Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Síða 11
|Dítgixr-‘2Rmtmt
Fimmtudagur 24. júlí 1997 - 23
UPPAHALDS UTVARPS- OG SJONVARPSEFNIÐ
AHUGAVERT
Stöð 2 kl. 20.50:
Spennu-
myndin
Dauða-
heit
Spennumyndin
Dauðaheit, eða A
Vow to Kill, er á
dagskrá Stöðvar
2 í kvöld. í þess-
ari athyglisverðu
mynd frá árinu
1994 er rakin
ótrúleg saga lög-
fræðingsins
Rachel Evans.
Hún hefur átt
um sárt að binda
eftir að unnusti
hennar lét líflð í
bílslysi og til að
bæta gráu ofan á
svart á Rachel í
útistöðum við
föður sinn. Um
síðir birtir þó til
hjá henni þegar
ljósmyndarinn
Eric Lewis kem-
ur fram á sjón-
arsviðið. Rachel
fellur kylliflöt
fyrir Eric og þau
ákveða að gifta
sig skömmu síð-
ar. Eric er hins
vegar ekki sá
sem hann sýnist
vera og raunir
Rachel eru rétt
að byrja. Leik-
stjóri er Ilarry S.
Longstreet.
Myndin er bönn-
uð börnum.
99
66
Aðalsteinn
Baltiursson
FORMAÐURVH
Hluti af starfinu að
fylgjast með fréttum
Aðalsteinn Baldursson, formaður Verklýðsfélags
Húsavíkur, hefur ekki mikinn
tíma til að fylgjast með út-
varpi og sjónvarpi á kvöldin. Þá er
hann gjarnan bundinn á fundum og
í ýmsu félagsmálavafstri, hlúandi að
kindum sínum og lömbum en Aðal-
steinn er hobbybóndi mikill.
„Ég hinsvegar reyni að fylgjast
með öllum fréttatímum því það er
hreinlega nauðsynlegt vegna starfs-
ins, þannig að segja má að þegar ég
er að hlusta eða horfa á fréttir, þá
sé ég í raun að veru að vinna.“
Aðalsteinn er sjálfur oft viðfangs-
efni fréttamanna og gjarnan rætt við
hann í fréttatímum. „Ég legg mig eftir því að hlusta á
það sem haft er eftir mér eða það sem ég segi í útvarpi,
ekki vegna þess að ég hafi svo gaman að því að heyra í
sjálfum mér, heldur af því að það kemur fyrir að um-
mæli mín eru slitinn úr samhengi og jafnvel ekki rétt
eftir mér haft, og þá verður maður að standa klár á því
að svara fyrir sig ef ummælin vekja viðbrögð."
Formaður VH er áhugamaður um íþróttir og reynir af
fremsta megni að fylgjast með fótbolta og handbolta í
sjónvarpinu. Og umræðuþættir um málefni líðandi
stundar er einnig efni sem Aðalsteinn lætur helst ekki
fram hjá sér fara.
FJOLMIÐLARYNI
Fljúgandi útsýni
Vikublaðið kvartaði yfir því í síðasta blaði að kom-
ast aldrei í tilvitnandáik FF- systkinanna (Dags-
Tímans, DV og Alþýðublaðs) þar sem blöðin vitn-
uðu hvert í annað af tómum systkinakærleik (eða föður-
ótta?) og fór ekki hjá því að viðkomandi þætti dálkurinn
merki um eins konar flæðilínu frétta, þ.e. kæmi frétt á
borð DV færi hún á færibandið yfir til litlu rollingana
Dag-Tímann eða Alþýðublaðið. (Eitt dæmi var m.a.s. til-
tekið en þess má geta að ef einhver tæki sig til og bæri
saman fréttaflutning allra dagblaða og ljósvakamiðla
heilan dag þá kæmist viðkomandi að því sem hann vissi
fyrir: þetta er meira og minna sama tóbakið).
En Vikublaðið er ekki viðfangið í þessum pistli heldur
annað og þykkara blað sem hefur áreiðanlega ekki
minni lesendahóp (og er eini blaðhluti Morgunblaðsins
sem fær rýni til að hlaupa niður 4 hæðir á meðan kaffið
er að sjóða upp á morgnana): Fasteignablaðið.
Andleysið blasir við þeim sem það les reglulega en
þeim er vorkunn fasteignasölunum og raunar þykir rýni
óskráð regla þeirra: allt er best í hófi - orðskrúðið líka,
skolli virðingarverð á tryllingslegum markaði. Notuð eru
lágstemmd lýsingarorð svo ekki hrökklist menn frá þeg-
ar gullfallega íbúðin reynist skarta flagnandi plastinn-
réttingum frá IKEA. Og aðeins einu sinni hefur rýnir
fengið tilboð um sólarlandaferð í bónus fyrir að kaupa
sér íbúð.
Þannig er íslenskt húsnæði skv. Fasteignablaðinu:
gott, fallegt, glæsilegt. Nema í augum fasteignasala Hóls
og Höfða (og því er ekki að neita að auglýsingar þeirra
lífga aðeins upp á heimilislífið kl. 7 á þriðjudagsmorgn-
um). Höfði: „Hörkufalleg - Hér er nú fínt að byrja bú-
skapinn - snyrtileg og aðlaðandi - Dúndur góð - komdu
nú í kaffi á Höfða og sæktu lykla - bráðhugguleg - einkar
hugguleg..."
Hóll var líklega brautryðjandi í yfirboðum en eitthvað
hefur sljákkað í þeim rostinn að undanförnu - ef frá er
talið nýmælið þeirra: Fljúgandi útsýni.
UTVARP • SJONVARP
JÓNVAR P I Ð
17.50 Táknmálsfréttlr.
18.00 Fréttlr.
18.02 Lelðarljós
18.45 Auglýslngatíml - SJónvarpskringlan.
19.00 Þytur í lauf
19.20 Nýjasta tæknl og vísindl. í þættinum
verður fjallaö um uppleysanlegar himn-
ur, nýtt flugstjórnarkerfi, plöntursem
hreinsa upp mengun, harögeröar tölvur
og handhægan jaröbor. Umsjón Sigurð-
ur H. Richter.
19.50 Veður.
20.00 Fréttir.
20.35 Allt í himnalagi (7:22) (Something so
Right). Bandarískur gamanmyndaflokk-
ur um nýgift hjón og þrjú börn þeirra úr
fyrri hjónaböndum.
21.00 Sök bítur sekan (2:2) (Rentes rente).
Dönsk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum
gerö eftir verölaunasögu Eriks Amdrups
um drykkfelldan næturlækni sem flæ-
kist inn í undarlega atburöarás. Leik-
stjóri er Jonas Cornell og aöalhlutverk
leika Fritz Helmuth, Benedikte Hansen,
Cecilia Zwick Nash og Henning
Moritzen. Þýöandi: Jóhanna Þráinsdótt-
ir.
22.00 Andar óbyggöanna (1:2) (The Spirit
Within: Spirits of the Wild). Bandarísk
heimildarmynd í tveimur hlutum um
samband mannsins og náttúrunnar og
sagnir og átrúnaö tengd henni. Þýöandi
og þulur Guöni Kolbeinsson.
23.00 Ellefufréttir.
23.15 Landsmót í golfi. Umsjón Logi Berg-
mann Eiðsson.
23.35 Dagskrárlok.
S T O Ð 2
09.00 Líkamsrækt (e).
09.15 Sjónvarpsmarkaöurlnn.
13.00 Matglaöi spæjarlnn
13.50 Lög og regla
14.35 Sjónvarpsmarkaöurinn.
15.05 Oprah Wlnfrey (e).
16.00 Ævlntýri hvíta úlfs.
16.25 Snar og Snöggur.
16.45 Simmi og Sammi.
17.10 BJössl þyrlusnáði.
17.20 Falda borgin.
17.45 Líkamsrækt (e).
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaöurlnn.
19.00 19 20.
20.00 Doctor Qulnn (15:25).
20.50 Dauöaheit (A Vow to Kill). Bandarísk
spennumynd frá 1994. Rachel Evans
reynir aö gleyma sorgum sínum meö
óhóflegri vinnu. En það birtiryfir lífi
hennar þegar hún kynnist Ijósmyndaran-
um Eric Lewis og þau ákveöa strax aö
gifta sig. Bönnuð börnum.
22.30 Kvöldfréttlr.
22.45 Lög og regla (15:22) (Law and Order).
23.35 Stolnu börnln (e) (II Ladro Di Bambini).
Konu frá Sikiley er gefið aö sök aö hafa
selt 11 ára dóttur sína í vændi. Ungur
lögreglumaður fær þaö hlutverk að
fylgia stúlkunni og bróöur hennar á upp-
tökuheimili. Myndin var tilnefnd til ósk-
arsverðlauna og hlaut Felix-verölaunin
sem besta mynd Evrópu. Leikstjóri:
Gianni Amelio. 1992. Stranglega bönn-
uö börnum.
1.30 Dagskrárlok.
SÝN
17.00 Spítalalíf (18:25) (e) (MASH).
17.30 íþróttavlðburölr í Astu
18.00 Ofurhugar (26:52) (e) (Rebel TV).
Spennandi þáttur um kjarkmikla íþrótta-
kappa sem bregöa sér á skíðabretti,
sjóskföi, sjóbretti og margt fleira.
18.30 Taumlaus tónllst.
19.00 Walker (4:25) (Walker Texas Ranger).
19.50 Kolkrabbinn (5:6) (La Piovra I).
21.00 Hættulegur lelkur (Kleptomania). Díana
og Júlía eru eins ólíkar og nokkrar kon-
ur geta verið. Díana er rík ekkja sem lif-
ir f vellystingum en Júlfa, sem er öllu
yngri, á ekki f nein hús aö venda. Meö
þeim takast óvenjuleg kynni sem gjör-
breyta Iff þeirra beggja. Ekkjan þráir til-
breytingu f líf sitt og sækist eftir
spennu. Stúlkan á götunni lítur ööruvísi
augum á Iffiö og fyrir henni er þaö dauö-
ans alvara en ekki leikur. Leikstjóri er
Don Boyd en f helstu hlutverkum eru
Patsy Kensit, Amy Irving, Victor Garber,
Gregg Baker og Delbert McClinton.
1994. Stranglega bönnuö börnum.
22.25 í dulargervl (5:26) (e) (New Vork Und-
ercover).
23.10 Samherjar (e) (Sidekicks). Barry er
veikbyggður unglingspiltur sem þjáist af
asma og dreymir dagdrauma. Til aö
flýja raunveruleikann ímyndar hann sér
sig sem bardagafélaga sjálfrar kemp-
unnar Chucks Norris f hinum ýmsu kvik-
myndum hans. Dagdraumarnir koma
Barry í koll allt þar til sjálf hetjan birtist
f raunveruleikanum og leggur honum
lið.
0.45 Spítalalíf (18:25) (e) (MASH).
1.10 Dagskrárlok.
0 RÍKISÚTVARPIÐ
09.00 Fréttir. 15.00 Fréttlr.
09.03 Laufskállnn. 15.03 Fyrlrmyndarríklö.
09.38 Segðu mér sögu 15.53 Dagbók.
09.50 Morgunleikflmi 16.00 Fréttlr.
10.00 Fréttlr. 16.05 Tónstlginn. Umsjón Einar Sigurösson.
10.03 Veðurfregnir. 17.00 Fréttir.
10.17 Sagnaslóö. 17.03 Víðsjá.
10.40 Söngvasveigur. 18.00 Fréttlr. Fimmtudagsfundur.
11.00 Fréttlr. 18.30 Góöl dátlnn Svejk eftir Jaroslav Hasék.
11.03 Samfélaglð í nærmynd. 18.45 Ljóö dagslns (e).
12.01 Daglegt mál. 18.48 Dánarfregnlr og auglýslngar.
12.20 Hádeglsfréttlr. 19.00 Kvöldfréttlr.
12.45 Veöurfregnir. 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt.
12.50 Auöllnd. 20.00 Sumartónlelkar Útvarpsins.
12.57 Dánarfregnlr og auglýsingar. 22.00 Fréttlr.
13.05 Hádeglslelkrit Útvarpsleikhússins. 22.10 Veöurfregnlr.
13.20 Norölenskar náttúruperlur. 22.15 Orö kvöldslns.
14.00 Fréttir. 22.30 Kvöldsagan, Purpuraliturinn
14.03 Bjargvætturlnn í graslnu 23.10 Andrarímur.
14.30 Mlödeglstónar. 24.00 Fréttlr.
BYLGJAN
09.05 Klng Kong.
12.00 Hádegisfréttir frá fréttastofu Stöövar 2
og Bylgjunnar.
12.10 Gullmolar Bylgjunnar í hádeglnu.
13.00 íþróttafréttlr.
13.10 Gulll Helga - hress aö vanda.
16.00 ÞJóðbrautin.
18.03 Vlðsklptavaktin.
18.30 Gullmolar.
19.00 19 20. Samtengdar fréttir Stöövar 2 og
Bylgjunnar.
20.00 íslenskl llstlnn. Kynnir er Ivar Guö-
mundsson og framleiöandi er Þorsteinn
Ásgeirsson.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
A S 2
09.03 Lísuhóll.
11.15 Lelkllst, tónlist og skemmtanalíflð.
12.20 Hádeglsfréttlr.
12.45 Hvítlr máfar.
14.03 Brot úr degi.
16.00 Fréttlr.
16.05 Dagskrá.
17.00 Fréttlr. Dagskrá heldur áfram.
18.03 Dagskrá dægurmálaútvarps
19.00 Kvöldfréttlr.
19.32 Mllli steins og sleggju.
20.30 Kvöldtónar.
21.00 Umslag.
22.00 Fréttlr.
22.10 Rokkþáttur.
24.00 Fréttir.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2. 8.10-8.30 og
18.35- 19.00. Útvarp Norðurlands.
18.35- 19.00 Útvarp Austurlands.
18.35-19.00 Svæölsútvarp Vestfjaröa.