Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.04.1997, Page 6
18 - Fimmtudagur 30. apríl 1997
Jlagur-tHíntimx
MENNING OG LISTIR
Eins og
aðráða
krossgátu
Náttúrufrœðingar
vorufyrr á tíð ófáir
á skáldabekk.
Frœgastur þeirra
Jónas okkar Hall-
grímsson. Erfða-
frœðingurinn
Sturla Friðriksson
hefur líka ort allan
sinn vísindaferil og
núer nýkomin
þriðja Ijóðabókin.
Ljóð líðandi
stundar...
Iforstofunni að óvanalegu
heimili sínu skreyttu fram-
andlegum munum, ísbjarn-
arfeldi, kengúruskinni og öðru
slíku, sagði Sturla að mönnum
þætti sjálfsagt
að ljósmynda
eftirtektar-
verða staði á
ferðalögum til
að varðveita þá
í minningunni.
Sturla yrkir um
þá. „Þegar
maður kom á
bæi sem gestur
hér áður fyrr
var oft skál með ljósmyndum á
borði. Þetta var fyrir tíma al-
búmanna og mönnum var boðið
að skoða myndirnar x' skálinni.“
Sturla sagðist vel geta hugsað
sér að hafa slíka skál með vís-
um og kvæðum fyrir gesti. En
með því að setja kvæðin á bók
nær hann óneitanlega til fleiri
lesenda.
„Þegar íslendingar
setjast upp á best-
bak þá verða marg-
ir þeirra skáld. “
Skáld á hestbaki
Sturla Friðriksson er doktor í
erfðafræði og starfaði í hartnær
hálfa öld hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins við rannsóknir
á gróðurfari. Svo fátt eitt sé
nefnt af afrakstri vinnu hans
má nefna að bændur víða um
land nota nú grasstofn, sem
hann kynbætti, við ræktun túna
og beita búfénaði á fóðurkál
sem Sturla hóf ræktun á til að
lengja beitartímann.
Fimm ár eru síðan Sturla
hætti störfum við RALA og fá-
um árum áður sendi hann frá
sér sína fyrstu ljóðabók (Ljóð
langföruls, 1988). Hann hefur
þó fengist við ljóðagerð frá því
hann var strákur enda ljóðelskt
fólk í ættinni og ein formæðra
hans er Guðný frá Klömbrum
skáldkona. I fyrstu orti Sturla
einkum þegar stórafmæli eða
hátíðir voru yfirvofandi hjá fjöl-
skyldunni en síðar fór hann að
festa reynslu sína af ferðalög-
um í bundið ljóðaform. Sem
uppvaxandi vísindamaður er
ekki skrýtið að eftir lærdóm í
bragfræði hafí hann spurt sjálf-
an sig. „Get ég ekki alveg eins
búið þetta til
eins og þessir
forverar mfn-
ir?“
Tækifæris-
kveðskapur
virðist oft verða
til í hestaferð-
um og settu
þau hjónin, Sig-
rún Laxdal og
Sturla, saman
fjölritað hefti
sem þau nefndu Hjónasvipur
með vísum sem urðu til á löng-
um reiðtúrum með vinahópi
þeirra um landið. „Þegar ís-
lendingar setjast upp á hestbak
þá verða margir þeirra skáld.“
í biðsölum
Nútímaferðalangar kannast við
þau ókjör af tíma sem fer til
spillis meðan beðið er eftir flug-
vélum, lestum og rútum. Sturla
hefur ferðast mikið erlendis
Hluti úr kvæðinu „Mannætur á Fiji-eyjum“:
Samt glötuðu margir fleiru á flœkingi sínum,
fullhraustir kappar, sem voru þó enn betur metnir
en ég hér á Fiji í litlum leiðangri mínum,
er lifandi voru þeir steiktir á glóðum og etnir.
Því sœjorum þessum var útrýmt af ótta við smitið.
Og af því að landsmenn voru ekki nýjungagjarnir,
var svona strangt hjá þeim útlendingseftirlifið
og umhverfisnefndir með haldgóðar mengunarvarnir.
Þeir vildu þar aðeins einstœða menningu geyma,
en öll þeirra tilþrif sýna oss hvílíkur vandi
það er að búa við friðsœld í horninu heima
og halda þjóðinni hreinni í ósnortnu landL
Sturla hefur ferðast víða og ort um fjarlæga staði. En hann yrkir líka um það sem nær stendur. Fífa er yrkisefnið í
kvæðinu Sleðahundur.
vegna starfa sinna og hann not-
aði þennan dauða tíma í biðsöl-
unum til að rifja upp hugsanir
sínar og koma upplifunum sín-
um í ljóð. í stað þess að súpa öl,
fletta tímaritum annars hugar
eða ráða krossgátur eins og
margir ferðalangar, yrkir hann
enda lítur Sturla á ljóðagerð
sem eins konar þraut. „Mér
þykir gaman að eiga við mis-
munandi form. Þetta er eins og
að ráða krossgátur."
Hækur
með Ijóðstöfum
í bókunum hans þremur yrkir
Sturla nefnilega í ýmsum mis-
munandi bragformum og þar
má segja að komi saman vís-
indamaðurinn og kvæðamaður-
inn. Og klassísku ljóðstafirnir
skipta Sturlu miklu máli. „Mér
þykir nú lítið til ljóða komið
sem ekki eru rímuð. Ég hef ekki
lagt það fyrir mig að setja sam-
an óbundið mál í annarlegri
uppsetningu og kalla það ljóð.“
Sturla notar hið japanska
hækuform í nýju bókinni sinrú
og trúr íslenskum bragreglum
notar hann þar stuðla og rím.
„Ég verð nú að segja að mér
finnst meira gaman að hækunni
þegar hún er komin í það
form.“
íslendingasögu árlega
Þó að óhefðbundin ljóðskáld
dagsins í dag höfði ekki til
Sturlu er hann ekki hættur að
lesa, fjarri því. Les gjarnan ljóð
og svo „h'ður varla almennilegt
ár að ég þurfi ekki að lesa ís-
lendingasögu. Maður þarf líka
að fara yfir Sturlungu þó maður
lesi hana ekki í belg og biðu.“
lóa
Hver á Ijóð sem
skekur?
Um 80 titlar hafa borist í ljóðakeppni Dags-Tímans og
Menors og eru þeir frá tæplega fímmtx'u höfundum.
Stefán Þorláksson, formaður dómnefndar, segir að
þátttakan sé mun meiri en hann hafði látið sér setta í hug.
„Það er enginn heildasrsvipur á þessu og þetta kemur úr öll-
um áttum, en þar sem allir skrifa undir dulnefni er erfitt að
ráða í aldur.“
„Ég er búinn að lesa þetta yfir en við næsta lestur mun ég
vinsa dálítið úr, við í dómnefndinni berum okkur svo saman
þegar við erum öll búin að finna það sem okkur finnst verð-
launavert."
Eftir hverju leitar þú í Ijóði?
„Maður leitar að kvæði sem manrn verður dálítið starsýnt
á, sem hróflar dáh'tið við manm.“
Auk Stefáns eru þau Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn
Guðmundsson í dómnefndini og mun úrskurður nefndarinnar
liggja fyrir um miðjan maí.
-mar