Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Síða 7
iDagur-©mmu Miðvikudagur 9. júlí 1997 -19 LIFIÐ I LANDINU Heíll sé Sveini sjötugum Fjöldi góðra gesta mætti í afmælis- veislu bændahöfðingjans Sveins Skúlasonar í Bræðratungu í Bisk- upstungum, sem varð sjötugur síðast- liðinn sunnudag. í veislunni, sem hald- in var í félagsheimilinu Aratungu, var vel veitt og gleði mikil, enda er slíkt í anda afmælisbarnsins Um áratugaskeið hefur Sveinn búið á föðurleifð sinni í Bræðratungu, ásamt Sigríði Stefánsdóttur eiginkonu sinni. Þau eiga íjögur börn og nú á síðari ár- um er Kjartan sonur þeirra kominn inn í búskapinn og stendur hann, ásamt eiginkonu sinni, að félagsbúi með for- eldrum sínum. Er það stórbú með tug- um mjólkandi kúa og hundruðum fjár og er staðan sú að megnið af fé því sem rekið er á afrétt Tungnamanna til sumarbeitar er frá Bræðratungu. Að öðru leyti eru aðstæður til búskapar í Bræðratungu afar góðar, jörðin er landstór og eftir því grasgefin. En þrátt fyrir að hafa búið stórbúi hefur Sveinn starfað lengi og mikið að félagsmálum, meðal annars í Sjálfstæð- isflokknum og í Búnaðarsambandi Suðurlands og lengi átti hann sæti í hreppsnefnd Biskupstungna. Sam- starfsfólk hans í félagsmálum var með- al gesta hans í afmælisveislunni á sunnudagskvöldið, en þess utan margir Sunnlendingar - sem eiga Sveini aðeins gott að gjalda. -sbs. Myndir: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Böðvar Pálsson hreppstjóri og oddviti á Búrfelli í Grímsnesi í ræðustól. Marta Guðrún Sigurðardóttir, Magnús Sigsteinsson, Þorkell Bjarnason og Esther Guðmundsdóttir. Sigurður Erlendsson hreppstjóri á Vatnsleysu á tali við sjálft afmælisbarnið, Svein Skúlason. Erlendur í Austurhlíð, Magnús á Lágafelli og Sveinn frá Drumboddsstöðum. Þorsteinn Þórarinsson, Hulda Björnsdóttir og Tómas Þorvaldsson heilsuðu upp á afmælisbarnið. Margrét ísleifsdóttir, ísólfur Gylfi Pálmason, Arndís Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson vígslubiskup og Pálmi Eyjólfsson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.