Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Page 7
JkigHr-®ímtrat
Fimmtudagur 24. júlí 1997 -19
fólkið
Kunnuglegt andlit, sjálf Gwyneth
Paltrow, í hallóklæðnaði eftir eng-
an annan en Calvin Klein. Einu
sinni var þetta í tísku en nú þykir
einlitt og einfalt lummó.
Courteney Fox í Valentino-kjól.
Ekki fylgir sögunni hver þessi Val-
entino er og kjóilinn er reyndar
ekkert spes en ef lögmálið gildir
þá er maður móðins, ef maður er í
gylltu. Glansinn skiptir öllu.
Gullið
mo
s
Fína og frœga fólkið í henni Ameríku hef-
ur lag á að klœða sig svo afher, kellingar
í glimmerkjólum með fínerísskartgripi og
karlarnir í smóking og allir í dressi eftir
hestu hönnuðina og efnin ekki slor. Hér
einu sinni var silfrið hámóðins, nú er það
víst gullið, en hallœrislegast af öllu er
einlitt og einfalt.
Glansinn skiptir öllu.
Gullið er í tísku
og glimmerið
stendur fyrir
sínu. Það vill
enginn falla í
fjöldann og þá
verður maður að
vera í einhverju
áberandi.
er
Lítt þekkt andlit á Islandi í síðkjól frá Cerruti. Hver
fflar Ijósbláan? Hún.
HESTALIFIÐ I LANDINU
Upphitun fyrir landsmót
Um nœstu helgi
verður haldið stór-
mót hestamanna á
Melgerðismelum í
tilefni af því að ver-
ið er að Ijúka stór-
um áfanga í upp-
byggingu svœðisins
fyrir Landsmót
hestamanna á
nœsta ári.
Við erum að taka í notkun
nýja og glæsilega kepp-
nisvelli sem keppt verður
á á næsta landsmóti sem hefst
8. júlí að ári liðnu,“ segir Sigfús
Helgason, framkvæmdastjóri
Melgerðismela. „Þetta verður
stórmót enda margir af fræg-
ustu knöpum landsins sem
koma hingað og hér verða ís-
landsmeistararnir frá íslands-
mótinu sem var á Vindheima-
melum um síðustu helgi. Þeir
heiðra okkur með nærveru
sinni og munu etja kappi við ey-
firska hesta.“
Áhorfendabrekka fyrir
25 þúsund manns
Uppbygging Melgerðismela hef-
ur staðið á annað ár. „Við erum
á fullu að undirbúa mótið á
næsta ári og höfum m.a. verið
að koma upp áhorfendabrekku
sem tekur 25 þúsund manns.
Við þurfum því ekki að hafa
áhyggjur af því að það verði
þröngt um fólkið."
Að sögn Sigfúsar hefur stað-
urinn fengið geysimikla upplyft-
ingu. „Hann er ekki sá sami og
hann var. Hór er búið að planta
fleiri þúsund lerkiplöntum
þannig að hér er allt að gróa
upp og alls ekki um neina mela
að ræða lengur.“
Þrátt fyrir alla þessa upp-
byggingu er ennþá heilmikið
eftir, að sögn Sigfúsar, fyrir
landsmótið. „Samt sem áður
hafa vanir hestamenn sagt að
þetta sé glæsilegasta mótssvæði
á landinu. Það er auðvitað mik-
ið lof fyrir okkur.“
Að hestamannasið
Sigfús segir að það verði keppt í
mörgum greinum á mótinu um
helgina og m.a. í sérstökum
stjörnutöltflokki þar sem marg-
ir af bestu hestum landsins
muni etja kappi. Dagskrá móts-
ins er líka þétt að sögn Sigfúsar.
„Formleg mótssetning verður á
laugardag klukkan 13 með
ræðuhöldum og Hrossaræktar-
fram á kvöld, eins og hesta-
mönnum sæmir, með grillveislu
og varðeldi. Sunnudagurinn fer
síðan í úrslit í öllum flokkum."
Sigfús segir að allir séu vel-
komnir og næg tjaldstæði séu
fyrir þá sem vilji koma og gista.
Aðgangur er ókeypis. hbg
samtök Eyfirðinga og Þingey-
inga munu afhenda Melgerðis-
melum eina milljón króna í
frekari uppbyggingu. Hingað
kemin líka prestur í fullum
skrúða sem mun blessa nýja
mótssvæðið og auðvitað verður
áframhaldandi dagskrá langt