Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Side 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Side 6
18 - Miðvikudagur 9. júlí 1997 IDagur-ÍIImttrm LIFIÐ I LANDINU Þorsteinn Úlfar er að gera alls kyns tilraunir í garðinum sínum. Hann ætlar t.d. að hleypa peru- og eplatrjánum sínum í fyrsta skipti út í vetur. Og letinginn sjálfur fékk mjög góða jarðarberja uppskeru í fyrra. ||| Fjölskylduferð - allir með á Þríhyrning eða skoðun- arferð og í dansskónum á dansiball á Kirkjubæjarklaustri Árleg sumarferð Framsóknarmanna á Suðurlandi verður farin um Rangárþing 12. júlí nk. Gengið verður á Þríhyrn- ing. Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að ganga verður boð- ið uppá rútuferð með leiðsögn að Keldum - Gunnarsholti um Hellu og Hvolsvöll. Á Hvolsvelii verður Njálusýningin skoðuð. Hóparnir hittast síðan við Tumastaði í Fljótshlíð en þar verður efnt til mikillar grillveislu með söng og leikjum. Lagt verður af stað að austan kl. 9 frá Esso-skáianum á Kirkjubæjarklaustri. Kl. 10 frá Víkurskála í Vík. Lagt verður af stað að vestan kl. 10 árdegis með rútu frá Fossnesti á Selfossi. Kl. 10.15 verður rútan við Skeiðavegamót. Kl. 10.30 verður rútan á Heliu við Grillskáiann. Kl. 10.40 verður rútan á Hvolsvelli við Hlíðarenda - þar slást austanmenn í hópinn. Hér er um ódýra skemmtiferð að ræða sem hentar allri fjölskyldunni - ömmur, afar, pabbar, mömmur, strákar, stelpur á öllum aidri eru velkomin. í fyrra voru yfir 100 í fjölskylduferðinni. Hve mörg verðum við í ár? Þátttöku- gjald er kr. 1.900 fyrir fullorðna en kr. 500 fyrir 7 til 12 ára, frítt fyrir yngri börn. Innifalið er rútuferð og grill- veisla en þeir sem skoða Njálusýningu á Hvolsvelli greiða við innganginn og fullorðnir sem einungis taka þátt í göngu og grillveislu kr. 1.000,- Þátttaka tilkynnist fýrir kl. 12 á hádegi 10. júlí til Karls Gunnlaugssonar í síma 486 6621, Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 486 8866, Þorvaldar Guðmundssonar í síma 482 1640 eða ísólfs Gylfa Pálmasonar í síma 487 8649. UndirbúningSncfnd. Með dagsskóna á Kirkjuhæjarklauslur Einnig er minnst á Héraðsmót framsóknarmanna í Vestur- Skaftasýslu sem verður í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 19. júlí - dansieikur og dúndrandi sumar- stemmning. Þangað þarf ekki að tilkynna formlega mæt- ingu - heldur mæta á staðinn með dansskóna. Undirbúningsnefnd. Letlngbin með fallega garðínn Kvikmynda- gerðarmaður er búinn að gefa út Garðyrkjuhandbók letingjans... Eftir því sem ég verð efdri því ósáttari verð ég við þessa hefðbundnu garð- yrkju þar sem garðar eru í gjör- gæslu áburðar og skordýralyíja. Mér flnnst Öskjuhlíðin, Elliða- árhólminn og jafnvel svæðin meðfram flugbrautunum hérna í Reykjavík, miklu fallegri en nokkur garður. Þar er þessi lágvaxni fallegi gróður sem við eigum og hann plumar sig bara ágætlega meira og minna hjálp- arlaust. Um leið og við förum að setja puttana í dæmið að þá er- um við í rauninni alltaf að skennna fyrir,“ sagði Þorsteinn Úlfar Björnsson, kvikmynda- gerðarmaður og brennandi áhugamaður um garðyrkju í samtali við blaðið. Þorsteinn heldur því fram í bókinni sinni Villigarðurinn - garðyrkjuhandbók letingjans, að hlutverk garðeigenda sé að planta, hlífa plöntunum meðan þær eru smáar en láta náttúruna svo um restina. Lifí þær ekki af þá séu þær ekki nægilega harðgerar fyrir veðr- áttuna eða að við höfum ekki búið þeim rétt skilyrði. „Það er slikt óhemjumagn af plöntum sem lifa af hér. Ég segi að við eigum að hætta þessari petón- íu- og stjúpuræktun og búa til okkar eigin hefð.“ Láttu dýrin vinna fyrir þig -Og hvernig fer svo letinginn léttast út úr garðvinnunni? „Með því að koma sem mestu af garðyrkjuna yfir á þau dýr sem lifa í garðinum, ána- maðkana og örverurnar í jörð- inni. Nota rándýrin sem eru til þess að sjá um að halda maðk- inum í skeijum. Þetta gengur allavega mjög vel hérna í minni holu.“ -En hvað gerir þú? „Sem minnst. Ég sái, vökva það sem er í pottum, klippi kal- kvisti og klippi einstaka runna sem ég vil hafa frekar lítið tré. En ég klippi ekki hekk, ég vil hafa runnana sem náttúruleg- asta. Svo slæ ég flötina þar sem ég vil slá, sem er reyndar meirihlutinn núna. f fyrra var ég með þó nokkuð stóran blett sem ég sló ekki en aðrir ijöl- skyldumeðlimir voru nú ekki eins hrifnir þannig að ég var of- urliði borinn og slæ þann blett núna, því miður. Því grösin eru glettilega falleg þegar þau er farin að blómstra, ég tala nú ekki um þegar það er komin á þetta dögg sem perlar í sól- inni...“ -Hvað með arfann? „Hvaða arfa?“ -Ja, ég bara spyr... „Ég er ekki með neitt í beð- unum sem pirrar mig. Það er með arfann eins og illgresið að þetta eru bara plöntur á villi- götum miðað við óskir mínar sem garðeiganda. Maður verð- ur bara að planta nógu djöfull þétt. Geri maður það á „aríinn" miklu erfiðara uppdráttar.“ -Þannig að þetta fer úgœt- lega saman að vera letingi og garðeigandi? „Já.“ lóa ... við eigum að hœtta þessari pe- tóníu- og stjúpu- rœktun... „. ..garðar eru í gjörgceslu dburðar og skordýralyfja. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.