Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Blaðsíða 1
 C\£\ V n«in .v LIFIÐ I LANDINU Blað Föstudagur 15. ágúst 1997 - 80. og 81. árgangur -151. tölublað Ekkimæta í 35 ára gamall haföi hamn rekið sjoppu í jjölda ára. Ákvað þá að venda kvœði sínu í kross, láta drauminn rœtast. Fór í einn virtasta leiklistarskóla Bretlands, Bristol Old Vic! Og er nú að setja upp nýjan ís- lenskan söngleik á Hótel íslandi... Söngleikurinn Prinsessan verður frumsýndur á Hótel Islandi 4. sept. í nafni Leikfélagsinns Regínu og Sniglabandsins, sem sér um tónlistina. í vikunni var Jonathan Howell, breskur bardagalistamaður, að þjálfa riddar- ana í bardagaatriðunum. Það var einmitt hér í neðanjarðarlestinni sem þeir bræður Gunnar og Stefán Jóhannes voru að bræða með sér hugmyndina að söngleiknum. Kona nokkur hafði fylgst með hrókasamræðum bræðranna á hrognamáli og hafði gaman af. Hún bauðst til að taka mynd af þeim og þáðu þeir það. Gunnar Stefánsson hafði rokið sjoppuna Snæland í Mosfellsbæ í mörg ár þegar honum flaug í hug að breyta um karríer. Hann segir leiklistina hafa verið leyndan draum, og verður að taka hann trúanlegan því að sögn bróður hans hafði Gunnar aldrei sýnt áhuga á leiklist fyrr en fyrir íjórum árum þegar hann tók þátt í leikhópi Hlínar Agnars- dóttur, Leyndir draumar. Leiddist Til að fá nú ekki kúltúrsjokk við að fara úr söluturninum í skóla aftur byrjaði Gunnar á því að fara á árskúrsus í Emerson College, þar sem læra mátti ým- islegt varðandi listir; skúlptúr, myndlist, tón- list, frásagnir. Ekki var það nóg fyrir fyrr- um sjoppustjór- ann. Honum leiddist og ákvað að stofna leikhóp. Kvikn- aði þá hug- myndin að Prinsessunni sem hópurinn setti upp en í mun styttri og hrárri útgáfu en sú sem verður á sviði Hótel íslands í septem- ber. Þótt leikritið væri hrátt virðist það hafa dugað til að fleyta honum inní Bristol Old Vic skólann. „Það sá þetta maður úti sem er mjög virtur frásagnaþulur í Englandi, leikari og rekur m.a. frásagnarskóla við Emerson College. Hann skrifaði bréf um mig til Bristol Old Vic og talaði um að hann hefði aldrei nokk- urn tímann séð amatöra gera aðra eins hluti. Ég kann nú ekki að lýsa því bréfl mjög náið. Þetta var bara flott verk, það verður að segjast eins og er...“ sagði Gunnar og glotti hógvær. „En það varð allavega til þess að menn gáfu því gaum sem ég var að gera.“ Því varð úr að Gunnar fór í leikstjórnarnám þótt upphaf- lega stefnan hefði verið tekin á leiklist. „En þetta á víst að vera svo flottur og merkilegur skóli og það var svo merkilegt að fara þangað," sagði Gunnar og fannst því ekki annað hægt en að grípa tækifærið. „Þeim fannst ég nú bara merkilegri en skólinn,“ bætti hann svo við, lít- illátur að vanda, og benti til marks um það að hann fékk að þvæla 8 manna leikhóp úr skól- anum til íslands í páskafríinu til að setja upp Northern Lights, í Þjóð- leikhúskjallar- anum og á Tálknafirði. Handrits- höfundur og vélstjóri Gunnar bætti síðar lögum inn í leikritið um Prinsessuna og hann ákvað ásamt félaga sínum að setja leikinn upp á íslandi. En þá vantaði handritshöfund. Gunnar hafði samband við bróður sinn, Stefán Jóhannes Sigurðsson, vélstjóra í frysti- húsinu á Tálknafirði, og bað hann um að koma út. Jóhannes hlýddi kallinu, kom út í tæpa viku, hljóp á eftir Gunnari um allar jarðir með möppu og pappír, skrifaði niður hugmynd- ir og flaug heim. „Fjórum vik- um seinna var handritið bara tilbúið með textum og öllu,“ segir Gunnar stoltur og hrósar bróður sínum í hástert. Jóhann- es er ekkert skólaður í hand- ritagerð en er geysilegur kvik- myndaáhugamaður sem kemur sér vel því kvikmyndir spila stóra rullu í söngleiknum. „Þetta er ekki söngleikur til að koma og vera í fýlu á heldur áttu að skemmta þór.“ Njósnari, kúreki, geimfari, hermaður Söngleikurinn er óður til kvik- mynda, leiklistar og tónlistar - og ekki bara rokksins því í verkinu eru spilaðir slagarar, bútar úr sinfóníum, djass, Carmina Burana, Mozart og tvö lög samin sérstaklega fyrir leik- inn. Söngleikurinn er nefnilega tímalaus. Hann segir frá einum degi í lífi prinsessu sem þarf að gifta í DAG - enda orðin hvorki meira né minna en 21s árs. Þennan dag er haldið einvígi mikið en þangað koma bestu riddarar heims til að berjast um prinsessuna og 1/2 ríkið. Persónurnar eru sumar eins og klipptar út úr Grimms-ævintýr- um en riddararnir eiga sér fyr- irmyndir úr kvikmyndum. „Einn er njósnari, annar kú- reki, þriðji geimfari og (jórði hermaður." Nettbilaður Gunnar er með ýmislegt fleira á prjónunum. Hann segist ekki ætla að reyna að komast að hjá stóru leikhúsunum enda verður að segjast að það er einyrkja- baugur yfir þessum manni, stofnanavesen og leikfélagslýð- ræði blönduðust geði hans hk- lega illa. „Ég er bara sjálfstæð- ur maður og ef mig langar að setja upp leikrit þá geri ég það. Ef ekki, þá fer ég bara að vinna eitthvað annað. Æi, ég veit ekki, maður er nú nettbilaður..." lóa ... talaði um að hann hefði aldrei nokkurn tímann séð amatöra gera aðra eins hluti...

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.