Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Blaðsíða 16
Úr dagbók lögregluimar í
Reykjavík 2. til 5. maí.
®agur-CTtmttttt
Þriðjudagur 6. maí 1997
Um helgina var tilkynnt
um 7 Hkamsmeiðingar,
10 innbrot, 10 þjófnaði
og 19 eignarspjöll. Tilkynnt var
um stuld á 5 ökutækjum og í
tveimur málum komu fíkniefni
við sögu. Afskipti þurfti að hafa
af 50 manns vegna ósæmilegrar
ölvunarháttsemi á almanna-
færi. Þrjátíu og fimm manns
reyndist nauðsynlegt að vista í
fangageymslunum. Þá þurftu
lögreglumenn 18 sinnum að
fara á vettvang vegna kvartana
yfir hávaða og ónæði í íjöl-
eignahúsum.
Gasi beitt
Á föstudagsmorgun sást til
tveggja manna vera að reyna
að fara í óleyfi inn í bifreiðir við
Skólavörðustíg. Þeir voru hand-
teknir á hlaupum skömmu síð-
ar. Beita þurfti mace-gasi á
annan þeirra til að yfirbuga
hann. Mennirnir skildu eftir tvö
bílútvarpstæki og tónjafnara.
Harður árekstur varð með
tveimur bifreiðum á Miklubraut
við Snorrabraut á föstudags-
kvöld. Bifreiðarnar voru báðar
fluttar af vettvangi með krana-
bifreið.
Yfirbuga þurfti mann með
mace-gasi í íbúð í Austurborg-
inni aðfararnótt laugardags.
Maðurinn hafði gengið þar ber-
serksgang. Engin meiðsli hlut-
ust af.
Hættuleg gryfja
Á laugardag var tilkynnt um að
barn hefði drukkið hreinsilög.
Sjúkraliðsmenn og læknir, sem
komu á vettvang, töldu ekki
ástæðu til aðgerða. Tilkynnt var
um gryiju fulla af vatni við
Vesturlandsveg. Reyndist vera
mikið vatn í gryfjunni og var
hún tabn stórhættuleg börnum,
sem sækja á svæðið til leikja.
Starfsmenn borgarinnar fór á
vettvang og lokuðu gryíjunni.
Á laugardag féll 17 ára gam-
all piltur af reiðhjóli á Seltjarn-
arnesi og rotaðist. Hann var
fluttur á slysadeild með sjúkra-
bifreið. Um kvöldið var bifreið
stobð frá pizzusendb, en hann
hafði skibð kveikjuláslykibnn
eftir í bifreiðinni í Tryggvagötu.
Félagar sendilsins eltu bifreið-
ina og stöðvuðu akstur hennar
Lögreglan beinir þeim tilmælum til foreldra að fræða börn sín á skaðsemi sinuelda. Brennuvargar hafa allt of oft
upp á síðkastið kveikt í jörðinni.
Snjópenmgarnir
kláruðust í janúar
Sumarið ætlar heldur betur
að láta bíða eftir sér í
Tromso í
Noregi. í síð-
ustu viku var
slegið met þeg-
ar snjórinn fór
upp í tvo metra
og íjörutíu
sentimetra.
Bergur Ágústs-
son, formaður íslendingafélags-
ins, segir að í vetur hafi veður-
far verið það stöðugt að snjór-
inn hafi aldrei náð að þjappast.
„Það hefur sjaldan komið hiti
þannig að snjórinn hefur bara
safnast upp, núna þegar aðeins
er að hlýna er því töluverð
hætta á ferðum fyrir ýmsar
byggðir hérna. Þeir eru byrjaðir
að rýma hús o.s.frv., síðan
leggst þetta sálarlega á fólk
þótt menn reyni að slá á létta
strengi. -En það má búast við
að flóð skemmi vegi og mann-
virki og það er núna unnið í því
að gera ráðstafanir sökum
þessa.“
Bera íslendingarnir sig betur
eða verr en Norðmenn?
„Þeir bera sig nokkuð vel
enda varla hægt annað en að
hlæja bara að þessu. Ég hef
aldrei uppbfað
önnur eins
ósköp, en ég
kem að vísu frá
Vestmannaeyj-
um. Þeir sem
koma að norð-
an og vestan
segjast hafa
verið vanir ýmsu en ekki í maí!
Bergur segir að peningurinn
sem bærinn ætlaði í snjómokst-
ur á árinu hafi klárast í kring-
um 20. janúar. „Ríkið mun eitt-
hvað aðstoða bæjarfélagið
vegna þessa feiknarlega snjó-
mokstrar sem hér hefur verið.“
Um 100 manns eru í íslend-
ingafélaginu í Tromso. -mar
"V"
Snjóavetur hefur hrellt Tromsobúa í vetur. Þessi mynd er aftur á móti
tekin í eðlilegu árferði.
Þeir sem koma að
norðan og vestan segj-
ast hafa verið vanir
ýmsu en ekki í maí!
á Skothúsvegi. Bílþjófurinn
reyndist vera 15 ára gamab.
Sinuvargar
Aðfararnótt sunnudags gerðu
nokkrir pbtar sér það að leik að
skjóta með loftbyssu á skilti og
vegfarendur. Þeir voru stöðvað-
ir í Skipholti skömmu síðar og
færðir á lögreglustöð. Lagt var
hald á loftbyssuna og þrjá
hm'fa. Þá brutu tveir menn
vopnaðir hafnaboltakylfum upp
dyr í húsi í Austurborginni og
réðust að húsráðanda. Menn-
irnir hlupu síðan á brott, en
húsráðandinn var fluttur á
slysadeild.
Á sunnudag var bifreið ekið
á ljósastaur við Lækjargötu.
Ökumaðurinn meiddist í andbti
og fékk innvortis áverka.
Um helgina var 14 sinnum
tilkynnt um sinubruna í um-
dæmi lögreglunnar í Reykjavík.
Að marggefnu tbefni er fólki
bent á að í lögum um sinu-
brennm- og meðferð elds á
víðavangi segir að bannað sé að
kveikja í sinu og brenna sinu
innan kaupstaða eða kauptúna
eða í þéttbýb er jafna má til
kauptúna. Brot á lögunum
varða sektum.
Dyraverðir
í síðustu viku leiðbeindu lög-
reglumenn á námskeiði fyrir
dyraverði sem Félag starfsfólk í
veitingahúsum gekkst fyrir.
Þátttakendum voru m.a. kynnt
ákvæði laga og reglna um
skyldur og ábyrgð dyravarða,
almennar reglur um veitinga-
húsastarfsemi og þeir fræddir
um áhrif, einkenni og afleiðing-
ar fíkniefnaneyslu. Þá voru
rædd samskipti lögreglu og
dyravarða og nauðsyn þess að
þessir hópar ynnu saman að því
hlutirnir mættu ganga sem best
fyrir sig. Ó.
Úr dagbók lögreglunnar á
Akureyri 28. apríi til 5. maí
Eins og svo oft áður standa
atriði úr umferðinni upp
úr í bókunum lögregl-
unnar í síðustu viku. Bókanir
voru 278, þar af eru 82 bókanir
vegna atriða úr umferðinni.
Þar má helst nefna að þrír öku-
menn voru teknir fyrir grun
um ölvun við akstur og eitt 16
ára ungmenni var tekið fyrir
það að vera ölvað á stolnu
reiðhjób með farþega. Þá voru
24 ökumenn kærðir fyrir að
aka of hratt þó ekki væri um
neinn ofsaakstur að ræða.
Skráningarnúmer voru tekin af
21 bifreið sem ekki hafði verið
færð til aðal- eða end-
urskoðunar. Eigendur bifreiða
eru hvattir tb þess að láta
skoða bifreiðar sínar og koma
þannig í veg fyrir þau óþægindi
sem því getur fylgt að númer
séu tekin af.
Ekki komist í verk
Umferðaróhöpp urðu 8 og er
þar helst að nefna óhapp sem
varð á Höfðahlíð skammt aust-
an við gatnamót Háuhh'ðar og
Lönguhlíðar. Voru tveir fluttir á
slysadeild til aðhlynningar. Bif-
reiðin fór út af veginum og
hafnaði á ljósastaur. Ökumað-
ur sagði að hemlar bifreiðar-
innar hafi ekki virkað strax
þegar á þeim þurfi að halda og
því hafi bifreiðin farið út af veg-
inum og hafnað á ljósastaur.
Að sögn ökumanns var vitað af
því að hemlanir væru búnir að
vera eitthvað lélegir en ekki
komist í verk að láta lagfæra
þá. Einn ökumaður var kærður
fyrir aka að bifreið án þess að
hafa til þess tilskihn réttindi en
sá hafði verið sviptur ökurétt-
indum. Þrír ökumenn virtu ekki
stöðvunarskyldu og eiga von á
að fá sekt fyrir það. Þá er alltaf
eitthvað um það að ökumenn
aki í burtu eftir að hafa ekið á
kyrrstæða og mannlausa bifreið
og skemmt hana og oftar en
ekki situr svo eigandi þeirrar
bifreiðar sem ekið var á uppi
með tjónið. Þrjú sbk tbfebi áttu
sér stað í bðinni viku.
Sparkaði í bílstjórann
Margur bæjarbúinn má taka sig
á í þeim leiða sið og óthlitsemi
að leggja bifreið sinni upp á
gangstétt svo að gangandi fólk
þuríi út á götuna til þess að
komast leiðar sinnar.
Nokkuð var um það að af-
skipti þyrfti að hafa af fólki
vegna ölvunar. Að kvöldi föstu-
dags og aðfaranótt laugardags
var nokkur erbl en þá komu til
bókunar þrjár líkamsárásir. í
tveimur tilfellum var um sama
manninn að ræða. í öðru tilfeh-
inu olli árás mannsins árekstri
þar sem hann réðist á öku-
mann bifreiðar sem ekið var
hægt í bflaröð í miðbænum.
Maðurinn byrjaði á því að
berja bifreiðina að utan en opn-
aði síðan hurðina hjá öku-
manni og sparkaði tb hans.
Ökumaðurinn kom sér undan
sparkinu sem fór í mælaborð
bifreiðarinnar og skemmdi það.
Við þessa truflun ók ökumað-
urinn aftan á bifreiðina sem á
undan honum var. Þá réðist
sami maður að öðrum og
sparkaði í hann og fór sá á
slysadeild til aðhlynningar.
Árásarmaðurinn náðist seinna
um nóttina og gisti hann fanga-
geymslur lögreglunnar.
Hvað er
fólk að hugsa?
Þriðja árásin átti sér stað á bak
við hús í miðbænum. Tveir 16
ára drengir réðust á 33ja ára
gamlan mann. Hann var fluttur
á slysadeild og síðan lagður
inn. Ekki liggur fyrir hversu al-
varleg meiðsbn urðu.
Erfitt er að gera sér grein
fyrir því hvað það fullorðna fólk
er að hugsa sem situr spennt í
öryggisbelti í framsæti með
barn laust í aftursæti eða
standandi á milb sætanna. Er
þeim ekki annt um börnin sín ?
GV