Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Blaðsíða 3
JbtgurJ®ínmm
Þriðjudagur 6. maí 1997 - 15
LIFIÐ I LANDINU
Forsetinn ásamt þingeyskum ungmennum sem hlutu Hvatningarverðlaun
forseta íslands. F.v. Jóhanna Gunnarsdóttir, Inga Gerður Pétursdóttir,
Kristján Þór Magnússon, Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir og Lára Sóley Jó-
hannsdóttir.
og fleira, fylgdi forsetahjónum
jafnan ásamt forsetaritara og
heilsaði framámönnum á
hverjum stað. Sjálfsagt þekkist
það óvíða í veröld þegar þjóðh-
höfðingjar koma í heimsókn að
hárgreiðslukonur gangi fram
fyrir lókal tignarmenn og hristi
á þeim spaðana sem konung-
borin eða þjóðkjörin væri.
Kjarvalsmálverk
úr áfengisbrotasjóði
Ymislegt skemmtilegt gerðist í
hinni opinberu og virðulegu
heimsókn eins og vera ber þeg-
ar glaðsinna fólk er á ferð. Guð-
rún Katrín hafði sérstaklega
Aðalbjörg upplýsti að Jónas frá
Hriflu hefði keypt þetta málverk
og notað til þess fé úr Áfengis-
brotasjóði, sem brúkaður var
m.a. til kaupa á listaverkum.
Forsetahjónum þótti þetta at-
hyglisverð hugmynd, að sekta
menn fyrir brot á áfengislög-
gjöfinni og nota féð til lista-
verkakaupa. „Já, og áfengis-
brotin hefðu gjarnan mátt vera
fleiri á þessum tíma,“ sagði þá
Aðalbjörg sem er mikill Iistunn-
andi.
Pizzur á Bessastaði
Forsetahjón heimsóttu marga
skóla í sýslunni, svo sem Borg-
þau lent í smá vandræðum með
að útvega sér pizzur skömmu
eftir að þau fluttu til Bessa-
staða. Eitt kvöldið langaði sem
sé forsaetaíjölskylduna mjög í
pizzur og hringt var í pizzustað
í Hafnarfirði og beðið um að
senda pizzur heim. Fjölskyldan
beið svo hinn lögboðna biðtíma
pizza á íslandi, þ.e. hálftíma og
síðan annan til, en ekkert ból-
aði á pizzunum. Þá hringdu þau
aftur í pizzustaðinn og ítrekuðu
pöntunina. Og þá kom auðvitað
í ljós að pizzumenn töldu að
þarna væri um eitthvert gabb
að ræða, enda sjálfsagt ekki á
hverjum degi sem hringt er í
pizzustaði og beðið um að
senda nokkrar pizzur til Bessa-
staða með hraði!
Forsetahjónin
í fjósinu
Á öðrum degi opinberrar heim-
sóknar komu forsetahjónin í
Fremstafell í Ljósvatnhreppi og
skoðu tölvuvætt hátæknifjós
sem bændurnir Þorgeir Jónsson
og Árni Jónsson eiga og reka.
Og þar tók einnig á móti þeim
Hildur Tryggvadóttir, bóndi og
sópransöngkona, eiginkona
Árna, sem nokkru áður hafði
sungið Ave María með miklum
glæsibrag fyrir forsetahjónin að
Laugum.
Guðrún Katrín ræðir við framtíðar netagerðarmann í Netagerð FH.
Qósalykt í Qósi eins og þarna og
hún gekk um ijósið og klappaði
kúm. Og spurði hvort skepnun-
ar yrðu ekki órólegar þegar
fjósið fylltist af ókunnugu fólki
þegar mjaltir stæðu yfir. Bænd-
ur töldu það oft vera svo, en í
þessu tilfelli væru kýrnar
óvenju rólegar og hafa ugglaust
skynjað að þarna voru jákvæðir
gestir á ferð. Forseti forvitnað-
ist mjög um tölvunotkun í
mjólkurframleiðslu og varð
margs vísari.
Vonir voru bundnar við að
kálfur kæmi í heiminn á meðan
gestir stöldruðu við, því ein kýr-
in var alveg komin að burði. En
það hafði sinn gang eins og
annað og ekki kom kálfurinn.
Reyndar kvaðst Árni hafa verið
að velta því fyrir sér að skutla
smá Campari-lögg í kúna til að
koma henni af stað, en horfið
frá því ráði!
Hið nýja og arfleifðin
Opinberri heimsókn forseta ís-
lands herra Ólafs Ragnars
Grímssonar og eiginkonu hans
frú Guðrúnar Katrínar Þor-
bergsdóttur í Suður-Þingeyjar-
sýslu, lauk s.l. sunnudag. Þá
fóru þau hjón um Bárðardal og
Hálshrepp og heimsóttu m.a.
Handverkskonur milli heiða við
Goðafoss. Þingeyingar kvöddu
forsetahjónin með virktum og
forsetahjónin héldu heim eftir
stranga en eftirminnilega daga
með góðar gjafir og vonandi
góðar minningar einnig í far-
teskinu. Og þau skildu svo
sannarlega eftir sig góðar gjafir
og minningar, um það voru
flestir Þingeyingar sem undir-
ritaður ræddi við sammála.
Ólafur Ragnar sagði í einni
ræðu sinni í ferðinni að sér væri
ofarlega í huga eftir þessa ferð
sá kraftur sem hefði birst sér á
sviði atvinnulífs, skólastarfs,
menningarstarfsemi og minja-
vörslu x Suður-Þingeyjarsýslu,
þar sem hið nýja væri tengt
traustri arfleifð.
Um opinberar heimsóknir
forseta íslands til byggðarlag-
anna sagði hann: „Heimsókn
forseta íslands er ekki aðeins
tilefni til hátíðarhalda. Heldur
er hún ekki síður staðfesting á
þeirri framþróun sem býr í
byggðarlögunum allt í kringum
landið. Heimsóknin varpar
kastljósi á gerjun og breytingar,
á ávinninga og afrek, en einnig
á vandamál sem bíða úrlausnar
og brenna á fólki." js
Þingeyingar sýndu forsetahjónunum glímu að Laugum, þrautreyndir piltar
sem hafa unnið til margra verðlauna og ungar stúlkur sem eiga framtíðina
fyrir sér í þessari þjóðlegu íþrótt.
Harmonikan var þanin í Netagerðinni af þeim Sigurði Hallmarssyni og Aðalsteini ísfjörð. Hér eru þeir félagar
ásamt forsetahjónunum og Kára Jónassyni, netagerðarmeistara.
Börnin í Borgarhólsskóia syngja fyrir forsetahjónin. Line Werner leikur á gítar.
óskað eftir því að fá að skoða
gamla Húsmæðraskólann á
Laugum sem nú er í eigu Kven-
félagsambands Suður-Þingey-
inga, en þar er margt glæsi-
legra muna og hannyrða. Aðal-
björg Pálsdóttir sýndi gestum
húsið og varð forseta starsýnt á
Kjarvalsmálverk á veggnum.
arhólsskóla á Húsavík. Þar var
m.a. farið í eldhúsið hvar nem-
endur iðkuðu pizzugerðarlist og
tjáðu forseta að þessar ítölsku
flatbökur væru þeirra uppá-
haldsmatur. Ólafur Ragnar
sagði að dætur þeirra hjóna
hefðu komið þeim upp á að
borða pizzur. Hinsvegar hefðu
Fyrirmenn undu sér vel í
íjósinu og Guðrún Katrín kvaðst
aldrei hafa fundið svo litla