Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Side 8
8 - Föstudagur 11. júlí 1997
JDagur-®mrám
PJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.
Lausasöluverð
Prentun:
Grænt númer:
Dagsprent hf.
Eyjólfur Sveinsson
Stefán Jón Hafstein
Birgir Guðmundsson
Marteinn Jónasson
Strandgötu 31, Akureyri,
Garðarsbraut 7, Húsavík
og Þverholti 14, Reykjavík
460 6100 og 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.600 kr. á mánuði
kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171
Sterk staða ríkisstjórnarinnar
í fyrsta lagi
Ný skoðanakönnun sýnir að yfir 60% landsmanna
styðja ríkisstjórnina þegar kjörtímabilið er rúm-
lega hálfnað. Þetta er geysisterk staða. Þingmeiri-
hlutinn er yfirgnæfandi og yrði kosið í dag fengi
stjórnin áframhaldandi umboð með svipuðum
styrk. Er góðæri, batnandi hagur og bjartari tímar
með fögru sumri, þegar spurt er, eina skýringin?
Nei. Ein skýring. Aðrar koma til: styrkir leiðtogar
stjórnarflokkanna, svo dæmi sé tekið, uppákomu-
lítil ríkisstjórn svo annað sé nefnt.
í hinu mannfáa hólfi stjórnarandstöðunnar horfa
málin öðruvísi við. Styrkur ríkisstjórnarinnar er
niðurlægjandi áfall fyrir hana. Stjórnarandstöðu-
flokkarnir hafa nú haft tvö ár til að ná vopnum
sínum eftir kosningar, skipta um formenn í A-
fiokkunum, ræða samstarf og koma sjónarmiðum
sínum á framfæri við almenning. Niðurstaðan?
Enginn árangur. AIIs enginn! Þeir hafa nú sama
eða minna fylgi en þegar kosið var!
Spivining dxtg^ín^
Hvert biskupsefnanna Qögurra fannst þér
koma best út í umræðuþætti Sjónvarpsins
á miðvikudagskvöld?
Jón Hákon
Magnússon
hjá Kynningu og
markaði
Hallur
Hallsson
hjá Mönnum og
málefnum
Mér fannst Karl Sig-
urbjörnsson góður,
það litla sem ég sá
af þættinum. Mér flnnst
hann hafa þetta yfirbragð
sem biskup þarf að hafa;
það er, trúverðugur for-
ystumaður kristinnar
kirkju. Karl hefur að því
leyti þá í'ntynd af biskupi
sem fellur mér í geð, að
hinum biskupsefnunum
ólöstuðum.
Eg geri ekki upp á
milli þessara bisk-
upsefna, svona al-
mennt talað. En mér fannst
þeir Karl Sigurbjörnsson og
Sigurður Sigurðarson vera
trúverðugir í sínum mál-
llutningi í þættinum.
Guðrún Alda
Harðardóttir
lektor i’ið leikskólak.
deild Háskólans á Ak.
Eg var í rauninni ekki
nægilega ánægð með
neitt þeirra. Og síðan
ber að taka fram að al-
menningur hefur ekki
kosningarétt í biskupskjöri,
heldur aðeins 190 prestar,
guðfræðikennarar, og
nokkrir leikmenn, þannig
að spyrja má til hvors
hópsins biskupsefnin hafi
verið að tala. Eftir þennan
þátt gat ég ekki gert upp
við mig hvort ég muni
ganga á ný í þjóökirkjuna.
Gunnar
Þorsteinsson
forstöðumaður
Krossins
Eg hreinlega horfði
ekki á þáttinn. Ég
var inni í Þórsmörk
að grilla lamba- og svína-
kjöt, og það var afar
skemmtilegt ferðalag.
í þriðja lagi
Könnun Gallups sýnir einnig að á sama tíma og
ríkisstjórn íslands heldur tiltrú almennings hefur
hún dvínað á aðrar valdastofnanir samfélagsins.
Dómskerfið, Háskólann og kirkjuna svo dæmi séu
tekin. Sem sýnir jafnvel enn betur en tölur um
fylgi við flokka hve staða stjórnarandstöðunnar er
veik. Og veikist. Tilhlaupið fyrir Alþingiskosningar
eftir tvö ár hefur mistekist og stjórnarandstaðan á
jafnvel enn erfiðara nú en áður með að sýna fram
á að hún bjóði upp á trúverðugri kost til að stjórna
landinu en samsteypustjórn Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks. Bleik er brugðið.
Stefán Jón Hafstein.
V____________________________________________________)
Þingmenn alveg eins og fólk er
Jlest...
„Það er alveg ótrúlega mikil
vinna að vinna sem alþingis-
maður....Raunin er sú að þetta
eru hreint bestu menn og það
ótrúlega er að þeir eru flestir
alveg eins og fólk er fiest."
- Ólafur Jóhann Borgþórsson, nýútskrif-
aður úr 10. bekk Barnaskóla Vest-
mannaeyja, sagði Dagskrá frá starfs-
kynningu á Alþingi.
Við hverju bjóst ABBI eigin-
lega?
„íslendingar eru mjög viðkunn-
anlegir. Allt öðruvísi en við átt-
um von á.“
- Björn Ulvaeus ABBA-maður sagði
Mogganum frá íslandsferð á dögunum.
Óskirnar nú orðið út á plast
og krít...
„Ég varð standandi hissa yfir
því að nú fann ég (á botni Pen-
ingagjár) urmul alls konar
plastkorta. Það var grúi er-
lendra og innlendra símakorta,
alls konar bankakort, debetkort
og kreditkort, og meira að segja
eitt í fullu gildi. Menn eru
greinilega farnir að óska sér út
á plast og krít.“
- Hinrik Pétursson atvinnukafari sagði
Alþýðublaðinu frá hreinsunarferð á
botn Peningagjár á Þingvöllum og þeim
miklum breytingum sem þar hafa orðið
á 30 árum, þegar „aflinn" fólst aðallega
í þúsundum platna úr bílaplötuspilurum
ásamt brjóstahöldum og nærbuxum svo
það helsta sé nefnt.
Kötturiiin sem fór sínar eigin leiðir
Iskemmtilegum pistli í Degi-Tímanum
lýsir miðaldra ömmupoppari hvernig
hann leysir algengt heimilisböl. Það
gerir hann með því sem hann kallar nú-
tíma geðlyf. Þægileg lausn og algeng, því
samkvæmt skýrslum eykst sala á geðlyíj-
um jafnt og þétt og langt umfram sölu-
aukningu á öðrum meðalategundum.
Hægt er að losna við heimilisböl með
öðru móti, og er sú aðferð í sókn, eins og
skýrslur sýna. Hún er sú að flýja heimið
og leita sér athvarfs annars staðar. Það
gerði kötturinn á nefndu heimili, enda
mun hann ekki hafa fengið geðlyf til að
standast þann stríðsrekstur, sem leggur
heimili og geðheilsu fólks í rúst.
Neysla geðlyíja og flótti af heimili
stafar af víðsýni og staðfestu. Húsbónda-
nefnan sór það nefnilega þegar hann var
að alast upp, að aldrei skyldi hann verða
svo þröngsýnt foreldri, að biðja krakk-
ana sína að lækka í græjunum.
Hver kúgar hvern?
Ekki þarf að orðlengja framhaldið.
Börnin hafa annan músíksmekk en for-
ejdrið og kötturinn og víðsýnin og um-
burðarlyndið ríkir á heimilinu og von-
andi komast alfrjálsu börnin aldrei að
því að þau eru á góðri leið með að
splundra heimili sem haldið er saman
með hjálp geðlyfja.
Greinarkornið sem hér er vitnað til
er skrifað í gamansömum ýkjustíl, en
nokkur alvara kann að búa undir.
Hér og hvar eru farnar að skjóta upp
kollinum athugasemdir um agaleysi í
þjóðfélaginu. Það eru
auðvitað ekki nema
þröngsýnar sálir sem
láta shkar skoðanir í
fjós. Ungi, fallegi, gáf-
aði og vel menntaði
æskulýðurinn okkar
kann fótum sínum
forráð og þarf hvorki á aðfinnslum né
leiðbeiningum gamlingjanna að halda.
Ef krakkarnir vilja spila rapp á hæsta
hljóðstyrk, er það þeirra mál og aðrir á
heimilinu ráða hvort þeir drekkja sér í
alkóhóli, lognast út af með hjálp geð-
lylja, eða hlaupast á brott. Allt eru þetta
kunnar og algengar flóttaleiðir.
Hér má staldra við og spyrja gagns-
lausu spurningarinnar: Hvort kom á
undan eggið eða hænan?
Einstrengingsleg
þröngsýni
Hræðslan við þröngsýnina býður upp á
agaleysi. Kurteisi er hlægileg og að
mestu aflögð, umgengnisreglur eru
gamlar og hallærislegar hefðir og er þá
skammt í allsráðandi tillitsleysi.
Hvar byrjar heimilisofbeldið marg-
umtalaða? Stfellt er
verið að segja manni
að miklu meiri brögð
séu að því en almennt
fæst viðurkennt. Að
börn beiti foreldrana
ofbeldi er óhugsandi,
eða þá að það þarf
mikla þröngsýni til að viðurkenna það.
Enda er hávaðaofbeldi viðurkennd
skemmtun og lifsstíll, sem þykir nánast
dónaskapur að amast við af þeim sem
ekki kunna að meta það að láta ærast.
í þjóðsögum voru það tröll sem ærðu
menn og gerðu ómennska. En það eru
nú bara gömul hindurvitni. Nú á dögum
æra aðrir glóruna úr fólki og hljóta lof
og aðdáun fyrir.
Oíbeldisdýrkunin er nánast alls stað-
ar í nútímanum. Ofbeldið og tillitsleysið
gagnvart náunganum er engum tilviljun-
um háð. Ofbeldið og agaleysið gegn
sjálfum sér birtist í eiturfíkn og kæru-
leysi um eigið heilsufar til líkama og sál-
ar. Afvötnunarskýrslur SÁÁ tala sínu
máli, kornungir eiturfíklar eru að leggja
stofnanirnar undir sig. Hraðvaxandi
notkun geðlyija ætti að vera viðvörun.
Tilefnislausar árásir og alvarlegar lík-
amsmeiðingar er orðið leiðigjarnt frétta-
efni, enda orðið eins algengt og smá-
vægilegir bflaárekstrar voru í eina tíð.
Hér skal viðurkennt að þessi skrif
bera vott um einstrengingslega þröng-
sýni og hugarfar sem ekki samrýmist
því alfrelsi sem unga fólkið á að búa við.
Sjálfsagi er úrelt hugtak eins og tillit-
semin. En gallinn er bara sá að þegar
gamlingjarnir láta fara með sig eins og
tuskur beinist athafnasemi æskunnar
gegn sjálfri sér og þá fara málin heldur
betur að vandast.
Það eru nefnilega ekki allir eins
frjálsir og staðfastir og kötturinn, sem
fór sínar eigin leiðir, eins og segir frá í
lærdómsríkri bók.
OÓ