Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Síða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Síða 12
|Bagur4Smram Veðrið í dag Föstudagur ll.júlí 1997 þurrkari Þurrkari, 5 kg. Snýst í báðar áttir, tvö hitastig Verð kr. 33.155 Gæði, góð þjónusta. gKAUPLAND K/VUF>ANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Gert er ráð fyrir sunnan- og suðaustan golu eða kalda í fyrstu, en síðan austlægri átt. Á Norðausturlandi verður skýjað með köflum og úrkomulaust en annars staðar er áfram gert ráð fyrir vætu. Hiti verður á bilinu 6 til 19 stig. Hlýjast á Norðausturlandi. Lánið lék ekki við íslensku knatt- spyrnuliðin þegar dregið var í Evrópu- keppnina. Skaga- menn, ÍBV og KR drógust öll á móti lítt þekktum liðum og þurfa öll að leggja á sig löng og kostnaðarsöm ferðalög. KR-ingar, sem keppa í Evr- ópukeppni félagsliða, eru sennilega heppnastir með lið hvað frægðina varðar, Dynamo Bukarest, sem lengi hefur verið í fremstu röð evr- ópskra knattspyrnuliða. Aftur á móti virðast möguleikar þeirra minnstir á að komast áfram, a.m.k. við fyrstu sýn. í Evrópukeppni bikarhafa fá Eyjamenn gamla kunningja ís- lendinga, Hibernian frá Möltu. Fram lék við þetta lið árið 1972 og Skagamenn hafa einnig leik- ið við það. Þá lék íslendingur-, inn Guðmundur Baldursson með Hibs um tíma, og einnig Indriði Einarsson, þannig að liðið er ekki algerlega ókunnugt landanum. Andstæðingar Skagamanna í meistarakeppninni, FC Kosice frá Slóveníu, eru algerlega óskrifað blað hér á landi. Það eina sem vitað er um Kosice er að þeir hafa svipaða stöðu í heimalandi sínu og ÍA hefur haft hér á landi undanfarin ár. Þeir eru einfaldlega langbesta lið landsins. Hvort það dugar svo gegn íslandsmeisturunum verður að koma í ljós. Við erum í þessu til að vinna Haraldur Haraldsson, þjálfari KR, var ekkert óhress með dráttinn þrátt fyrir allt. „Það er allt þokkalegt um dráttinn að segja. Við hefðum auðvitað kosið að fá eitthvað annað en fyrst svo er ekki tök- um við því sem við fáum. Þetta er mikið ferðalag og erfltt og Odráttur liðið er sterkt þannig að þetta verður ekkert auðvelt. Við hefð- um náttúrulega viljað fá eitt- hvað nær okkur og líkara því sem við þekkjum. Við þekkjum þetta hð mjög lítið. Það er mjög ungt en með góða leikmenn. Markmaðurinn þeirra er landsliðsmarkvörður Rúmeníu og er sagður sterkur. Þeir enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili en nú er þeim spáð sigri á því næsta. Ég held að þetta lið leiki þennan mið-Evr- ópubolta en við erum að kynna okkur það nánar.“ KR leikur fyrri leikinn hér heima og þeir ætla að reyna að fá að leika á KR-vellinum, þar sem stemmningin er alltaf góð. „Það hefði verið æskilegra að leika útileikinn fyrst. Þá hefðum við getað skoðað liðið betur og farið varlegar í málin. Þá hefð- um við vitað betur hvað við gætum leyft okkur hér heima. Við tökum á þessu og leggjum okkur fram. Við erum í þessu til að vinna,“ sagði Haraldur Har- aldsson. Hef ekki hugmynd um þetta lið Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skagamanna, var fámáll um andstæðinga ÍA í Evrópukeppni meistaraliða. „Ja, það er nú lít- ið um það að segja. Ég hef ekki hugmynd um þetta lið. Ég reikna þó með því að þetta sé sterkt lið og hef enga trú á öðru. Þeir eru meistarar í sínu landi. Maður hefði kosið ein- hver önnur lið, hérna nær, en það voru bara ekki svo mörg lið í pottinum sem komu til greina fyrir okkur. Það hefði verið gaman að fá finnska liðið eða Mozir frá Hvíta-Rússlandi sem KR lék við í fyrra. Það hefði verið vænlegri kostur, og jafnvel hðið frá Kýpur. En það er ekk- ert gefið í þessu." Ólafur var ekkert yfir sig ánægður með næstu andstæð- inga, ef Skagamenn komast áfram en það er hið geysi sterka lið Spartak Moskva frá Rússlandi. Fobia „Við íslendingar höfum verið með fobiu gagnvart austan- tjaldslöndunum svo við verðum að segja að fyrir okkur hafi þessi dráttur verið viðunandi, „Það er allt þokkalegt um dráttinn að segja,“ sagði Haraldur Haraldsson þjálfari KR. þó við hefðum kosið styttra ferðalag,“ sagði Bjarni Jóhann- esson, þjálfari ÍBV. „Vissulega eru möguleikar fyrir okkur að komast áfram og það er það já- kvæðasta í þessu. Það sem menn hér miða við núna og er ferskast, er að Færeyska lands- liðið hefur unnið Möltu í tví- gang, en félagsliðin þar hafa yfirleitt staðið sig betur í Evr- ópukeppninni en landshðið. Við verðum að vinna okkar heimavinnu vel og hér á að vera metnaður til að ná lengra í Evrópukeppninni en við höfum gert undanfarin ár. Liðið er með enskan þjálfara og með því leika tveir enskir leikmenn og þeir eru einnig með þrjá lands- liðsmenn.“ Bjarni sagði að staða þess- ara liða væri svipuð og hvernig þau koma inn í Evrópukeppn- ina. Þau enduðu bæði um miðja deild og bæði töpuðu þau í bik- arúrslitaleik fyrir liðum sem síðan urðu tvöfaldir meistarar. Að sjálfsögðu óskar Dagur- Tíminn liðunum öllum vel- gengni í Evrópuleikjunum. Það er mikið í húfi fyrir öll liðin og þá sem að þeim standa, ekki síst gjaldkera þeirra. gþö Skrifstofa íslandsflugs á Akureyrarflugvelii: 461 4050 Símbréf 461 4051 ISLANOSFUIE -gerir fleirum fœrt ad fljuga

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.