Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Page 9
Hagur-CCuramx
Föstudagur 11. júlí 1997 - 9
ÞJOÐMAL
Sjálfbær þróun - hvað er
Arni
Finnsson
skrifar
Sjálfbær þróun í íslensku
samfélagi - Framkvæmda-
áætlun til aldamóta - er
titillinn á nýrri skýrslu sem gef-
in var út af umhverfisráðuneyt-
inu þann 16. júní sl. Ritið mark-
ar stefnu íslenskra stjórnvalda í
átt til sjálfbærrar þróunar fyrir
hönd íslands og er afurð vinnu
sem hófst árið 1993.
Titillinn gefur til kynna að
enn sé óunnið það verk sem í
raun varðar hina íslensku leið
til sjálfbærrar þróunar. Undir-
titillinn er framkvæmdaáætlun
til aldamóta - sem eru jú rétt
handan við næstu kosningar -
og það segir sig sjálft að það
mun taka lengri tíma en þrjú ár
fyrir íslenskt þjóðfélag að mæta
þeim kröfum sem felast í sjálf-
bærri þróun.
Hugtakið sjálfbær þróun hef-
ur velkst í umræðunni í tíu ár
eða lengur, en hugtakið sló í
gegn með útkomu skýrslu
Brundtland-nefndarinnar árið
1987. Hugtakið er vandskil-
greint, enda nær það í raun til
allra mannlegra athafna sem
flestar hafa áhrif á lífríkið með
einum eða öðrum hætti.
Til að glöggva sig á inntaki
„sjáifbærrar þróunar" er brýnt
að hafa hugfast að hugtakið er
myndað sem andsvar við þeirri
þróun sem leitt hefur iðnríki
nútímans inn í þær ógöngur er
nú ógna lífríki jarðar. Skilgrein-
ing Brundtiand-nefndarinnar
var hins vegar að „Sjálfbær
þróun er þróun sem fullnægir
þörfum samtíðarinnar án þess
að skerða möguleika komandi
kynsióða til að fuiinægja sínum
þörfum.“ Gallinn er vitanlega
sá að þessi skilgreining er gal-
opin og hefur verið útfærð að
þörfum alls kyns aðila með
mjög ólíka hagsmuni. „Því fleiri
kokkar, þeim mun verri súpa,“
segir máltækið.
Skilgreiningu skortir
Áðurnefnd skýrsla umhverfis-
ráðuneytisins sneiðir fram hjá
þessum skilgreiningarvanda þar
eð ekki er gerð nein tilraun til
að skilgreina hvað felst í hug-
takinu sjálfbærri þróun“. í for-
mála fyrri skýrslu fyrra ráðu-
neytis Davíðs Oddssonar um
sjálfbæra þróun, sem hét Á leið
til sjálfbærrar þróunar og kom
út 1993, segir að um sé að
„ræða grunn sem lagður verður
til grundvallar ítarlegrar fram-
kvæmdaáætlunar í umhverfis-
og þróunarmálum sem taka
mun til allra þátta íslensks sam-
Hins vegar segir á
bls. 16 að heildarlos-
un gróðurhúsaloftteg-
unda verði um 100
þúsund tonnum meiri
um aldamótin en árið
1990. Þá er stækkun
álversins í Straums-
vík reiknuð með, en
ekki álver Norðuráls
á Grundartanga og
stækkun járnblendi-
verksmiðjunnar á
sama stað. Veit ekki
hægri höndin hvað sú
vinstri gjörir?
félags.“ Hið sama mætti segja
um hina nýútkomnu skýrslu því
þó að hér sé um framför að
ræða, verður ekki sagt að þessi
framkvæmdaáætlun taki til allra
þátta íslensks samfélags, né er
Sá árangur sem náðst hefur er fyrst og fremst að þakka ÍSAL, sem hefur með
húsalofttegunda frá Straumsvík umtalsvert, segir greinarhöfundur.
hún sérlega ítarleg.
Eyðurnar stinga í augun. Til
dæmis segir um veðurfarsbreyt-
ingar af völdum gróðurhúsa-
áhrifa á bls. 23, að „Nýjustu
tölvulíkön benda flest til að hlýn-
un verði minni á íslandi og haf-
svæðunum í kring en víða ann-
ars staðar. Hækkandi sjávar-
staða af völdum hlýnunar kann
að leiða til aukinnar tíðni sjávar-
flóða og hugsanlega gætu gróð-
urhúsaáhrifin breytt styrk og
stefnu hafstrauma, þ.á m. Golf-
straumsins. Slíkt myndi hafa
ófyrirsjáanleg og að öllum lík-
indum alvarleg áhrif á veðurfar
og fiskgengd." Hins vegar segir á
bls. 16 að heildarlosun gróður-
húsalofttegunda verði um 100
þúsund tonnum meiri um alda-
mótin en árið 1990. Þá er stækk-
un álversins í Straumsvík reikn-
uð með, en ekki álver Norðuráls
á Grundartanga og stækkun
járnblendiverksmiðjunnar á
sama stað. Veit ekki hægri hönd-
in hvað sú vinstri gjörir?
Ennfremur vantar umræðu
um hvernig megi draga úr los-
un gróðurhúsalofttegunda hér á
landi til samræmis við skuld-
bindingar íslands. Sá árangur
sem náðst hefur er fyrst og
fremst að þakka ÍSAL, sem hef-
ur með nýrri tækni minnkað
losun gróðurhúsalofttegunda
frá Straumsvík umtalsvert.
Sjávarútvegur
í kafla um markmið og leiðir í
sjávarútvegi má hins vegar
finna ýmislegt lofsvert. Þar segir
til dæmis í inngangi, að „Brýnt
er að stjórnvöld marki sem fyrst
stefnu um hvernig best megi
efla ímynd íslands sem ábyrgrar
fiskveiðiþjóðar með góðri um-
gengni við hafið og auðlindir
þess.“ Undir skal þetta tekið
heils hugar. Raunar er með öllu
óverjandi að stjórnvöld hafi ekki
þegar mótað stefnu fyrir sjávar-
útveg í umhverfismálum.
nýrri tækni minnkað losun gróður-
Mynd: GVA
Skýringin er meðal annars
sú að undanfarin 10 ár eða svo
hafa hagsmunasamtök á borð
við LÍÚ eða Fiskifélag íslands,
oftar en ekki verið með klærnar
öfugar út í umhverfismálum.
Þessi hagsmunasamtök hafa því
miður beint kröftum sínum að
baráttunni við alþjóðleg um-
hverfisverndarsamtök. Þau
hafa fyrir þær sakir átt erfitt
með að koma auga á möguleik-
ana sem felast í að nýta sér það
forskot sem íslendingar hafa á
flestar aðrar þjóðir í fiskveiði-
stjórnun í markaðssetningu.
Hér er um gríðarlega mikilvægt
hagsmunamál að ræða þar eð
fískneytendur á mörkuðum er-
lendis munu í æ ríkari mæli
spyrja eftir því hvort fiskvörur
séu vottaðar samkvæmt staðli
um ábyrgar og sjálfbærar fisk-
veiðar.
Höfundur situr í stjórn Náttúruverndar-
samtaka íslands.
Prestastefnan á Akureyri 1997
Sigurður Lárusson
skrifar
Samkvæmt útvarps- og
sjónvarpsfróttum af
prestastefnunni sem hald-
in var nýlega á Akureyri bar
þar margt á góma svo sem
vænta mátti. Athyglisverðust
fannst mér setningarræða
herra Ólafs Skúlasonar biskups.
En margt annað sem sagt var
frá í fréttum fannst mér ekki
sérlega merkilegt. Til dæmis
fannst mér það furðuleg lítils-
virðing fyrir lýðræðinu hjá meg-
inþorra prestanna, að vilja af-
nema algerlega þann litla hluta
sem eftir er af lýðræðinu við val
presta í einstök prestaköll. Þar
á ég að sjálfsögðu við, að eftir
að almennar prestskosningar
voru lagðar niður fyrir tæpum
20 árum og í staðinn tekinn
upp sá háttur að láta fáeina
kjörmenn greiða atkvæði um
hvaða prestur skyldi þjóna við-
komandi prestakalli, að vísu
með þeirri undantekningu að ef
25% af kosningabæru fólki í
viðkomandi prestakalli óskaði
skriflega eftir almennri kosn-
ingu þá væri skylt að verða við
því. Það taldi ég þó vera lág-
marksrétt safnaðarfólksins. En
ég hef alltaf verið þeirrar
skoðunar að með því að taka
kosningaréttinn af fólkinu hafi
verið brotinn á því dýrmætur
réttur til að velja sér andlegan
leiðtoga.
Það kom líka glöggt fram
þegar síðast var kosinn prestur
á Selfossi að hvorugur þeirra
tveggja sem fengu flest atkvæði
kjörmannanna náði kosningu
heldur prestur sem fékk fá eða
engin atkvæði kjörmanna. Þetta
nefni ég sem eitt af mörgum
dæmum um þá ólýðræðislegu
kosningu sem gilt hefur mörg
undanfarin ár.
Ef ég man rétt var á síðasta
Alþingi samþykkt að skipa prest
aðeins til 5 ára í senn. Það er að
vísu nokkur réttarbót fyrir söfn-
uðinn, en mér finnst lýðræðisleg-
ast að koma gamla laginu á aft-
ur. Á prestastefnunni mun hafa
verið samþykkt að afnema kjör-
mannafyrirkomulagið og einnig
skipun presta til fimm ára. Það
finnst mér alveg óþolandi. Fólkið
í hverju prestakalli á að hafa
Frá Prestastefnunni á Akureyri.
skilyrðislausan rétt til að velja
sér prest en ekki láta einhverja
embættismenn skammta sér
prest og mér finnst að lágmarkið
sé að hægt sé að skipta um prest
á fimm ára fresti.
Það þjónar engu réttlæti að
neyða söfnuðina til að sitja uppi
með sama prestinn í 30-40 ár,
ef það er óánægt með hann. Og
það er síst til að auka kirkju-
sókn eða til að stuðla að boðun
fagnaðarerindisins. Svo er ann-
að sem mig langar að minnast
Mynd: GS
á, en það eru kröfur prestanna
um verulega launahækkun. Það
finnst mér ganga í berhögg við
kenningar Krists. Það kann að
vera að fastalaun presta séu
það lág að prestar sem þjóna í
fámennum sveitaprestaköllum
hafi skammarlega lág laun, en
þá tel ég að sameina ætti nær-
liggjandi prestaköll svo að hver
prestur þjónaði a.m.k. 1000
sóknarbörnum. Þá myndu
aukatekjur hans verða það
miklar að hann hefði sæmilegar
tekjur. Samgöngur hafa batnað
svo mikið víðast hvar síðastliðin
50 ár að hver prestur í strjál-
býlinu ætti að geta þjónað á
miklu stærra landsvæði. Og allir
vita að prestar í 4000-5000
manna söfnuði hafa mjög góð
laun. Þær fréttir sem komu mér
mest á óvart frá þessum ljöl-
menna fundi voru þær að prest-
arnir kröfðust þess að ekki
mætti skerða tekjutryggingu
presta eftir að þeir kæmust á
ellilífeyrisaldur, þó að þeir
hefðu frá 35.000 króna tekjum
og allt að 150.000 króna tekjum
á mánuði auk venjulegra elli-
launa. Þetta fannst mér sýna
best fégræðgi þeirra.
Vita þessir menn að tekju-
tryggingin var lögleidd á árun-
um eftir 1970. Henni var fyrst
og fremst ætlað að hjálpa þeim
að draga fram lífið sem ekki
höfðu aðrar tekjur en ellilaun-
in. Nú er ijöldi fólks sem hefur
tugi þúsunda úr lífeyrissjóðum
á mánuði og ýmsar aðrar tekj-
ur. Prestastefnunni hefði verið
nær að kreQast þess að bóta-
þegar sem hafa innan við
50.000 kr. í tekjur fengju a.m.k.
60.000 kr. á mánuði í hvaða
stétt sem þeir eru.