Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Blaðsíða 9
Jlagur-'ðJtnrám Eldurinn af stað Þann 1. maí var hlaupið af stað með Smáþjóðaleika- og Landsmótseld sem á næsta mánuði mun ferðast hringinn í kringum landið. íþrótta- og ungmennafélög um land allt sjá um að hlaupa með kyndilinn sem mun koma aftur til Reykjavíkur skömmu fyrir setningu Smáþjóðaleikana þann 2. júm' næstkomandi. Á leikunum verður kyndillinn notaður til að tendra eld Smáþjóðaleikanna sem loga mun allt fram að slitum en eldurinn verður svo tendraður aftur á setningarathöfn 22. Landsmóts UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í 3.-6. júlí. íþróttabandalag Reykjavíkur er þessa dagana að kanna möguleika á inngöngu í Ungmennafélag íslands. ÍBR óskaði nýlega eftir að fá að senda keppendur á Landsmótið sem haldið verður í júlí og í nýjast fréttabréfí bandalagsins greinir Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, frá því að hugsanlega komi til, að ÍBR verði í framtíðinni aðili að UMFÍ. „Það þarf nýja hugsun og ný vinnubrögð. IBR hefur sam- þykkt að kanna inngöngu í UMFÍ, Ungmennafélag íslands. Nefnd er starfandi og við höfum átt vinsamlega fundi með forystumönnum UMFÍ. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að ÍBR gerist aðili að UMFÍ og teljum æskilegt að Reykvíkingar keppi sem gestir á Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi í sumar. ÍBR er stærsta héraðssamband landsins og það er eðlilegt að Reykvíkingar séu á meðal keppenda á landsmóti, enda margir sterkustu frjáls- íþróttamenn landsins innan vébanda ÍBR, svo dæmi sé tekið. Við bíðum spenntir eftir niðurstöðu og finnum ekkert annað en okkur hafí verið vel tekið. Við satt best að segja sjáum engin rök fyrir því að ÍBR sé ekki innan vébanda UMFÍ eins og önnur héraðs- sambönd.“ Fréttabréf ÍBR aUmsjón Árnason íþróttahátið HSK verður 22. júm' á Selfossi en þar verður hálfgerður undir- búningur fyrir keppni í starfsgreinum á 22. Lands- móti UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í júlí. Á hátíðinni verður keppt í sjö starfsgreinum. •y4ð leggja á borð •Jurtagreiningu •Pönn ukökubakstri •Línubeitingu •Dráttavélarakstri •Hrossadómum •Starfshlaupi Skilyrði fyrir þátttöku er að vera ungmennafélagi en þeir sem áhuga hafa á að taka þátt geta haft samband við Þóruimi í síma 486- 3342. Það er meðal annars viðtal við körfuboltakappann Guðjón Skúlason í næsta tölublaði Skinfaxa sem út kemur um miðjan maí. Skinfaxi kemur út Um miðjan maí mánuð kemur 2. tölublað Skinfaxa, tímarits Ungmennafélags íslands, út. Blaðið er fjölbreytt að vanda, meðal efnis má nefna viðtöl við Eydísi Konráðsdóttur sundkonu, körfuboltamanninn Guðjón Skúlason, Þórir Jónsson formann UMFÍ, fimleikakappann Rúnar Alexanderson og Þórunni Hermannsdóttur frá Jafningjafræðslunni. Skinfaxi er fáanlegur í flestum bókabúðum landsins en einnig er hægt að panta áskrift í sími 568- 2929. \M íþróttaskólinn Litli íþróttaskólinn er starfræktur á Laugar- vatni á vegum íþrótta- miðstöðvar íslands líkt og undanfarin sumur. í honum fá krakkar á aldrinum 9-13 ára tækifæri til að njóta alls þess sem íþróttamið- stöðin hefur upp á að bjóða undir stjórn tveggja íþróttakennara. Á námskeiðinu fá krakkarnir að spreyta sig undir leiðsögn í hinum ýmsu íþrótta- greinum, svo sem frjáls- íþróttum, knattspyrnu, handknattleik, körfu- knattleik, sundi og fleiru. Auk þessa er farið í gönguferðir, í hella- skoðun, ratleiki, siglt á vatninu á árabátum og Kannski verða íþróttamenn framtíðarinnar í kajökum, bakað rúg- Li,la 'Þróttaskólanum á Laugarvatni. brauð, farið á hestbak og jafnvel veiddur fiskur í net. Á kvöldin eru svo haldnar kvöldvökur þar sem margt er sér til gamans gert eins og í öllum góðum sumarbúðum. Nú er skráning hafin á námskeiðin í Litla íþróttaskólanum, en þau verða sem hér segir: 1. námskeið 1.-7. júní 2. námskeið 8.-14. júní 3. námskeið 10.-16. ágúst Tekið er á móti skráningu í síma 486-1151 íþróttamiðstöðin hefur tekið sér tæknina í sína þjónustu og nú er hægt að nálgast upplýsingar um hana og Litla íþróttaskólann á heimasíðu á veraldavefnum, slóðin er www.toto.is/isi/imi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.