsta lagi Einhvers staðar í íslenska efnahagsundrinu eru á sveimi 2-300 milljónir sem heita auknar skuldir heimilanna vegna verðhækkunar á brauðum. Stóru verksmiðjuframleiðendurnir tóku forskot á kauphækkunarsæluna og hækkuðu vörur sínar um heil 10 prósent. Petta vekur athygli á furðulega háu brauðverði hér á landi. Svokölluð frjáls sam- keppni' hefur engu skilað í þessu efni. íburðarmikil bakarí og stórkostlegar verksmiðjur eru algjörlega sammála um að halda uppi fáránlegu brauðverði. í öðru lagi Hvernig stendur á því að fjöldaframleidd verk- smiðjuvara sem stöðug og jöfn spurn er eftir kost- ar almenning miklu meira en ef hver og einn býr hana til sjálfur? Kaupir inn hráefni og orku á smá- söluverði? Á hátíðisdegi bakara, bolludegi, er hægt að vera á bankastjórahjónakjörum við að sletta vatnsdeigi. Öll þessi brauð með meira og minna skringilegum nöfnum eru ílutt inn blönduð og til- búin í ofninn. Hvers vegna skilar hagræðingin sér ekki til neytenda? Adam Smith hefði orðið hissa. J í þriðja lagi Mannbætandi iðja eins og að baka sitt eigið brauð losar streitu, skapar sálinni ró og sparar heimihnu mikla peninga. Skiljanlegt er þó að einhver vilji kaupa þessa þjónustu. En fyrir óinnvígða leikmenn er óskiljanlegt hvers vegna hún er svona dýr. Hér á landi er rifist um miklu minni upphæðir en felast í brauðkaupum heimilanna. Vill ekki Samkeppnis- stofnun vinsamlegast iíta á verðmyndun brauða í landinu? Við vitum öll að hörð samkeppni ölhúsa skilar engu nema okri á bjór. Brauðin virðast und- ir sömu sök seld. V Stefán Jón Hafstein. _______________________y Sp Ittó Er hægt að merkja stefnubreytingu í orðuveitingum forseta íslands, skv. orðuveitingum hans á sumardaginn fyrsta? Sr. Pétur Þórarinsson í Laufási Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður Þegar ég heyri þessi nöfn finnst mér koma meira þar fram fólk sem hefur unn- ið einhver afrek, og ekki endilega fólk sem komið er á efri ár. Þetta fólk sem nú hlýtur viðurkenningu fær hana ekki endilega fyrir störf sín, heldur einnig fyrir unnin afrek, áhugamál og sigra. Stefnubreytingin er því greinileg - því gjarnan hefur orðan farið til emb- ættismanna og annarra slíkra. Hér er sjónarhorn- ið mun víðara. Það er greinilegt að með þessum nýjustu orðuveitingum er verið að horfa í þessu sambandi, til annarra hópa en venja hefur verið. Þarna er yngra fólk og fólk sem er að takast á við nýstárleg verkefni. l’ar nefni ég til dæmis Björku Guðmundsdóttur. Orðu- veitingin nú er alveg f anda þess sem Ólafur Ragnar Grímsson talaði um í kosningabaráttunni fyrir ári síðan. Sigríður Stefánsdóttir bajarfulltrúi á Akureyri Þetta hef ég nú ekki íhugað mikið, en ég tók að minnsta kosti eftir því að fleiri konur fengu orðuna nú, en oft áður. En heildarmyndin á þessu skýrist frekar þegar Ólafur Uagnar Grímsson hefur afhent orðuna oftar. En auðvitað koma tillögur í þessu efni frá orðunefnd- Hákon Aðalsteinsson skógarbóndi á Itúsum á Héraði Mér dettur nú bara í hug vísan eftir Jón Helgason, prófess- or í Kaupmannahöfn, þar sem hann segir: Ef allt þetta fólk fær í glitsölum himnanna gist, / sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í krist, / þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort mikils sé misst, / þó mað- ur að síðustu lendi í ann- arri vist. Andspyrnuhetjur nútímans „Allra skýrast sést hvernig stríðið hefur mótað okkur öll þegar verkföll eru í nánd. ís- lenska hamstrið, taumlaust, ör- væntingarfullt, eigingjarnt, á rót sína annað hvort í seinni heimstyrjöldinni eða einhverju öðru stríði. Menn eru að birgja sig upp fyrir sex ára stríð og þeir sem koma mjólk til Reykja- víkur í trássi við verkfallið h'ta á sig sem eins konar hetjur and- spyrnuhr eyfingarinnar. “ - Ármann Jakopsson í DV í gær. „Valdabarátta í samtökum Filppseyinga á íslandi" - Fyrirsögn í Helgarpóstinum. Stórt spurt „Til hvers eru karlmenn nýtir?“ - Önnur fyrirsögn í Helgarpóstinum. Alveg nýtt „Þetta er ekkert annað en ein- ræðistilburðir og vinnubrögð sem maður hefur aldrei kynnst og ekki heyrt af annars staðar.“ - Friðrik Guðmundsson í DV um sam- skipti við framkvæmdastjóra Hraðfrysti- húss Þörshafnar. Út með hana „Það er greininlegt að íslenska sauðkindin á vaxandi vinsæld- um að fagna í Kanada og Bandaríkjunum.“ - Ólafur R. Dýrmundsson í Bændablað- inu. Að missa minnihlutann Ian Smith var ieiðtogi hvítra manna í Ródesíu í Suðaustur-Afríku á blóma- skeiði landsins þar til innfæddir tóku við stjórnartaumum og kölluðu landið Simbabve eða eitthvað svoleiðis. Áður var landið bresk nýlenda. Ian Smith hef- ur skrifað bókina Svikráð um stjórnmálin í Ródesíu og fylgdi henni úr hlaði á skjánum fyrir skömmu. Ánægjulegt var fyrir mann af sauðahúsi pistilhöfundar að sjá helsta framvörð hvítra manna við hestaheilsu og í banastuði. Sá gamli sagðist aldrei hafa tapað fyr- ir andstæðingum sínum á ferlinum heldur vera svikinn af samherjum í lokin. Jafnframt sagði hann svarta fbúa lands- ins koma til sín í dag og sakna stjórnar- setu hvítra manna. Þá sultu börnin þeirra að minnsta kosti ekki, sögðu þeir svörtu. Stjórn hvíta minnihlutans er þá ekki alls varnað í löndum svartra. En viðtalið riíjaði upp annan skilning á orð- inu minnihluti. Fyrir nokkrum árum sat pistilhöfund- ur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York og kynntist þar kennara á Manhattaneyju með kolsvart hörund. Báðum þótti jafn lítið til uppruna hins koma og fyrir bragðið tókst með þeim ágætur kunningsskapur í jafnræði. Kenn- arinn rak námskeið á vegum borgarinn- ar fyrir afgangskrakka þjóðfélagsins. Krakkarnir fengu vinnu á daginn gegn því að ganga í skóla á kvöldin eða öfugt. Kvöld eitt bauð surtur pistilhöfundi í heimsókn að segja krökkunum frá Alls- herjarþinginu, Þingmannasamtökum NATO, Alþingi við Öxará og fleiri undrum veraldar. í hópnum voru einkum frelsað- ir dópsalar og viðreistar smámellur og voru krakkarnir ýmist af svörtu bergi brotnir eða frá eyjunni Puertó Ríkó í Karíbahafi. Fór sem pistilhöf- und grunaði að áheyrendur sperrtu ekki eyrun undir irá- sögn af þúsund ára þinghaldi í Norðurís- hafinu og fýldu heldur grön. Þegar talið barst hins vegar að glæpum og refsingu sá pistilhöfundur sér leik á borði að blása lífi í glæðurnar. Sagði krökkunum að fá afbrot væru framin á íslandi og lík- lega af því að þar bjó aðeins fólk með hvftan hörundslit. Krakkarnir brugðust hart við þessari átthagafræði og hafi pistilhöfundur búist við sprethnífum á lofti varð honum ekki að ósk sinni. Nú höfðu hins vegar allir eitthvað til málanna að leggja og héldu fimlega á málstaði sínum. Harðast gekk fram stúlka nokkur frá Puertó Rfkó og föl á hörund eins og Mjallhvít í ævintýrinu. Pistilhöfundur spurði hvað hún vildi upp á dekk hvít eins og nýfallinn jólasnjór. Sjálf sagðist hún vera svertingi í merg og bein þó hún væri ekki svört á húð og hár. Alltént heyrði hún til kolsvörtum minni- hluta og engar refjar. Nú hefði telpan getað hæglega gengið inn í öll betri samfé- lög hvítra manna í veröldinni og kynnt sig sem dóttur hjón- anna í næsta húsi. Pistilhöfundur spurði því hvort stúlkan heyrði til hvítum minnihluta á Puertó Ríkó og óttaðist um líf og limi eins og hvi'tir minnihlutar gera i' negrabyggðum nema svíkja lit. Hún hélt nú ekki. Á Puertó Ríkó er aðeins einn minnihluti, sagði hún, og það er margfaldur meiri- hluti svartra manna á eyjunni. Minnihluti er alltaf minnihluti og hvort sem hann er í meirihluta eða ekki. Orðið minnihluti er þvi' ekki lengur rétta orðið yfir minnhluta af fólki eða einhverju öðru mælanlegu. Hvítur minni- hluti er annar minnihluti en svartur minnihluti. Minnihlutar hvítra landa og meirihlutar svartra landa eru að samein- ast í einn allsherjar minnihluta. í augum krakkanna var minnihluti ávísun á bæj- arvinnu og aðgöngumiði að kvöldnám- skeiðum. Minnihluti er nýtt orð yfir sér- stakar þarfir litaðs fólks í heimi hvíta mannsins. Minnihluti er staða í þjóðfélaginu og lífsviðhorf. Stöðutákn. Fólki gengur miklu betur að rökstyðja kröfur si'nar á hendur samfélaginu ef það leggur fram réttan minnihluta máli sínu til stuðnings. Og hvaða minnihluti er betri en svartur minnihluti í landi hvíta meirihlutans. Alla vega ekki svartur meirihluti í landi hvíta minnihlutans. Um það vitna gamlir þegn- ar Ian Smith í nýju Simbabve. Utan minnihlutans hverfur hins vegar sérstaðan og kröfugerðin fellur úr for- gangsröð niður í almennar þarfir meiri- hlutans. Það eru vond býti fyrir marga og afarkostir fyrir suma. Að missa minnihlutann sinn er að missa fótanna. CLiqei'i Manneð

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.