Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.05.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.05.1997, Qupperneq 7
Óst fjirt.no ÍOagur-^ttfom Föstíidagur 'T6. maí 1997 - 7 E R L MNDAR F íi E T T I R Bandaríkin Mynd: AFP Á leið út í geiminn Geimskutlan Atlantis skýst þarna í fagurlegum boga upp á morgunhimininn, en henni var skotið upp í gær- morgun frá Kennedy geim- ferðamiðstöðinni í Florída. Um borð eru sjö geimfarar frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, en skutlunni er ætl- að að tengjast rússnesku Mír geimstöðinni. Dvölin úti í geimnum á að taka tíu daga fyrir flesta áhafnarmeðlimina, en Bandaríkjamaðurinn Micha- el Foale verður þó eftir í Mír stöðinni. Bandaríski geimfarinn Jerry Linenger kemur hins veg- ar til jarðar með flauginni í staðinn, en hann hefur dvalist undanfarið í geimstöðinni. Saír Beðið í ofvæni Mikil eftirvænting ríkir f borginni Lubumbashi þar sem Kabila hefur haft höfuðstöðvar sínar. s þessu sundurleita landi þar sem stjórnmálaástandið hefur liðið fyrir kerfis- bundna kúgun og arðrán um aldarskeið er erfitt að sjá hver gæti notið raunverulegs stuðn- ings í leiðtogahlutverkið. Hætt- an er sú, að mati margra frétta- skýrenda, að þar sé í raun eng- um til að dreifa. Sá sem dvelst í borginni Lu- bumbashi, þar sem höfuðstöðv- ar uppreisnarleiðtogans Laur- ent Kabila eru, fær hins vegar allt aðra mynd af ástandinu. Þar blandast engum hugur um að hann á að taka við sem leið- togi landsins. Kabila er tví- mælalaust maður dagsins. Allt það er hins vegar frekar nýtilkomið. Ekki er liðið ár frá því að Kabila var lítt þekktur utangarðsmaður - reiður and- ófsmaður sem tekinn var að reskjast og fáir hlustuðu lengur á. En nú, sjö mánuðum eftir að hann hóf vopnaða baráttu með það að markmiði að koma Mo- butu Sese Seko forseta frá völd- um, veður hann í ráðgjöfum, aðstoðarmönnum og áhangend- um. Það fer einnig í vöxt að hann fái gesti sem koma með einkaþotum og flytja mikilvæg boð frá erlendum ríkisstjórn- um. Vikum saman hefur spennan vaxið í Lubumbashi ásamt vax- andi trú borgarbúa á því að völdin séu í þann veginn að ganga í skaut Kabilas og fylgis- manna hans. Stundum fylgir þessari spennu óskhyggja, og hún náði hámarki á þriðjudags- kvöldið var þegar útvarpsstöð uppreisnarmanna greindi frá - sem reyndist ekki rétt - að her- menn Kabila hefðu hertekið Kinshasa, höfuðborg landsins. Ibúar í Lubumbashi flykktust út á torg til þess að fagna. Fólk myndaði keðjur og dansaði um göturnar hvert aftan í öðru. Hermenn skutu úr byssum sín- um upp í kvöldhimininn og réðu sér ekki fyrir kæti. Hótel Karavía í útjaðri borg- arinnar hefur orðið miðpunktur þeirra sem eru að spá í fram- tíðina í saírskum stjórnmálum, jafnt fréttamanna sem kaup- sýslumanna, erlendra stjórnar- erindreka og innlendra emb- ættismanna. Þar biðu allir í of- væni í kringum sjónvarpið á barnum eftir því að staðfesting kæmi á þessari frétt í CNN sjón- varpsstöðinni, en sú bið varð árangurslaus. Allir eru hins vegar sannfærðir um að ekki líði á löngu þar til opinber stað- festing kemur á þvx' sem beðið er eftir: að Kabila verði forseti landsins sem þá mun heita aft- ur Kongó. -Washington Post Bretland Allt eða ekkert Þingmenn Sinn Fein fá ekki að nota aðstöðu sína á þingi nema sverja drottningu hollustueið. Betty Boothroyd, forseti neðri deildar breska þingsins, er með skýr skilaboð handa leiðtogum Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýð- veldishersins (IRA): Þeir verða að taka allan pakkann, eða ekkert. Hún beitti neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að Sinn Fein gæti opnað skrifstofu í húsakynnum þingsins á þeirri forsendu að þeir neiti að sverja hollustueið við Elísabetu Breta- drottningu, sem þeim þó ber að gera eins og allir hinir þing- mennirnir á nýkjörnu þingi. Gerry Adams og Martin McGuinness segjast ekki geta gefið eftir, enda hafi þeir verið kosnir á þing sem írskir þjóð- ermssinnar með það á stefnu- skrá sinni að Bretar fari frá Norður-írlandi, og fulltúar stjórnmálaarms IRA sem í þrjá áratugi hefur barist gegn breskum yfirráðum á Norður- írlandi. Adams og McGuinness höfðu ekki í hyggju að sitja á þingi, þrátt fyrir kosninguna, en þeir ætluðu sér engu að síður að nota aðstöðu sína sem kjörnir þingmenn til þess að koma upp skrifstofu fyrir Sinn Fein í þing- inu. Þeir eru nú að kanna laga- legan rétt sinn í málinu. -Los Angeles Post Austurríki Páfi Mttir Frá því Sovétríkin féllu hef- ur Aleksí II, patríarki níssnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar, ekki tekið vel í boð Jóhannesar Páls II, páfa, um að þeir tveir hittust að máli. Nú á hins vegar að láta til skarar skríða, og fundurinn verður í Austurríki þann 19. júní næst- komandi. Heimsóknin opnar einnig þann möguleika að Jó- hannes Páll páfi fari í opinbera ferð til Rússlands, en af því get- patríarka ur ekki orðið nema með sam- þykki rússnesku kirkjunnar. Það var Bartholomeus, patr- íarki í Konstantínópel, sem á heiðurinn af að hafa komið á fundinum. Þegar embættis- menn í Vatíkaninu fréttu af því að Bartholomeus ætti bókaðan fund með Aleksí lögðu þeir til að páfinn slægist í hópinn. Barthólomeusi tókst síðan að sannfæra Aleksí um að slá til. -Newsweek Styrkur vegna sumarslátrunar dilka Til þess að örva sumarslátrun dilka hefur verið ákveðið að greiða bændum sérstakt álagt vegna sumarslátr- aðra dilka á þessu ári. Greiddar verða 1.200 kr. á hvern innlagðan dilk í vikunni sem hefst 6. júlí nk. Sú fjárhæð lækkar síðan vikulega um kr. 100,00 þar til náð er 600,00 en þá lækkar greiðslan vikulega um kr. 200,00. Framleiðsluráð landbúnaðarins greiðir álagið beint til bænda að fengnum skýrslum sláturleyfishafa. Nánari upplýsingar er hægt að fá í landbúnaðarráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 7, sími 560 9759 og hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins í Bændahöllinni, sími 563 0300. Framkvæmdanefnd búvörusamninga. *tv 1/ ri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.