Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.04.1997, Qupperneq 4
16- Miðvikudagur 30. apríl 1997
jH-igur-©mtnn
TJmbúðahmst
Lausn lífsgátunnar
Hlín
Agnarsdóttir
skrifar
Eg fann gamalt bréf frá
breskum vini þegar ég
var að taka til í pappírun-
um mínum um daginn. Ég skrif-
aðist á við hann í uppundir einn
áratug. Hann var 16 árum eldri
en ég, gáfaður, vel menntaður
og þroskaður. Hann hafði geng-
ið í gegnum þá lífsreynslu að
skilja og kvænast aftur, var
hættur að drekka, kominn á eft-
irlaxm frá háskólanum símnn,
búinn að kaupa sér hús út í
sveit og orðinn strangtrúuð
grænmetisæta og svo mikill
dýraverndunarsinni að hann
gekk ekki einu sinni í leður-
skóm eða ullarfötum. í bréfinu
er hann að svara kvörtunum
mínum yfir tilgangsleysi lífsins.
Þetta var á þeim tíma þegar ég
bjó í London og stundaði fram-
haldsnámi í leikstjórn, ein og
fjarri fjölskyldu og vinum. Þeg-
ar vorið kom fannst mér allt
ómögulegt, ég sjálf, skólinn
Bretar og bara allur heimurinn.
Vonleysið og tilgangsleysið
helltist jdir mig.
Hlutskipti mannsins
Ég fór í soddan þunglyndi að ég
ákvað að skrifa
þessum kæra
vini mínum, út-
skýra þessa líð-
an mína og
bera undir
hann hvort ég
ætti ekki að
leita geðlæknis
í Lundúnaborg,
i þeirri heims-
borg hlaut að
vera til nægi-
lega gáfaður
maður sem gæti leyst fyrir mig
lífsgátuna eða allt að því. Svar
vinar míns leiddi mig út úr
„Ltfið er stundum
tilgangslaust og
það gerir ekkert til,
engin ástœða til að
vilja deyja þess
vegna. “
ógöngunum sem líf mitt hafði
ratað í þetta vor. Hann sagðist
eingöngu geta hughreyst mig
með því að játa fyrir mér það
eina sem hver og ein mann-
eskja gæti játað og gefið ann-
arri nefnilega það, að hann
bæri mikla virðingu fyrir mér
sem manneskju og honum þætti
afar vænt um mig og því sæi
hann enga minnstu „hlutlægu“
ástæðu til þess að ég örvænti
um hag minn og líðan og svo
orðrétt; „...og ég vil líka játa
fyrir þér að mig er farið að
gruna að þessi tilgangsleysistil-
finning hafi ekkert að gera með
þá tilgangsleysistilfinningu sem
hver maður getur fundið til ein-
hvern tíma á ævinni, ég held
hún tilheyri hlutskipti mannsins
í heiminum almennt."
Þetta er nokkuð sem ég þarf
að minna mig á annað slagið.
Að lífið er stundum tilgangs-
laust og það gerir ekkert til,
engin ástæða til að vilja deyja
þess vegna.
Mannkynsfrelsarar
Með vorinu grípur fólk stundum
vorþunglyndi, veturinn og
dimman er að hverfa og sumar-
ið og birtan að ná yfirhöndinni.
Þá er eins og annmarkar okkar
komi betur í ljós, það eiga allir
að vera svo glaðir þegar sumar-
ið kemur, vera andlega og lík-
amlega tilbúnir að njóta bestu
árstíðarinnar. En ef svo illa
stendur á, að
þú ert ekki bú-
inn að finna
sjálfan þig og
þér líður af
einhverjum or-
sökum illa, þá
stendur þér
ótalmargt til
boða. Eitt af
því sem flætt
hefur yfir þjóð-
félagið á und-
anförnum ár-
um í andlegri leit manneskj-
unnar er ótrúlegt framboð af
alls kyns uppljómunarnám-
Eitt af því sem flætt hefur yfir þjóðfélagið á undanförnum árum í andlegri
leit manneskjunnar er ótrúlegt framboð af alls kyns uppljómunarnám-
skeiðum.
skeiðum, sem standa yfir í
nokkra daga eða eina helgi. Á
þessum námskeiðum er fólki
lofað bættri h'ðan og jafnvel
boðið að kynnast leiðbeinend-
um sem hafa í raun kynnst
lausn lífsgátunnar", svo vitnað
sé í einn bæklinginn sem ég las
á dögunum. Ég fer ekki svo á
Grænan kost án þess að rekast
á nýja og nýja auglýsingu frá
einhverjum mannkynsfrelsur-
um sem vilja leyfa þátttakend-
um að öðlast milliliðalausa
reynslu af sannleikanum um
það hverjir þeir séu.“
Þessi sjálfsleit miðar öll að
því því að manneskjan finni
kjarnann í sjálfri sér og þar
með sannleikann um sjálfa sig,
sem á að vera algjörlega full-
nægjandi. Allir sem hafa gengið
í gegnum slíka reynslu verða
fullkomlega ánægðir," eins og
segir í áðurnefndum bæklingi.
Engilsásjónur
frá Kaliforníu
Sumir eru að leita að sjálfum
sér alla ævina og elta uppi
námskeið, miðla, gúrúa og geð-
lækna langt fram í andlátið til
að láta segja sér hvernig þeir
eigi að lifa lífinu. í þessari
endalausu sjálfsleit getur líka
falist sjálfsblekking og lygi, því
líklega er ekki til neinn einn
sannleikur um mann sjálfan,
sem hægt er að finna í eitt
skipti fyrir öll á helgarnám-
skeiði. Sannleikurinn um okkur
sjálf er breytilegur og misjafn
og ekki endilega alltaf sá sami.
Og stundum er hann haugalygi,
sjálfsblekking og ímyndun. Það
sem við héldum að væru okkar
raunverulegu tilfinningar voru
það ekki. Það sem við héldum
að væri kjarninn var það ekki. í
dag þegar náin tengsl bresta og
hver hjónaskilnaðurinn rekur
annan er ekkert skrítið að leitin
að tilgangi og sannleika leiki
stórt hlutverk. Þessi leit verður
bara oft svo sjálfhverf að fólk
glatar hæfileikanum til að elska
og virða aðra en sjálfa sig. Þess
vegna geta konur og kallar frá
Kalíforníu með engilsásjónu og
orkuflæðibros ferðast um heim-
inn endalaust, haldið námskeið
fyrir villuráfandi sálir og haldið
sér uppi um leið.
Allir á móti ölliim
s
I vo virðist sem
. glundroðakenningin í
' borgarstjórn sé að
vakna til lífsins á ný, þótt
formerkin séu nokkuð önnur
en í gamla daga. í
þá tíð þótti fínt að
slá um sig með
þessari kenningu
í borgarstjórnar-
umræðunni og
bætja þá við vel
orðuðum og hár-
beittum slagorð-
um um nauðsyn
þess að „varast
vinstri slysin".
En nú er öldin önnur og
önnur boðorð sem ríkja.
Sjálfstæðismenn hafa orðið
að leggja þessari afar gagn-
legu kenningu eftir að R-list-
inn kom fram á sjónarsvið og
reyndist eins samheldinn og
raun ber vitni. Gangurinn
hefur líka verið eftir því, all-
ur á afturfótunum. Garri fær
ekki betur séð en að sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn
séu nú orðnir leiðir á þessu
gæfuleysi sínu og vilji end-
urvekja glundroðakenning-
una til að reyna að rjúfa
kyrrstöðuna og frekar en
ekkert þá búa þeir til
glundroðann í eigin röðum.
Árni Sigfússon sem til
skamms tíma var óumdeild-
ur foringi í borgarstjórnar-
ílokknum er nú skyndilega
orðinn einn af þremur eða
Ijórurn sem telja sig ekki síð-
ur til forustu fallna en hann.
Gegn Árna
í Degi Tímanum í gær kemur
fram að Inga Jóna Þórðar-
dóttir ríður á vaðið og til-
kynnir að hún sækist eftir
fyrsta sæti listans fyrir næstu
kosningar. Þannig ræðst hún
beint og ódulbúið á Árna,
sitjandi leiðtoga, sem nýlega
lýsti því yfir að hann ætlaði
sér að leiða listann enda
hann ekki betur
vissi
en
hann væri óumdeildt borgar-
stjóraefni Sjálfstæðisflokks-
ins. En þar með er sagan
ekki öll því Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson kemur fram í
sömu frétt og
lýsir því yfir að
hann tellji Ingu
Jónu á miklum
villigötum, ekki
endilega vegna
þess að hún ætli
gegn Árna, held-
ur vegna þess að
hún kann sig
ekki. Öfugt við
Ingu Jónu segist
Vilhjálmur ælta að gefa yfir-
lýsingu á réttum tíma og tala
þá fyrst við stuðningsmenn
sína og keppinauta í flokkn-
um, í stað þess að gefa út
yfirlýsingar í íjölmiðlum. Vil-
hjálmur sendir Ingu Jónu
þannig baneitruð skeyti en
lætur síðan fljóta með í
kaupbæti að hann vilji breyta
fyirkomulagi prófkjöranna.
Þar kemur Árni Sigfússon til
skjalanna og hellir sér yfir
skoðanir Vilhjálms og segir
að auðvitað eigi borgarbúar
(sjálfstæðismenn) að fá að
velja sér sinn leiðtoga í próf-
kjöri.
Fínn glundroði
Staðan er þá þannig í fyrstu
umferð að Inga Jóna ræðst
að Árna og Vilhjálmur ræðst
að Ingu Jónu og Árni ræðst
að Vilhjálmi. í annari umferð
má því reikna með að menn
fari að svara markvissar fyr-
ir sig og þá ráðist Árni að
Ingu Jónu og Inga Jóna að
Vilhjálmi og Vilhjálmur að
Árna. Ergó: Fínn glundroði. í
forustunni eru allir á móti
öllum. Og þá er bara að sjá
hvort sagan endurtekur sig
ekki og við taki þrú kjörtíma-
bil þar sem glundroðinn ríkir
einn og heldur sjálfstæðis-
mönnum í minnihluta?
Garri.