Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Side 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Side 6
18 - Fimmtudagur 24. júlí 1997 3Dagur-®TOmm LIFIÐ I LANDINU Árni Ólafsson arkitekt skrifar WW f Husi tísku- litum Það er erfitt að ákveða litinn á hús- inu sínu en tölvan getur nú hjálpað þeim sem eru óviss- ir og eins þeim sem þrá eitthvað geggjað. Málaðu húsið í tískulitun- um, heyrist annað slag- ið í auglýsingum máln- ingarframleiðenda og -seljenda. Nú hafa málningarsalar tekið í sína þjónustu tölvutækni sem gefur fólki kost á því að sjá fyr- irfram á skjánum hvernig húsið lítur út í nýjum litum. Ætla mætti að tæknin auðveldaði mönnum að taka skynsamlegar ákvarðanir og kæmi í veg fyrir óheppilegt og óviðeigandi lita- val. En það er nú öðru nær. Nú gleðjast málningarseljendur yfir óheftu hugmyndaflugi húseig- enda, „djörfu litavali og hræðsluleysi gagnvart því að prófa eitthvað nýtt. Auðvitað gleðjast þeir því næsta ár selja þeir meiri málningu til þess að mála yfir mistökin og vitleys- una! En hús eru engin tísku- vara eins og ballskór og sólgler- augu. Villandi litir Fjölbreytt litaval lífgar vissu- lega upp á umhverfið en gæta þarf að því að litirnir hæfi hús- unum, útliti þeirra og gerð. Aldur húsanna og stíll, staða í götumynd og samhengi við önn- ur hús eru ráðandi atriði en ekki tískustraumar. Rangt lita- val getur spillt mjög útliti húsa og jafnvel yfirbragði heilla hverfa. Dæmi um slíkt var sýnt á ljósmynd sem fylgdi stuttum pisth í Degi 12. júh' sl. þar sem ný tækni til þess að velja liti á hús var dá- sömuð. Pað er vandi að velja liti á byggingar. Litl- ar litaprufur geta verið mjög villandi og þekkilegasti lit- ur á litlu lita- spjaldi getur orðið æpandi skær og yfir- gnæft allt um- hverfið þegar hann er kom- inn á stóran veggflöt. Við sjáum einnig dæmi um óviðeigandi litaval þegar lítil og látlaus hús eru með æpandi litum gerð að helstu kennileitum í umhverf- inu. Tískulitir eða skærir áherslulitir geta hins vegar ver- ið viðeigandi á einstaka bygg- ingarhlutum s.s. hurðum, opn- anlegum gluggum eða einstaka veggflötum til þess að spila með eða undirstrika hið hefðbundna og látlausa. Allt hefur verið reynt Margir fagmenn, málarameist- arar og hönnuðir, hafa góða þekkingu og þjálfun í að velja liti á bygg- ingar. Það á að vera hluti af fagmenntun þeirra. Óskandi væri að máln- ingarseljendur mönnuðu lita- valstæki sín með færum fag- mönnum á þessu sviði, sem bæði hefðu þekkingu á byggingarlist, þroskuð viðhorf og skilning á samhengi hlut- anna þannig að þeir gætu ráð- lagt húseigendum heilt um liti sem hæfi húsunum, aldri þeirra, stíl og umhverfi. Hér á landi eru hefðir í húsa- gerð og frágangi að mörgu leyti sérkennilegar og óljósar. Æði- bunugangur er oft meira áber- andi en samfelld og rökrétt þró- un. Staðbundin byggingarefni hafa ekki í seinni tíð mótað út- litshefðir á sama hátt og í mörgum nágrannalanda okkar, allt hefur verið leyfilegt og flest hefur verið reynt. Við eigum dæmi um hverfi með daufum grænleitum, ljósljólubláum, bleikum og ljósbláum húsum sem fara mjög illa í vetrarrík- inu hjá okkur en myndu líta vel út í Flórída. Við sjáum lítil hús með skær-lillabláum þökum, verslunarhús með stórum gluggalausum veggjum í skær- appelsínurauðum lit og gamalt virðulegt hús í gömlu hverfi sem málað er eins og bensín- stöð Olís, með hjálp tölvu. En sem betur fer má einnig sjá hér mörg dæmi um smekkvísi í lita- vali, ekki síst í nýju hverfunum. Búum ekki á Flórída í stað þess að líta suður á bóg- inn til Flórída er fróðlegt að skoða litaval á húsum á norður- slóð, á Svalbarða og Grænlandi. Þar eru notaðir bæði ljósir og dökkir, mettaðir litir sem valdir eru af kostgæfni þannig að þeir fara vel bæði í gróandanum á sumrin og að vetri þegar snjór- inn liggur yfir öllu. Þök eru þar yfirleitt dökk og tengja ólík hús- form og hús með mismunandi litum. Við megum ekki horfa fram hjá vetrarríkinu og því sjónarmiði að húsin eigi að fara vel í snjónum! Húseigendur ættu að gæta þess að velja liti með það í huga að verið sé að velja lit á húsið til framtíðar, í eitt skipti fyrir öll. Viðhald húsa verður léttara ef ekki þarf að heilmála húsið oft. Húshliðin sem er áveðurs veðrast hraðar en hinar og því eðlilegt að hún sé máluð oftar. Einnig þarf að huga að því að málningarlag utan á steinhúsi verði ekki of þykkt og þétt, því það hefur áhrif á rakastreymið í veggnum, veggurinn hættir að „anda.“ Þykkt og þétt málning- arlag á steinhúsi getur valdið alvarlegum skemmdum og þungu viðhaldi með tímanum. Að heilmála hús einungis til þess að leiðrétta rangt litaval er neyðarleg framkvæmd en að mála hús til þess að fylgja tískusveiflum er hreinn hálf- vitaháttur. Málningarframleið- endur ættu því að sjá sóma sinn í því að veita ráðgjöf sem bygg- ist á fagþekkingu í stað þess að ýta undir óviðeigandi tísku- sveiflur eins og dæmi eru til um í auglýsingum frá innlendum framleiðendum. „Að heilmála hús einungis til þess að leiðrétta rangt litaval er neyðar- leg franikvœmcl en að mála hús til þess aðfylgja tískusveiflum er hreinn hálfvita- háttur. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.