Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Qupperneq 1
Verð í lausasölu 150 kr.
aaur- Qíxmxnn 7
Miövikudagur 17. september 1997 - 80. og 81. árgangur 174. tölublað BlaðJL
Fréttir og þjóðmál
Fjárfestingarbankinn 1 Siglufjörður
Bjarni ráð-
inn forstjóri
Stjórn Fjárfestingarbanka at-
vinnuh'fsins hf. réð í gær
Bjarna Ármannsson, forstjóra
Kaupþings hf., í starf forstjóra.
Hann lauk prófi í tölvunarfræði
frá Háskóla íslands árið 1990
og lauk MBA gráðu frá IMD við-
skiptaháskólanum í Lausanne í
Sviss árið 1996. Hann er 29 ára
gamall hefur síðasta misserið
gegnt starfi forstöðumanns
Kaupþings, en þar hefur hann
starfað síðan 1991.
Bjarni sagði í samtali við
Dag-Tímann að tilboð um að
taka við þessu starfi hefði á
margan hátt komið á óvart.
Starfið sé öðruvísi en það sem
hann hafi verið í, þó á margan
hátt séu aðalatriðin þau sömu.
Bjarni segir að starfsmenn
þeirra sjóða sem renna inn í
Fjárfestingarbankann þurfi sem
fyrst að fá skýr skilaboð um
hlutverk þeirra og hver sé
stefna bankans. Hann segir að
stofnun sem þessi geti haft
veruleg áhrif á þróun atvinnu-
og viðskiptalífs. HH
Sjá nánar viðtal við Bjarna
á blaðsíðu 2.
Pylsan þekkir engin landamæri og er hungruðum saðning í erli hversdagsins, hvort heldur er í New York, á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn eða á
Siglufirði, þar sem þessi mynd var tekin. Mynd: as
Forsjármál
Stjómvöld kærð til Strassborgar
Forsjár- og umgengn-
isdeila manns frá
Kongó og íslenskrar
konu kemur 1. októ-
ber til kasta Evrópu-
dómstólsins.
André Miku Mpeti, við-
skiptafræðingur frá
Kongó, sem dvalið hefur
hér á landi um árabil, hefur
með fulltingi stjórnvalda í
heimalandi sínu kært til Evr-
ópudómstólsins í Strassbourg
meðferð á forsjármáh sínu hér
á landi og þátt íslensks stjórn-
og dómsvalds í því.
Verður máhð tekið tU fyrra
stigs meðferðar í Strassbourg 1.
október næstkomandi, en þá
verður ákveðið hvort málið fer
aUa leið til úrskurðar.
Andró Miku hefur
um nær fimm ára skeið
barist fyrir því að fá
forsjá, en tU vara virk-
an umgengnisrétt, yfir
tveimur börnum sínum
með íslenskri konu.
Fyrir Uggur úrskurður
um forsjá móðurinnar,
sem hann véfengir.
Sjálfkrafa réttur hans
tU umgengni, sem
byggir á 58. grein
barnalaga, hefrn- ekki
verið virtur að hans
sögn, þrátt fyrir
ítrekaðar óskir til yfir-
valda um liðsinni.
frá
André Miku Mpeti. Með fulltingi stjórnvalda í Kongó
hefur forsjármál hans og meðferð þess hér á landi ver-
ið kært til Evrópudómstólsins í Strassborg.
Málið þæft, tafið og
svæft
Synir hans og konunnar eru sex
ára og tæplega fimm ára, en þá
hefur André ekki fengið að sjá
eða hitta frá því um jólin 1992,
þegar yngri sonurinn var ný-
fæddur. Segir hann að sonum
sínum hafi kerfisbundið verið
haldið frá sér.
André segir að stjórnsýslu-
og dómskerfið hér hafi með
fuUtingi lögfræðinga gert sitt
ítrasta tU að þæfa máUð, teíja
og svæfa. Hafi þar ýmsum
brögðum verið beitt og honum
jafnvel hótað að hann yrði
gerður brottrækur
landinu.
André hefur leitað
aUra ráða til að ná rétti
sínum fram, með eða
án aðstoðar íslenskra
lögfræðinga, en segir
að alls staðar hafi hon-
um verið settin- stóllinn
fyrir dyrnar. Um leið
hefur óyggjandi rétti
hans tU umgengni við
drengina aldrei verið
framfylgt af yfirvöldum,
þótt sá réttur sé skýr
og óumdeildur. Segir
André að rétt eins og
Halim A1 í Tyrklandi sé
faUð fyrir honum hvar dreng-
irnir séu og haldi hann nú helst
að þá sé að finna á Norður-
landi.
Dómsmálaráðuneytið
tjáir sig ekki um málið
„Ég fer með mál mitt til Strass-
bourg vegna þess að íslensk
stjórnvöld hafa ekki getað virt
íslensk lög, sérstaklega barna-
lög frá 1992, né heldur alþjóð-
leg lög og sáttmála Evrópuráðs-
ins og Sameinuðu þjóðanna -
öll þessi fimm ár minnar bar-
áttu. Mannréttindi hafa ítrekað
verið brotin á mér kerfisbundið
aUan tímann. Ég leitaði aðstoð-
ar stjórnvalda heimalands
míns, sem hafa hringt og skrif-
að til íslenska dómsmálaráðu-
neytisins. Eina svar þess var
skammarlegt bréf, þar sem
vanvirðingin er alger. Bréf þetta
verður eitt sterkasta gagnið í
máU mínu í Strassbourg," segir
André Miku Mpeti.
í dómsmálaráðuneytinu var
blaðamanni Dags-Tímans vísað
á Drífu Pálsdóttur skrifstofu-
stjóra. Hiin vUdi ekki tjá sig um
þetta tUtekna mál og benti á að
stjórnvöldum væri óheimilt að
tjá sig um einstök mál við íjöl-
miðla. fþg
Neysluvatnsdælur
SINDRI
-sterkur í verki
BOBGARTUlJTTr* SÍMl 562 7222 • BREFASÍMI 562 1024
t