Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Page 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Page 4
16- Miðvikudagur 9. júlí 1997 jDayur-'Œíntmvt Umbúðalaust Hípp hopp og rapp Jonni á Uppsölum skrifar af miðunum Þegar ég var svo lítill að ég réð engu um það hvort ég át hafragraut og tók lýsi ákvað ég að aldrei nokkurntúna skyldi ég verða svo ótuktarleg- ur við mín börn . Ég ákvað líka að mín fyrstu verk eftir að ég hefði öðlast nokkurt sjálfsforræði, yrðu þau að steinhætta að éta hafragraut og taka lýsi. Þess vegna rak mig í rogastans, seinna á lifsleið- inni, þegar dætur mínar fóru að grátbiðja hana mömmu sína um hafragraut og staðhæfðu að þeim þætti hann góður. Og af því að allir foreldrar hafa áhyggjur af afkvæmunum sínum var ég óttasleginn og hélt að kannske væri ekki alveg í lagi með stelpurnar mínar, þó svo að þær litu alveg eðlilega út. Þessi ótti ágerðist enn þegar að þær fóru að éta soðna ýsu eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Aldrei að verða þröngsýnn En eins og í öllum góðum ævin- týrum endaði þetta allt saman mjög vel og í dag eru stelpurn- ar mínar fullkomlega eðlilegar og borða framangreinda rétti helst ekki og þá alls ekki nema með eðlilegum fýlusvip. Þegar ég var unglingur sór ég að aldrei nokkurntíma skyldi ég verða svo þröngsýnt foreldri að vera að biðja krakkana mína að lækka í græjunum. Sem bet- ur fer hefur það aldrei valdið neinu hugarangri hvort það væri í lagi með dæturnar í þessu tilliti, af því að þær hafa alla tíð spilað sitt hipp hopp og rapp, á hæsta mögulega styrk. Hins vegar leyni ég því ekki að mór hefur aldrei öðlast sú víð- sýni og sú aðlögunarhæfni sem ég, í gamla daga sór að koma mér upp gagnvart músiksmekk minna eigin barna. Ég hata hipp hopp og rapp og get ekki annað. En minnugur gamalla svar- daga, sem urðu til af því hvað honum pabba mínum var merkilega illa við það sem hann kallaði hávaða, hef ég reynt að verða mér út um nútúna geðlyf frekar heldur vera tahnn þröngsýnn faðir og gamaldags ommupoppan. En.... Skoðanabróðir eða hvað? Fyrir tveimur árum síðan strauk köttur úr vistinni hjá okkur og hefur nánast ekkert til hans spurst síðan nema hvað það lék grunur á að til hans hefði sést í bardaga við kunn- ingja sinn suður á bæjum. Þetta var ofdekruð og drýldin skepna „Ég hata hipp hopp og rapp og get ekki annað,“ segir Jonni á Uppsölum. Hann virðist eiga skoðanabræður því að kötturinn á heimilinu hvarf einn daginn og hefur ekki spurst til hans síðan. sem þjáðist af offituvandamáli og hverskyns velferðarsjúkdóm- um. Hann bjó við góðan kost og var veittur sá besti beini sem hugsast gat. Hann var klæddur í barnaföt og hann var kjass- aður allan lið- langan daginn. Honum var ein- faldlega spillt með eftirlæti. En þrátt fyrir það var einhver óhamingja í huga þessa kattar sem olli því að eina nóttina gekk hann á dyr. Vitni töldu sig reyndar hafa heyrt hurðarskell þessa örlaga- ríku nótt, sem bendir til þess að hann hafi farið í fússi. Fjöl- skyldan leitaði að þessum villu- ráfandi kisa í margar vikur og það féllu mörg tár hjá litlum stelpum sem voru svo yfir- komnar af sorg að þær höfðu varla rænu á að setja hip hop í spilarann. Ég hef ekki haft brjóst í mér til þess að segja stelpunum mín- um frá illum grunsemdum um hvað lá að baki ákvörðun kattarins um að yfirgefa okkur. Ég er hræddur um að kall- greyið hafi hatað hipp hopp og rapp. Og lái honum hver sem vill! „Þegar ég var unglingur sór ég að aldrei nokkurn- tíma skyldi ég verða svo þröngsýnt foreldri að vera að biðja krakkana mína að lœkka í grœjunum. “ m Alltaf sami góði andiiin Fremstu íþrótta- menn landsins fjöl- menntu á landsmótið í Borgarnesi um síðustu helgi og kepptu í langstökki, hástökki, sundi, hlaupi og boðhlaupi og öll- um íþróttagreinum sem nöfnum tjáir að nefna. Á landsmótinu kepptu menn líka í íþróttagreinum lands- byggðarinnar, hinum sígildu og sjálfsagt vinsælustu greinum landsmótsins, pönnukökubakstri, dráttar- vélaakstri og þvílíku, og þá var nú aldeilis hamagangur í öskjunni. Og ungmennafé- lagsandinn blómstraði sem aldrei fyrr. „Áfram Gunna“ Það mátti sjá keppendur hamast sveitta við að henda dúkum á borð og raða disk- um og hnífapörum á hundr- að kílómetra hraða. Og baka pönnukökur og þá varð nú heldur betur að vanda sig. Pönnukökurnar urðu að ná ákveðnum flölda og vera fallegar og að sjálf- sögðu gullu hvatningar- hrópin við: „Áfram Jóna“ eða „Áfram Gunna“ um leið og deigið breiddist út á pönnunni. Áliorfendur stóðu á öndinni því að það var aldrei að vita nema gat myndaðist eða kakan brynni við. Og aumingja dómnefndin stóð á blístri og át á sig gat. Auðvitað var líka keppt í dráttarvélarakstri og þar var keppnin æsispennandi þegar dráttarvélarnar siluð- ust áfram í átt að markinu en starfshlaupið sló nú allt út. Þar sýndu menn hinn sanna ungmennafélags- keppnisanda, færðu hey- bagga milli staða, spörkuðu knöttum, fóru í greindar- próf og keyrðu hjólbörur í þráðbeinni línu eftir planka. Snillin var áberandi þegar kom að saumaskapnum og svo mátti stundum sjá hamri slegið á fingur en það var auðvitað ekki klaufaskapn- um um að kenna. Ónei. Menn keppa bara í því sem þeir kunna og gera alltaf fyrir ungmennafélagsand- ann. Vöknuðu upp við... Og svo var það ungmenna- félagsvínandinn. Hann mátti ekki vanta eða það fannst að minnsta kosti nokkrum íþróttamönnum af Reykja- nesinu ástkæra. Ölvun, ólæti og ryskingar, sögðu menn, vöktu furðu og hneysklan. Gæslan miðaðist við einfalt og edrú íþróttamót en ein- hverjir vöknuðu upp við vondan draum. Landsmóts- andinn hafði breyst. Björg- unarsveitirnar urðu að opna „líkhús“ eins og um sjálfa verslunarmannahelg- ina væri að ræða. Og það á landsmóti! Ja, tímarnir breytast og mennirnir með. „Ég var alveg gapandi hissa á þessu,“ sagði fram- kvæmdastjóri landsmótsins og gapti. „Ég segi fyrir mig að ég er alveg rosalega svekktur með þetta.“ Landsmótsandinn er allt- af samur við sig. Það er ekki spurningin en hinn sígildi landsmótsandi hefur breyst í ungmennafélagsvínanda með tilheyrandi ölvun, ólát- um og ryskingum. Héðan í frá verður anda landsmóts- ins haldið á lofti og talað um ungmennafélagsvínand- ann. Það verður rétt- nefni...eða hvað? Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.