Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Blaðsíða 5
,IDagur-(IImTmn
Föstudagur 8. ágúst 1997 -17
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
UMSJÓN
Lóa
Aldísardóttir
Úti alla nóttina...
Bókabfll opinn á Lækjartorgi.
Finnur Bjarnason syngur á tónleikum í Borg
arleikhúsi.
Botnleðja spilar á Ingólfstorgi.
Bubbi syngur á lokaathöfn við Tjörnina.
Menningarnótt Reykjavíkurborgar tókst glimrandi vel ífyrra.
Veðurguðir hlýddu en einhver kergja virðist í þeim núna. En
Reykvíkingar eru hvattir til að láta ómerkilega skúraspá ekki
eyðileggja fyrir sér menningarnóttina, nóttina sem öll fjöl-
skyldan getur gengið á milli háleitra listviðburða og kraftmik-
illa œskuhljómsveita án þess að fá á sig hornaugu
úr öllum áttum.
Hér á síðunni er búið að tína sam-
an í nokkra efnisflokka megnið af
því sem fjölskyldan getur gert sér
til upplyftingar á menningarnótt.
Setning:
Herlegheitin hefjast með ávarpi borg-
arstjóra og skemmtiatriðum á Ingólfs-
torgi kl. 17. Meðal skemmtikrafta eru
Jón Rúnar Arason, tenór, Skari skrípó,
KK og Jón Ólafsson auk Götuleikhúss-
ins.
SÖFN:
• Listasafn íslands verður opið kl. 17-
23, þar verða erlend grafík, frum-
kvöðlar í íslenskri málaralist og mál-
verk innblásin af íslenskum fornsög-
um.
• Listasafn og heimili Einars Jónssonar
opin kl. 13-22.
• Ljósmyndasýninginn í Árbæjarsafni
opin til kl. 22.
• Hægt að skoða sýningu 27 ungra
ítalskra myndlistarmanna x' Nýlista-
safninu, m.a. elektrómska tónlist.
• Sýning ívars Valgarðssonar í Ásmund-
arsal er opin til kl. 23.
• Kl. 21 stundvíslega munu borgarfull-
trúarnir Áriú Sigfússon og Guðrxín
Ágústsdóttir taka þátt í náttsöng í litlu
miðaldakirkjunni í Þjóðminjasafninu.
• Hljómsveitin Fástína leikur fyrir gesti
sýningarinnar Himnaríki eða helvíti í
Þjóðarbókhlöðunni kl. 20.
• Mætið kl. 14 aðalinngang Ráðhússins.
Þá hefst stutt gönguferð um miðbæinn
undir leiðsögn Péturs H. Ármanns-
sonar arkítekts.
• Allir eru velkomnir í bókabíl Borgar-
bókasafnsins á Lækjartorgi miili 17 og
22.
VERKSTÆÐI:
• Grafíklistamenn sýna verk í leiguhús-
næðinu sínu að Tryggvagötu 15 (kl.
17-24).
• Myndhöggvarar í Reykjavík eiga 25
ára afmæli og halda sýningu að Ný-
lendugötu 15 (kl. 14-24)
GALLERI:
• Gunnar Karlsson á Sjónarhóli.
• í Galleríi Ilorni verða portrettljós-
myndir Sigríðar Ólafsdóttur til sýnis
og kl. 21 verður dagskrá til minningar
um 60 ára ártíð Dags Sigurðarsonar
utangarðsskálds.
• í Stöðlakoti verður opið svona lengi:
14 —>?. Þar er síðasti dagur sýning-
ar Gunnars J. Straumlands.
• í Galleríi Fold (kl. 17-01) verða sýnd-
ar frummyndir Halldórs Péturssonar
af jóla- og tækifæriskortum og lista-
menn verða við vinnu sína.
• Charles Manson flytur ávarp í boði
RelaxFax í Gallerí Hlust. Viljirðu á
hann hlýða, hringdu þá í 5514348.
VINNUSTOFUR:
• í Galleríi Kóbolt við Laugaveg 55
verður opin vinnustofa þar sem gestir
geta fylgst með leirklumpum verða að
listrænum gripum.
• Guðbjörg Káradóttir verður að renna
leir á verkstæði sínu Krít í Hlaðvarp-
anum.
KIRKJUR:
• Orgel, óbó, kór og náttsöngur mun
hljóma frá 17.45-24 í Hallgrímskirkju.
• Tónlist kl.22.30-23.30 í Dómkirkjurmi
• Aftansöngur til heiðurs Móður Guðs
verður sunginn á latínu kl.19 í Krists-
kirkju.
LEIKLIST:
• Miðnætursýning (kl. 23) á Veðmálinu í
Loftkastalanum.
• Sýningum Evítu fer fækkandi. Söng-
leikurinn verður sýndur kl.20 í Óper-
unni en milli ki. 16-18 verður grill-
veisla í Ingólfsstræti í samvinnu við
Argentínu steikhús.
• Götuleikhópurinn Afreksmenn og ör-
lagavaldar flytur leikþáttiim Alfreð
mikli kl. 22 við Bernhöftstorfu.
TÓNLIST:
• Unga kynslóð óperusöngvaranna
syngur á einsöngstónleikum í Borgar-
leikhúsinu kl. 14.30.
• Tónlistarveisla Áshildar Haraldsdótt-
ur og fjölda annarra í gamla Sjálf-
stæðishúsinu/Sigtúni við AusturvöU kl.
18-24.
• Fyrir þá sem ekki unna klassískri
verða útitónleikar á Ingólfstorgi kl.
21-22.30 með hljómsveitunum Botn-
leðju, Maus og Quaharashi.
• Jazztríó Reykjavíkur og Þuríður Sig-
urðardóttir leika og syngja léttan jazz
kl.22- 23.30 í porti Ilafnarhússins.
• Tónlist, gjörningar og upplestur í Máli
og menningu kl. 17-01.
VEITINGASTAÐIR
OG KAFFIHÚS:
• Hér verða ekki taldir upp allir staðir
þar sem hægt verður að fá sér öl að
drekka eður mat að borða, þeir eru
yfirgengilega margir. Þeir staðir sem
bjóða upp á fleira en mat eru m.a.:
Lifandi tónUst til 3 á Ara í ögri,
skandinavískur og jómfrúrlegur jazz
frá kl. 22 á Jómfrúnni, gítarleikur
fram á nótt í Kofa Tómasar frænda,
leikþátturinn Frátekið borð eftir Jón-
ínu Leósdóttur fluttur í Ráðhúskaffi
kl. 21.
ANNAÐ:
• íslenskir pönkaðdáendur geta riíjað
upp gullöldina kl. 19 í Ráðhúsinu þeg-
ar Rokk í Reykjavík verður sýnd.
• Slides-mynda tískusýning á framhlið
Tunglsins.
• Hópur ungra arkítekta hannar rými
við Ingólfstorg þar sem innhverfu
heimilislífsins er varpað út á gafl!?
• Ljósmyndamaraþon Hans Pedersen
hefst kl. 10 og stendur í 12 klst.
Lokaathöfnin:
Bubbi verður meðal þeirra sem kveðja
menningarnóttina við Rcykjavíkurtjöm
kl. 23.30. Siglt verður á bátum með
logandi kyndla og stundvíslega á mið-
nætti hefst flugeldasýningin.
Skarí verður með skrípó á setningunni.
Tónlist í Hallgrímskirkju fram á miðnætti.
Evíta sýnd kl. 20.
HELGIN FRAMUNDAN HVAÐ ER I BOÐI?