Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 11
íOagur-Œtmirat Laugardagur 26. apríl 1997 -11 Ríkiskirkja um aldur og ævi Mörður Árnason skrifar Það hefur verið einkenni- lega hljótt um það í vetur að nú liggur fyrir alþingi frumvarp um að staðfesta ein- hvern mesta samning sem ís- lenska ríkið hefur mundað sig til að gera í marga áratugi. Samningurinn skuldbindur al- mannavaldið og skattborgarana til verulegra yárútláía á hverju ári og samningsákvæðin eru þannig löguð að ríkið getur ekki sagt samningnum upp nema með sérstakri velvild gagnaðil- ans. Þar við bætist að margir hafa haft uppi efasemdir um að þau einstæðu tengsl sem samn- ingurinn staðfestir sé í sam- ræmi við almenn mannréttindi. Þetta frumvarp er ennþá í nefnd í þinginu og vegna þess að nú er aðeins rétt rúmur mánuður til þingloka er senni- legast að það verði afgreitt í hasti einhverja bjarta maínótt án raunverulegrar umfjöllunar af hálfu hinna þjóðkjörnu. Laun fyrir jarðir Ég er að tala um nýja þjóð- kirkjufrumvarpið. í því er fjallað mn uppbyggingu safnaða og kjör presta og stjórn kirkj- unnar og fleira merkilegt, en megininntak þess er söguleg breyting á sambandi ríkis og kirkju, breyting sem í raun fest- ir þjóðkirkjuna í sessi um alla framtíð hvað sem mönnum kann að þykja um það samband eftir tíu ár eða tuttugu eða hundrað. í lagafrumvarpinu er í stuttu máli gert ráð fyrir því að ríkið eignist kirkjujarðir svokallaðar með öllu, og skuldbindi sig á móti til þess að borga launa- kostnað kirkjunnar á hverju ári. Tala þessara launuðu starfsmanna er tiltekin og mið- ast nokkurn veginn við alla nú- verandi þjóna kirkjunnar, presta og aðra, en á að vísu að hækka og lækka í framtíðinni í samræmi við þann fjölda ís- lendinga sem er skráður í hina lútersk-evangelísku ríkiskirkju. Að geta óskað eftir Samningurinn sem að baki ligg- ur milli ríkisins og kirkjunnar er í nokkrum greinum, og í síð- ustu greininni eru ákvæði um framtíð sammngsins. Þar er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að segja upp þessum samning- um um hinar stöðugu greiðslur úr ríkissjóði. Þar er þó ákveðið að eftir fimmtán ár geti hvor aðili um sig óskað eftir því við hinn aðilann að samningurinn sé endurskoðaður. Eftir orð- anna hljóðan verður gagnaðU- inn hinsvegar að fallast á að ganga tU þessarar end- urskoðunar. VUji rildð endur- skoða samninginn eftir fimmtán ár en ekki kirkjan, þá verður einfaldiega ekkert af nýjum samningaviðræðum, sem eru óneitanlega nokkuð óvenjuleg ákvæði í samningum. Hitt er svo jafnvel enn óvenjulegra að sú endurskoðun samningsins sem gert er ráð fyrir á ein- göngu við þá einu grein sem fjallar um starfsmannafjöldann og hlutfallsútreikninginn milli launagreiðslna og félagatölunn- ar í kirkjunni. Að fimmtán ár- um liðnum er semsé ekki möguleiki á því að breyta sjálf- um meginsamningnum um að kirkjan fái laun sinna manna greidd úr ríkissjóði gegn því að ríkið eigi kirkjujarðir. Kátir kennimenn Kirkjumálaráðherrann var spurður út í þetta þegar frum- varpið kom fyrst á þingið í haust leið en komst upp með að fara undan í þeim flæmingi að væntanlega mundi þetta nú ráð- ast af andrúmsloftinu milli kirkju og ríkis í Prestar sem ég hef hitt og hafa átt hfut að málinu, þeir verða hinsvegar eins glaðhlakkalegir og guðsmenn geta leyft sér að verða þegar á þennan samning er minnst. Þeir segja mér að skilningur klerkastéttarinnar sé sá að með því að samþykkja frumvarpið sé ríkið að gera við kirkjuna samning sem standi um alla framtíð, um aldur og ævi. Um aldur og ævi, og bæta því við að þótt það hugtak kunni ef til vill að vanta undirstöðu í lögfræðinni þá sé það ákaflega nákvæmt í guðfræðinni. Prestarnir segja mér líka að í viðræðunum milli ríkis og kirkju mn þennan samning hafi fulltrúar almannavaldsins reynt að fá fram uppsagnar- eða end- urskoðunarákvæði sem tækju skýrlega til samningsins alls, þannig að aðilar máls gætu sest við hreint samningaborð að nýju eftir tiltekinn tíma. Það hafi kirkjan ekki tekið í mál og þeir úr ráðuneytunum lúffað að lokum. Um aldur og ævi. En páfinn? Nú má hafa langt mál um jarðir kirkjunnar, samningana frá því um það bil árið 1907 um vörslu ríkisins og rekstur á þessum jörðum, um fjölda kirkjujarða og verðmæti þeirra, og um sjálfan eignarrétt lútersku kirkjunnar yfir þessum jörðum. Þegar Utið er á sögu siðskipt- anna á 16. öld má raunar spyrja af hverju páfinn í Róm hafi ekki átt ekki sína fulltrúa við samningsborðið ásamt ís- lenska lýðveldinu og kirkju Lút- ers, því að allmargar þessara jarða voru á sínum tíma afhent- ar páfanum sem einskonar tryggðapantur gegn farsælh för í efri byggðir. Það sem mestu skiptir er þó það að hér er nánast án al- mennrar umræðu verið að binda hendur almannavaldsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Jafnvel þótt næstu kynslóðir ís- lendinga kæmust að því að skynsamleg trúskipan í landinu felist í aðskilnaði ríkis og kirkju héldist áfram réttur hinnar lút- ersk-evangehsku kirkjudeUdar tU fuUra launagreiðslna úr rík- issjóði. Kirkjuskattarnir fslenskir katólikkar borga sjálf- ir sína presta, fríkirkjumenn líka, aðventistar, hvítasunnu- fólk, búddistar og ásatrúar- menn, og um það breytir þessi samningur engu, jafnvel þótt hér ríki trúfrelsi samkvæmt stjórnarskrá, og jafnvel þótt þessi trúfélög næðu í framtíð- inni jafnrétti gagnvart núver- andi ríkiskirkju. En katóUkkar, fríkirkjumenn, aðventistar, hvítasunnufólk, ásatrúarmenn og búddistar eru samt látnir reiða fram skatt tU að borga laun fyrir presta og aðra þjóna þjóðkirkjunnar. Að ekki sé minnst á garminn hann Ketil, þann sífellt fjöl- mennari hóp sem ekki vill vera í stóru kirkjunni og heldur ekki í öðrum trúfélögum, en það fólk borgar ekki bara skatt til að launa starfsmenn þjóðkirkjunn- ar - heldur er lagður á það sér- stakur aukaskattur, eins og í VINNUSKÓLI REYKJA.VÍKUR refsingarskyni fyrir guðleysi sitt, upphæð jafnhá sóknar- gjöldum hinna. Þessi þjóð- kirkjuskattur er svo notaður til að borga fyrir kynningarstarf, ferðalög og annað skemmtana- líf í Háskóla íslands. En hér mim komið verra, og hættu nú herra, áður en séra Þórir sest næst í heitan pott. Höfundur flutti þennan pistil fyrst í þœttinum J vikulokin “ á Rás eitt laugardaginn 19. apríl. vIravirki flUT á UPPHLUTINN KR. 67.500- STÚLKUR41.600- BÖRN 21.000- SCNDI MVNDRUSTfl Sumarstarf 1997 ORÐSENDING til nemenda í 8., 9. og 10. bekkjum Grunnskóla Reykjavíkur Skráning í sumarstörf 1997 hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fer nú fram. Upplýsingum og skráningarblöðum hefur verið dreift í skólunum. Gæta verður þess, að fylla skráningarblöðin nákvæmlega út. Athygli er vakin á því, að Vinnuskólinn skráir nú alla 16 ára unglinga, sem sækja vilja um sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar. Skráningu lýkur miðvikudaginn 7. maí, en starfið hefst mánudaginn 9. júní. Skrifstofa Vinnuskólans er opin kl. 8:20 -16:15 virka daga. IEngjateigur 11 »105 Reykjavík Sími 588 2590 • Fax 588 2597 L®TT# VINNINGSTOLUR I .. .. MIÐVIKUDAGINN | 23.04. 1997 AÐALTÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. “<6 0 39.490.000 r\ 5 af 6 C.. +bónus 0 316.653 3. s*6 2 124.390 4. 4 af 6 191 2.070 j- 3 af 6 O. ♦ bónus 732 230 Samtals: Kojldarvinningsupphæð: A fslandi: 40.619.163 1.129.163 Upplýsingar um vinningstölur fást einnig ( símsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 800-6511 og i textavarpi á siðu 453.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.