Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.09.1997, Page 4
16 - Fimmtudagur 18. september 1997 I0agur-3Imtmn
UMBÚÐALAUST
Eigi vil ég Babe vera
Ragnhildur
Vigfúsdóttir
skrifar
S
nýjustu Veru fær Einar Gúst-
avsson fulltrúi Ferðamála-
ráðs íslands í New York
mínus fyrir ummæli í viðtali við
tímaritið Men’s Journal. Grein-
arhöfundur leitar til hans áður
en hann fer til Eyjunnar í
norðri, þar sem allt fallega
kvenfólkið er, en Mr. Gustavs-
son varar hann við að taka vin-
konu sína með sér því það sé
eins og að fara með kaffi til
Brasilíu. „Don’t ever bring a
woman to Iceland. The Viking
women will come for you,“
sagði hann og rödd hans varð
blíðleg.
í blaði allra landsmanna,
Degi Tímanum, mátti lesa fyrr í
vikunni að fegurð íslenskra
kvenna hafl verið í sviðsljósinu
vestan hafs að undanförnu, tfl
dæmis í sjónvarpsþáttum og
greinaskrifum þar sem rætt
hafi verið um ísland sem Babe-
land. Ferðamálaráði hefur
sumsé tekist vel landkynningin
sem Vera gefur Mr Gustavsson
mínus fyrir.
Stelpurnar í Ungfrú ísland keppninni. Er það ekki slík náttúra sem selst
best?
Ó mig auma - Babe
Ég lifi svo rólegu og vernduðu
lífi ijarri heimsins glaumi að
Babe-æðið hafði farið fram hjá
mér. Ég kemst líklega seint í
Babe-flokkinn þótt ég fegin vildi
þannig að landkynning mín er
enn svo gamaldags að hún
markast af menningu, sögu og
náttúru landsins. í gamla daga
vann ég á hótelum, var farar-
stjóri, setti upp
sýningar á
minjasöfnum og
ritstýrði meira
að segja bók um
söfn á íslandi,
en svo breytti ég
um starfsvett-
vang þannig að
langt er síðan
ég hef komið
nálægt ferða-
mennsku. Slag-
orð Ferðamála-
ráðs, Amazing Iceland, kallaði
ekki fram nein viðbrögð. Pað að
Ferðamálaráð skuli nota skatt-
peningana mína til að kynna ís-
land sem Babe-land ýtir hins
vegar við löngu gleymdum for-
dómum gagnvart því apparati.
Hefur Ferðamálaráð gefist upp
á að selja náttúru landsins og
reynir þess í stað að selja nátt-
úru kvenna? Kynh'fsferðir til
íslands - og allt ókeypis sem þú
þarft að borga fyrir í öðrum
„siðmenntuðum" löndum. Hvað
með kvenkyns ferðalanga?
Hvers eiga íslenskir karlmenn
að gjalda? Eins og þeir eru nú
sætir. Er ekki hægt að auglýsa
þá upp? Til dæmis hvað þeir
eru sterkir, vinna mikið, drekka
mikið og eru alltaf til í tuskið.
„En taktu með þér smokk, það
er að segja ef þú vilt ekki fara
með lítinn vík-
ing heim í
kaupbæti," gæti
þá Mr. Gustavs-
son sagt við
Women’s
Journal sposk-
ur á svip. Tveir
á verði eins
fengi nýtt inn-
tak.
Ég reyndi
það sjálf í byrj-
un mánaðar að
gamla þríeykið trekkir enn.
Bandarísk vinkona kom með
eiginmann og átta mánaða son.
Babe-umræðan virðist hafa
farið fram hjá þeim og þau
höfðu engan áhuga á að kíkja á
næturh'fið, hvorki í Reykjavík
né Akureyri. Þess í stað var
draumurinn að sjá jökla, fossa,
hveri og helst nokkur söfn. í
níu daga þeysti ég með þau um
landið. Krýsuvík, Geysir og
Námaskarð voru amazing,
Þingvellir, Gullfoss, Snæfellsnes,
Goðafoss og Mývatn cool, Bláa
Lónið, Árbæjarlaugin og Þela-
merkursundlaugin out of this
world, Listasafn íslands, Húsið
og Sjóminjasafnið á Eyrar-
bakka, Glaumbær og Vestur-
farasetrið so interesting. Þegar
ekki var hægt að sigla um
Breiðafjörð eða skoða hvali í
Eyjafirði vegna veðurs var því
vel tekið og skellt sér í búðir,
keyptar lopapeysur, loðhúfur,
sfld og lax. Hann sem hafði
aldrei verið hrifinn af fiski
borðaði ekkert annað, rétt
fékkst til að smakka lunda og
lambalæri. Þegar ekki var hægt
að fljúga frá Akureyri vegna
roks var tekinn bílaleigubíll og
ekið til Keflavíkur. íslandsferð-
in kostaði þau heilan helling, en
þau fóru alsæl. Þau höfðu
aldrei séð neitt þessu líkt - og
höfðu þó ekki rekist á svo mikið
sem eitt Babe.
Hefur Ferðamdla-
ráð gefist upp d að
selja ndttúru
landsins og reynir
þess í stað að selja
ndttúru kvenna?
m
ÞU hefúr forskot á hina Alvöru
ef þú ert góð(ur) á TÖLVU Bókhaldsnámskeið
Tölvunám sem stenst kröfur vinnumarkaðarins
Námsefnið er raunveruleg fylgiskjöl
Pú lærir meðal annars:
• Windows 95
■ Skjalavistun
■ Ritvinnslu
• Töflureikni
■ Glærugerð
■ Auglýsingagerð
■ Umbrot bæklinga og fréttabréfa
■ Internet = Vefur // Póstur // Spjallrásir
■ Uppsetningu forrita
Tölvubúnaður Internet
Allar tölvur skólans eru með
200 MHz MMX örgjörva og tengdar
við Internetþjónustu nett.is um
háhraðanetsgátt
Þú velur morgun- eða kvöldnám
Námið hefst 30. september
F>ú lærir meðal annars:
■ Að merkja fylgiskjöi
■ Að færa algenga gjaldaliði, t.d. vörukaup,
húsaleigu, símkostnað, þjónustugjöld
banka og FIT-kostnað
■ Að færa útreikning launa og launatengdra
gjalda
■ Hvernig á að reikna og gera upp VSK
■ Að færa sjóðsbók
■ Að stemma af dagbókarlykla eftir
hreyfingalistum
■ Að undirbúa uppgjör fyrirtækis
Að námi loknu verður
vinnan við bókhaldið
leikur einn
ATH. Námið hefst um 29. september
Offíce 97
Að sjálfsögðu kennum
við á nýjustu útgáfurnar
af forritunum
Hafðu samband við okkur og fáðu senda ókeypis námslýsingu
Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 462 7899
ATH. Námið hefst um 30. september
NÁM SEM NÝTIST
TÖLVUFRÆÐSLAN
Furuvöllum 13
Símar 462 7899 og
896 5383
Innritun og allar nánari upplýsingar I síma 462 7899
VISA