Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 9
JDagur-'3Kmtmt Laugardagur 26. apríl 1997 - 9 RITSTJÓRNARPISTILL Orður til vegagerðar? Birgir Guðmundsson skrifar Ikosningabaráttunni í fyrra- sumar voru forsetafram- bjóðendur m.a. spurðir um afstöðu sína til orðuveitinga. All- ir voru sammála um að sparlega þyrfti að fara með orðurnar, og ég man ekki betur en Ólafur Ragnar Grímsson hafi þá orðað þetta með mjög eftirminnilegum hætti. Hann sagði óeðlilegt að menn gætu gengið út frá því að verða áskrifendur að Fálkaorð- unni, með því einu að mæta vel í vinnuna. Orðuveitingar vekja enn tals- verða athygli og umtal. Þannig á það líka að vera - það væri eitt- hvað meira en btið að ef menn létu sig ekki varða um það, þeg- ar heiðursmerki lýðveldisins er útdeilt. Sannleikurinn er hins vegar sá, eins og meðal annars endurspeglaðist í sparsemissjón- armiðunum í svörum forseta- frambjóðendanna, að Fálkaorð- an hefur verið að gengisfalla í hugum fjölmargra íslendinga. Fólki hefur einmitt fundist emb- ættismenn og ýmsir betri borg- arar vera í áskrift að orðunni auk þess sem æ oftar heyrist tal- að um að upplagið sé orðið tals- vert mikið. Gull í Eldorado í sögu Voltaire af Birtingi segir frá því þegar Birtingur og túlk- urinn hans Kakambus gengu eftir vegi í því stórfenglega ríki Eldorado. Grjótið og möhn í þjóðveginum var úr skíra gulli og annað í þessu ríki var eftir því. Þegar þeir fóru í burtu þótti kónginum það afar hlægilegt að Birtingur og Kakambus vildu fyrir alla muni taka með sér rollur klyfjaðar þessu ómerki- lega gula grjóti sem lá eins og hráviði á öllum víðavangi. Það er kannski full mikið sagt að menn hafi verið farnir að nota Fálkaorður til vegagerðar, en óneitanlega hefur hversdags- leikinn náð að draga talsvert úr þeim skæra Ijóma sem af Fálka- orðunni ætti að stafa. Sveigjanlegra kerfi? En allt á sér sínar skýringar og greinilega hefur forsetaembætt- ið og orðunefnd metið það svo í gegnum áratugina að vaxandi þörf væri á að heiðra fólk með einhverjum hætti. Nú er það hins vegar svo að íslendingar hafa ekki yfir að ráða mörgum heiðursmerkjum eða formlegum viðurkenningum sem lýðveldið veitir þegnum sínum. Fálkaorð- an er það eina sem til er af þessu tagi og þó stig hennar séu nokkur, þá gerir fólk ekki mik- inn greinarmun á þeim í huga sér. Fálkaorðan hefur því verið eini farvegurinn sem fyrir hendi er fyrir opinberar viðurkenning- ar og því í sjálfu sér ekki skrýtið þó þróunin hafi smám saman Það væri t.d. fyllilega umræðunnar virði hvort landsmenn eigi að koma sér upp meira úrvali heiðurs- viðurkenninga þannig að aukinn sveigjanleiki og eðli- legra samræmi verði í kerfinu. orðið sú að fleiri frekar en færri hafi fengið hana. f því ljósi er eðlilegt að spyrja hvort Fálka- orðan sé endilega rétti vettvang- urinn til að þakka embættis- mönnum (vel?) unnin störf eða að votta farsælum broddborgur- um virðingu þjóðarinnar þegar þeir eru komnir á efri ár. Það kann að vera eðlilegt að þessir hópar fái einhvers konar viður- kenningu, en það er ekkert sem segir að eðlilegt sé að þeir séu spyrtir saman við annað fólk, sem hefur markað sér sérstöðu og unnið þjóðinni gagn með einhverjum þeim hætti að það fær fyrir það viðurkenningu. Það væri t.d. fyllilega umræðunnar vhði hvort landsmenn eigi að koma sér upp meira úrvali heið- ursviðurkenninga þannig að aukinn sveigjanleiki og eðlilegra samræmi verði í kerfinu. Það er hins vegar ólíklegt að íslending- ar upp til hópa séu spenntir fyr- ir slíku. Hefðin er lítil hér fyrir titlatogi og heiðursmerkjaburði, fyrir nú utan það að fyrirmenn landsins, sem hugsanlega kynnu að telja sig eiga heimtingu á orðu eru það stórir upp á sig að þeir myndu varla sætta sig við annað en Fálkaorðuna sjálfa. Þar er gamla góða „frekar þann versta en þann næstbesta" - syndrómið í fullu gildi. Öðruvísi tillögur Því hefur oft verið haldið fram að forsetinn ákveði í raun ekki hverjir fái Fálkaorðuna. Það sé orðunefnd sem öllu ráði í þeim efnum. Nefndin komi með tillög- urnar og stilli upp þeim lista sem úthlutað er eftir hverju sinni. Þetta sjónarmið er móðg- un við sitjandi forseta hverju sinni, því auðvitað er það hann sem veitir orðurnar þó svo að hann hafi nefndina með sér í að finna tilnefningarnar. Raunar er það þannig að það bréf almenn- ings til orðunefudar með uppá- stungum um fólk til að heiðra, taka líka mið af því hver það er sem er á forsetastóli. Þannig hef ég t.d. heyrt að uppástungurnar í tíð Ólafs Ragnars séu talsvert öðruvísi en í tíð Vigdísar, vegna þess að fólki finnst að óhkir for- seta vilji heiðra ólíkt fólk. Forsetinn getur því, ef hann vill, haft úrslitaáhrif í málinu og sett sinn persónulega stimpil á það. Það er ekki síst í ljósi þessa sem orðuveitingin á sumardag- inn fyrsta hefur vakið athygli. Þetta er fyrsta orðuveitingin sem Ólafur Ragnar Grímsson stendur að sjálfur og ákveður. Að vísu hefur hann veitt orður einu sinni áður, en þá kom hann inn á lokastigi ákvörðunarferilsins og var í raun að ljúka verki sem var áður byrjað. Sumardagurinn fyrsti Þau voru ellefu sem fengu orðu að þessu sinni og flestum virðist bera saman um að stílhnn sé annar en oftast áður. En hafi menn hins vegar túlkað svör Ól- afs Ragnars í kosningabarátt- unni sem svo að um byltingu yrði að ræða í þessum efnum, þá hafa hinir sömu orðið fyrir von- brigðum. Engu að síður er hst- inn bara talsvert djarfur því þar eiga bæði (pólitískir) embættis- menn fuhtrúa og umdeildar al- þýðuhetjur. Ólafur G. Einarsson er dæmi um hið fyrra. Hann hef- ur vissulega staðið sig ágætlega sem forseti Alþingis og á sann- arlega skihð að menn virði það við hann. Hins er myndi Ólafur G. óneitanlega fylla flokk þeirra, Það er hins vegar talsvert djarfara og nýstárlegra hjá for- setanum að veita Jóhannesi í Bónus orðu. Eru það kalkúnalappirnar? sem fá „orðu í áskrift" sam- kvæmt gamla kerfinu sem marg- ir voru að vonast til að yrði af- lagt. Þetta ber þó síður en svo að skilja sem gagnrýni á stjórn- málamanninn og þingforsetann Ólaf G. Einarsson. Það er ein- faldlega allt annar handleggur. Bónusorðan Það er hins vegar talsvert djarf- ara og nýstárlegra hjá forsetan- um að veita Jóhannesi í Bónus orðu. Eru það kalkúnalappirn- ar? Fá menn orðu fyrir að láta reyna á þanþol laga um inn- flutning á kjöti og standa í hálf- heilögu stríði við landbúnaðar- ráðuneytið? Eða fær Jóhannes orðu fyrir að selja ódýra vöru? Hvað með Júhusana í Nettó eða í Nóatúni? Annar orðuþegi er Björk Guðmundsdóttir sem raunar er hætt að vera umdeild vegna þess að hún er svo fræg. Og hvað eiga svo Björk og Jó- hannes í Bónus og raunar ýmsir fleiri á orðuhstanum sumar- dagsins fyrsta sameiginlegt? Fátt annað en það að hafa orðið alþýðuhetjur í krafti skapandi frumkvæðis ýmist á sviði hsta, viðskipta eða í samfélagsstarfi. Það er þessi áberandi sköpun sem gefur orðuhstanum nýtt yfirbragð að þessu sinni. í stað- inn fyrir að heiðra einnungis fyrir vel unnin störf konuna sem gætti „brauðsins dýra" af lands- frægri trúmennsku, er nú líka verið að heiðra þann sem tók upp á því nýmæli að baka brauð. Breyting ekki bylting Fálkaorðuhsti forsetans felur því í sér nokkrar djarfar breytingar þó hann boði ekki byltingu frá því sem verið hefur. Listinn hef- ur nýtt og ferskt yfirbragð. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort þessi breyting á eftir að ganga enn lengra þannig að orðu- áskriftum fyrir velunnin störf fækki, sem og orðuveitingunum sjálfum. Skoðanir eru skiptar og munu verða skiptar um það hvort tilteknir einstakhngar séu vel eða illa að Fálkaorðu komn- ir. Shkur ágreiningur verður ekki leystur með því að fjölga þeim sem fá orðu. Þvert á móti þarf að fækka þeim enn. Það er nefnilega alveg rétt sem Ólafur Ragnar og hinir forsetafram- bjóðendurnir sögðu í kosninga- slagnum, það er bráðnauðsyn- legt að fara sparlega með Fálka- orðuna. Þó orðan sé eflaust ágætt vegagerðarefni, rétt eins og guhið í Eldorado, þá er auð- velt að finna praktískara efni tíl slfkra hluta á íslandi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.