Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Fimmtudagur 22. maí 1997 í’ iii UTiiUtt&Li} ur 'uú t. JDijgur-ŒímÍJTO FRETTASKÝRING Valgerður Baldursdóttir, geðlæknir og forstöðumaður á barna- og unglingageðdeild, gefur íslenska heilbrigðiskerfinu falleinkunn hvað hennar málaflokk varðar. Hún treystir sér ekki lengur til að sinna starfi sínu við óbreyttar aðstæður, því hundruð veikra barna ráfi um í samfélaginu án þess að hægt sé að sinna þeim. Björn Þorláksson skrifar Málefnum barna með geðræn vandamál virðist engan veginn sinnt sem skyldi. Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að Dalbraut, Valgerður Baldursdóttir, hefur sótt um ársleyfi, fyrst og fremst vegna þess ófremdar- ástands sem ríkir í þessum geira. Þar virðist þjónustu- kreppa og margföldunaráhrif þess að sinna ekki vandamál- um yngri þegnanna sem skyldi, eru ógnvænleg fyrir samfélagið. Lítur samfélagið undan þegar andlega vanheil börn í eiga í hlut? Erum við enn að tala um óhreinu börn- in hennar Evu? „Ástæða þess að ég treysti mér ekki lengur til að standa í þessu er að ástandið virðist ekk- ert vera að batna. Þjónustu- kreppan er svo gífurleg að það er hvorki mér né öðrum bjóð- andi, hvorki persónulega né fag- lega. Ég hef enga von lengur um að einhverjar breytingar verði, en ég ætla að gefa öðrum mögu- leika,“ segir Valgerður Baldurs- dóttir, forstöðumaður barna- og unglingageðdeildar, sem lætur af störfum á næstunni. Skert vald sálfræðinga Með orðinu þjónustukreppa á Valgerður við að innan hennar deildar sé aðeins hægt að sinna broti af þeim börnum sem raun- verulega þurfí á meðferð að halda. Alvarlegt sé einnig að sálfræðiþjónusta skólanna hafí verið þrengd verulega undan- farið. „Þeim er nú ætlað fyrst og fremst að vera stuðningur við kennara og skólastjórnendur en áður höfðu þeir leyfi til að líta á nemendurna sem einstaklinga og taka t.d. viðtöl við foreldra þeirra. Nú er búið með reglu- gerð að skilgreina starfssvið þeirra mun þrengra en fyrr en ætlast til að við veitum þá þjón- ustu sem þeir sinntu áður. Við höfum bara enga burði til þess ef litið er til mannafla okkar. Þjónustan var takmörkuð með einu pennastriki án samráðs við okkur og enginn tekur ábyrgð á að fylgja breytingunni eftir.“ 1300 börn útundan? Starfið á Dalbraut er tvíþætt. Annars vegar eru tvær legu- deildir með 12 rýmum alls og einnig er göngudeild sem þyrfti að stækka mikið að mati Val- gerðar. Hvað þyrfti að gera til að færa ástandið x viðunandi horf? Sambærileg samfélög, svo sem Noregur, telja það lágmark að 2% barna þurfí á hverju ári á þjónustu göngudeilda að halda í geðheilbrigðismálum. í Bandaríkjunum er þessi þörf metin 1%. Valgerður segir að íslendingar nái að sinna 0,1- 0,2%. Ef rétt er að 2% íslenskra barna þurfi þessa hjálp gætu það verið um 1600 börn árlega en staðreyndin er að innan 200-300 fá meðferð og hún er í stórum hluta tilvika ekki full- nægjandi að mati Valgerðar. 1200-1300 börn eru því vega- laus í kerfinu og það er ekki fyrr en þau komast á unglings- aldur og e.t.v. farin að verða til alvarlegra vandkvæða fyrir samfélagið sem brugðist er við af krafti. Biðhsti barna sem vís- að hefur verið á deildina við Dalbraut er á annað hundrað og geta börnin þurft að bíða í ár eða lengur. Þessi tala gæti þó verið miklu hærri því fagaðilar vita að þeim er þröngt sniðinn stakkur og vísa því minna til deildarinnar en ella. ísland er aftarlega Það veltur á viðkomandi samfé- lagi hvenær greining geðtrufl- aðra barna á sér stað. I þróuðu ríki með umfangsmikla þjón- ustu á þessu sviði verður grein- ingin mun fyrr en í samfélagi sem veitir börnum litla þjón- ustu. „Við erum í hópi þeirra sem grípum allt of seint inn í og 1300 börn vegalaus í kerfinu? Ekki fyrr en þau komast á unglingsaldur og verða til alvarlegra vandkvæða fyrir samfélagið sem þeim er sinnt? Biðlisti barna sem vísað hefur verið á deildina við Dalbraut er á annað hundrað- ið. Börnin geta þurft að bíða í ár. mál margra unglinga eru kom- in í mjög alvarlegan farveg fyrst þegar kerfið gerir eitthvað. Unglingamál hafa fengið tölu- verða umíjöllun en barnamál fá litla athygli. Okkar samfélag virðist líta þannig á að enginn aðdragandi sé að unglinga- vandamálum en hann er yfir- leitt til staðar og oftast langur. Vandamálin smáversna frá barnsaldri þangað til hámarki er náð á unglingsárunum.“ Ómarkvisst starf Fjöldi unglinga með geðræn vandamál er vistaður á með- ferðarheimilum sem Barna- verndarstofa rekur víða um land. Valgerður telur að í tengslum við þá vinnu megi ým- islegt bæta. Oft sé hvorki unnin nauðsynleg for- né eftirvinna gagnvart börnum á þessum heimilum. „Sveitarfélögin eiga að sjá um þessi mál og oft er búið að skrifa beiðni um lang- tímavistun án þess að ijölskylda barns eða það sjálft hafi nokk- urn stuðning fengið áður sem hægt er að kalla. Þannig er að- eins hugað að einu atriði án samhengis við önnur en þetta eru náttúrlega víxlverkandi þættir." Besta forvörnin Algengustu ástæðurnar fyrir því að börnum er vísað á Dalbraut- ardeildina eru hegðunarvanda- mál. Þau eru af ýmsum toga og meðferð getur haft verulega þýðingu, t.d. hefur náðst mjög góður árangur með ofvirk börn. „Það sem ég er að reyna að leggja áherslu á, er að greina þessi vandamál nógu fljótt og rétt. Það sem byrjar sem náms- örðugleikar getur undið upp á sig og besta forvörnin fyrir samfélagið og barnið er að greina vandann snemma svo bestu úrræðin séu nýtt. Annars verða margföldunaráhrif.“ Erfiðar vinnu- markaðsbreytingar Börn nútímans eru að upplifa erfiða tíma. „Það hafa orðið mjög miklar þjóðfélagsbreyting- ar síðastliðin 30-40 ár og auk- inni þjónustuþörf hefur alls ekki verið mætt. Stóra breyting- in var þegar báðir foreldrarnir fóru út á vinnumarkaðinn en áður hafði annað foreldrið tryggt umönnun og öryggi barnsins. Þessum breytingum höfum við ekki fylgt eftir. Við töluðum lengi vel þannig að tíminn sem foreldrar verðu með börnunum skipti ekki öllu máli heldur gæði tímans. Auðvitað skiptir tíminn samt máli upp á öryggi barnanna. Þau þurfa að hafa einhvern til að leita til. Ég held að við séum að bíta úr nál- inni með það núna að börn eru meira upp á sjálf sig komin, hafa ábyrgð sem þau standa ekki undir. Börn lenda auk þess oftar í áföllum en fyrr.“ Hægt að bæta skipulag Er hægt að spara peninga með betra skipulagi. Það telur Val- gerður og bendir á í því sam- hengi að málefni barna heyri undir fjögur ráðuneyti, þar sé samræmingar þörf. „Við eigum að sinna geðheilbrigðisvanda- málum 'A þjóðarinnar og fáum um 110 milljónir til þess. Barnaverndarstofa rekur með- ferðarheimili fyrir rúmar 200 millj. kr. Fullorðinsgeðþjónustu- kerfið kostar tvo milljarða. Það er hægt að nýta betur það fjár- magn sem við fáum en að auki þurfa að koma til meiri peiúng- ar í þennan málaflokk, það þarf að stórfjölga stöðugildum á göngudeild svo dæmi sé tekið. Fjárhagsleg stöðnun hefur ríkt í allt of mörg ár fyrir utan ung- lingadeildina sem komið var á árið 1987. Ilún fór ekki á fjár- lög fyrr en 1993 og heilbrigðis- ráðherra hefur oft vísað til þess að búið sé að fjölga um 15 stöðugildi í þessum geira síðan 1990. Um er hins vegar að ræða staðfestingu á orðnum hlut,“ segir Valgerður Baldurs- dóttir geðlæknir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.