Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Page 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Page 5
|Dagur-‘3Iamnn Fimmtudagur 24. júlí 1997 -17 LIFIÐ I LANDINU Elsti Ijósvakamiðill- inn á íslandi er bú- inn að eignast bók um sjálfan sig. Við þriggja ára vinnu sína við sögu RÚV 1930-1960 Útvarp Reykjavík segir Gunnar Stefánsson að mest hafi komið sér á óvart þegar hann sá hve Ríkisútvarpið var ósjálf- stæð stofnun á þessu tímabili. „Reksturinn og dagskráin voru algerlega undir smásjá ráðuneytis og alþingis. Útvarps- stjóri þurfti að sækja allt imdir menntamálaráðuneyti og ráð- herra þurfti að skrifa upp á all- ar mannaráðningar. “ Veik fréttastofa Gunnar viðurkennir að smásjá- in hafi gert fréttaflutning frétta- stofu ansi veikburða. „Frétta- reglurnar voru líka gríðarlega strangar. Það mátti t.d. aldrei segja frá neinum ágreinings- málum nema tala við alla aðila. Fréttaskýringar um innlend málefni voru ekki til, það mátti ekki flytja þær. Þjóðfélagsmála- umræðan var því frekar tak- mörkuð.“ Þátturinn Um daginn og veg- inn var um tíma í raun eini frjálsi útvarpsþátturinn, segir Gunnar. „En menn voru jafnvel víttir af útvarpsráði ef þeir töl- uðu of hispurslaust þar. Það var afskaplega þrengt að mönnum í sambandi við málfrelsið." Það var ekki fyrr en 1971, þegar sett voru lög þar sem út- varpið var skilgreint sem sjálf- stæð stofnun, að sjálfstæði stofnunarinnar jókst, að sögn Gunnars. Útvarpið var kennslutæki Mikill metnaður var frá upphafi í menningarlegri dagskrá RÚV þótt pólitík kaldastríðsáranna hafi eflaust haft sín áhrif á hvað þótti boðlegt í menningarlegum efnum. Upphaílega htu menn á út- varpið sem kennslutæki í menningarmálum og var strax í upphafi farið að kenna þar út- lend tungumál, segir Gunnar. En minna varð úr hlutverki RÚV sem kennslutæki þegar á leið og annars konar menning- arefni fékk meiri tíma. Lesnar voru bókmenntir og strax við stofnun útvarpsins má segja að hafi orðið til fyrsta íslenska at- vinnuleikhúsið. Agnarkonungur útvarpsleikritanna Útvarp á sitt eigið listform: út- varpsleikritið sem segja má að sé undirmálstegund þar sem lít- ið er um hana ijallað, hvort sem er af gagnrýnendum eða fræðimönnum og segja má nokkuð furðulegt að ekki hafi verið meira rennerí milli út- varps og leikhúsanna. Sjaldgæft hefur verið að útvarpsleikrit séu færð upp á fjalirnar, mun algengara segir Gunnar að sviðsleikrit hafi verið löguð að útvarpi. Útvarpsleikhúsið hefur þó haft mjög mikla þýðingu segir hann enda fékk þar allur almenningur að njóta atvinnu- leiklistar. Einar Kvaran var sá fyrsti sem skrifaði íslenskt útvarps- leikrit en Agnar Þórðarson, af- kastamesti höfundur íslenskra Spegillinn birti átök innan útvarpsins í spéspegli árið 1945 því þótt erlend- ar fréttaskýringar væru leyfðar þá vöktu þær ekki alltaf hrifningu. Á tíma- bili var reynt að bola burtu öllum tortryggilegu kommúnistunum á frétta- stofu, segir Gunnar. Sigurður Einarsson, fyrrum fréttamaður sem sjálfur hafði sætt árásum fyrir pólitíska hlutdrægni, bar t.d. fram tillögu í útvarps- ráði þar sem hann lýsir megnri óánægju „hlustenda yfir einhliða kommún- istaáróðri í fréttum", og þótti mönnum sem tillaga hans kæmi úr hörðustu átt. Gunnar er þegar byrjaður á framhaldinu: Útvarpið eftir 1960. útvarpsleikrita, var sá fyrsti til að skrifa framhaldsleikrit og var mjög vinsæll á 6. áratugin- um. Tómar sinfóníur eða ómenning Ríkisútvarpið hefur aldrei verið afskipt stofnun og alltaf verið háværar raddir landsmanna um dagskrárgerð þar. Sumar raddirnar kvörtuðu yfir tómu sinfóníuspili og þungri dagskrá, aðrir yfir bölvaðri ómenningu. Hinir fyrrnefndu hafa eflaust haft sitthvað til síns máls en þó skal þess getið að óskalaga- þættir byrjuðu strax upp úr 1950 og Elvis Presley var fyrst kynntur fyrir íslenskum áheyr- endum árið 1956 í þætti Jónas- ar Jónassonar, sama ár og hann varð fyrst þekktur, með laginu „That’s All Right Mama“. „Það hefur alltaf verið rifist um útvarpið. Vandræðin voru auðvitað þau að það þurfti að þjóna öllum mögulegum sjónar- upphafi fluttu menn mál sitt beint í hljóðnemann, svo kom stálþráðurinn og gerði Spegillinn grín að ferðalagi útvarpsmanna með stálþráðinn í Heklugosi. Fremstur fer Helgi Hjörvar, þá Lúðvíg Guðmundsson skóla- stjóri Handíðaskólans og aftastur er Einar Magnússon menntaskólakenn- ari. Það var ekki fyrr en með segulbandinu upp úr 1950 sem bylting varð í útvarpsmiðlun og þá fyrst hefst hin eiginlega dagskrárgerð. Menn gátu farið út úr hljóðstofu og hitt landann. miðum á einni rás. Rás 2 kem- ur ekki fyrr en 1983 og ég held það sé bráðnauðsynlegt fyrir Ríkisútvarpið að hafa báðar þessar rásir ef það ætlar að þjóna hlustendum vel.“ -Eitt að lokum, ég hef oft velt því fyrir mér hver þessi gufa er. Ilvaðan kemur gamla gufan? „Tja, einhvern tímann hef ég nú heyrt það en ég bara man það ekki satt að segja..." lóa Tindur Heklu neur laekKað, en axlirnar hækkað. i*íðfr*«Bjr»rtiir Ul»

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.