Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 2

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 2
18 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996 Jlagur-®útrám <$!>toyota Bílasalan Stórholt Óseyri 4 • Akureyri Sími 462 3300 Ford Explorer 1991. Sjálfskiptur, ekinn 53 þús., upphaskkaður á 33“ dekkjum, með spili. Toppeintak, verð 2.250.000 Toyota 4-Runner 1990. 5 gíra, ekinn 100 þús., upphaskkaður á 33“ dekkjum. Verð 1.750.000. Toyota Landcruiser MWB mlllilangur 19Ö9. Ekinn 163 þús., góð viðhaldsbók. Vfcrð 1.450.000 Toyota RAV-41996. Sjálfskiptur, ekinn 12 þús., brettakantar, sílsabretti, grind. Verð 2.360.000. Hyundai Sonata GLSi 1994. Sjálfskiptur, ekinn 40 þús. Verð 1.420.000. Daihatsu Charade S G 1300 1993. 5 gíra, ekinn 53 þús. Verð 700.000. Toyota Corolia L/B GLi 16001993. 5 gíra, ekinn 71 þús. Verð 1.100.000. Bílasalan Ó8eyri 4 • Akureyri Sími 462 3300 LÍF SKJÖRIN í LANDINU Yngra fólk flnnur síður fyrir vorinu í efnahagslífínu Ýmsir spá óróa á vinnumarkaði í árslok ✓ opnunni hér til hliðar eru flögur viðtöl við fólk úr jafnmörgum starfs- stéttum. Þar má finna þroska- þjálfa, fólk úr sjávarútvegi, landbúnaði, meðferðarfulltrúa og nema. Viðmælendur blaðsins eiga það allir sameiginlegt að lýsa eftir góðærinu og er al- menn óánægja með kaup og kjör. Landverkafólk hefur aftur óyggjandi bætt stöðu síha, eins og sjá má á línuriti. Ýmsir hafa að undanförnu orðið til að spá óróa á vinnu- markaði í árslok. Margt styður slíkar vangaveltur, en þó heyr- ist einnig sá tónn að láglauna- fólk hafi hreinlega gefið upp á bátinn hugmyndir um kjara- bætur og fá forystumenn laun- þegahreyfinga slaka einkunn. Almennt er þó bjartara yfir efnahagsmálum þjóðarinnar en verið hefur xun langt skeið. Horfur eru á meiri fiskafla en reiknað hafði verið með, bæði vegna úthafsveiða og aukinna aflaheimilda. Hins vegar segir Þjóðhagsstofnun að nú stefni í meiri vöxt þjóðarútgjalda en reiknað var með og hefur einkaneysla aukist töluvert á þjóðarmælikvarða. Þetta kemur þó ekki fram í viðtölum blaðs- ins. Hagvöxtur verður örari en spáð hafði verið og er talað um 4,5% á árinu. Jafnframt gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að þjóðarútgjöld vaxi hraðar um essar mundir en þjóðartekjur. því felst ákveðin þensluhætta og vaxandi halli í viðskiptum við útlönd. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir: „Vorið er áreiðanlega fyrr á ferðinni hjá þeim sem eru komnir efnahagslega „fyrir horn“, eru sem sagt eldri. Hugsanlega er þrengra fyrir dyrum hjá ungu fólki sem er að koma sér fyrir á vinnumarkaði, koma yfir sig húsnæði og þess háttar.“ Svo virðist einmitt sem yngra fólk berjist í bökkum víða um land, en jafnframt biður eldra fólkið guð að hjálpa þeim öldr- uðu einstaklingum sem ekki eiga sitt húsnæði sjálfir. Launa- vísitala er nú um 6% yfir með- altali síðasta árs og má skýra auknar tekjur með meiri at- vinnu og launahækkunum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann eykst því um 4,5%, skv. nýlegri endurskoðaðri spá frá Þjóðhagsstofnun. Þótt viðmæl- endur Dags-Tímans segist ekki finna fyrir þessu ennþá, standa líkur til að þessi þróun haldi áfram og kjarabætur komist um síðir í vasa þeirra sem helst þurfa á því að halda. Það leysir þó engin framtíðarvandamál að bæta sífellt við vinnutíma fólks- ins, ekki síst ef atvinnuleysistöl- ur eru skoðaðar. -BÞ „Það er ömurlegt þegar látið er eins og störf manns séu einskis nýt, launin benda a.m.k. til þess,“ segir Hanna María meðal annars. Hér er hún á heimili sínu ásamt dótturinni Hólmfríði. DT-mynd: gs Launataxti að hætti Florence Nightingale Hanna María Stefánsdóttir þroskaþjálfi og Hólmfríð- ur Jóhanna Björgvins- dóttir, 8 ára dóttir hennar, búa í verkamannabústað að Gullteig 1 í Kópavogi. Heimilisfangið er tilkominnikið og íbúðin hlýleg, en Hanna María segir að lífið innan veggja hennar sé jafnan fábrotið hjá mæðgunum. „Það er alveg sama hvenær þið kom- ið, ég er alltaf heima eftir vinnu. Við höfum aldrei efni á að fara neitt út,“ sagði hún þeg- ar Dagur-Tíminn falaðist eftir viðtali. Hanna María útskrifaðist sem þroskaþjálfi árið 1987. Námið tekur 3 ár og inntöku- skilyrði eru 6 mánaða starfs- reynsla og stúdentspróf. Stríp- aður taxti nýútskrifaðra þroskaþjálfa er um 65.000 kr. „Það væri fínt að vera þroska- þjálfi ef maður væri ekki á þessum Florence Nightingale taxta," segir Hanna María, en hún starfar á Lækjarási, sam- býli borgarinnar fyrir fatlaða í Stjörnugrófinni. Mánaðartekjur eru 85.221 kr., sem þýðir að 70.941 kr. koma í vasa hennar. Vinnutími er frá 9-5 og enginn kostur á meiru. Starfið felst aðallega í líkamlegri og andlegri umönn- un við þroskahefta einstak- linga. „Þessi laun eru alls ekki boðleg miðað við nám á há- skólastigi og þá ábyrgð sem við höfum í vinnunni. Við tökum t.d. til lyf eftir umsögn læknis.“ Eftir að hafa fræðst um starf- ið minnist blaðamaður á góð- ærið „altalaða“, en mætir hörð- um viðbrögðum. „Hvaða góð- æri? Þetta tal um góðæri fer beinlínis í taugarnar á mér. Ég get ekki leyft mér að fara í bíó í þessum mánuði, ekki frekar en Hagtölurnar sýna ekki alltaf þann veruleika sem er á heimilunum. Samt er Ijóst að margir eru þegar farnir að telja meiri peninga upp úr launaumslögunum. Þjóðhags- stofnun metur svo að kaupmáttur sé nú 7% meiri en í upphafi síðasta árs. Reiknað er með að atvinnutekjur á mann muni hækka um 7,5 % á þessu ári. í síðasta mánuði eða mánuðin- um á undan. Við mæðgurnar fengum vídeótæki í sumar í af- mælisgjöf, en fram til þess höfð- um við aldrei haft efni á að eiga vídeótæki. Hlutir eins og Stöð 2, Stöð 3 og Sýn eru okkur t.d. al- gjörlega framandi." Eins og áður segir búa mæðgurnar í Gullteignum í fé- lagslega kerfinu. Með aðstoð foreldra sem passa Hólmfríði á vinnutíma auk þess sem faðir Hönnu Maríu léttir undir með rekstri bflsins, tekst henni rétt að halda sjó. Og hún er ekki ein á báti. „Þetta er alls staðar svona,“ svarar Hanna María einfaldlega, aðspurð hvort hún þekki mörg dæmi um svipaða stöðu. Talið berst að svigrúmi til launahækkana og Hanna María telur auðvelt að bæta hag lág- launastéttanna með því að minnka yfírbyggingu innan kerfisins. Hún er jafnframt ósátt við verkalýðsöfl og laun- þegahreyfingar. „Verkalýðsfor- ystan hefur brugðist, hinn al- menni félagsmaður er algjör- lega útundan. Það er komin upp sú staða að fólkið í landinu er svo hrætt og kúgað að það fer ekki einu sinni í verkfall. Fyrir utan það að láglaunafólk hefur engin efni á því. Það myndi allt hrynja. Það ætti að skylda þá sem sitja í toppsætunum að vinna í eina viku á vinnustað eins og mínum, þá myndu þeir skilja um hvað er að ræða. Það er ömurlegt þegar látið er eins og störf manns séu einskis nýt, launin benda a.m.k. til þess.“ Hanna María telur að eðli- legt væri að framfærsla hennar og Hólmfríðar væri um 140 þús. kr. útborgað til að komast bæri- lega af. Hún á þó ekki von á að úr rætist á næstunni. í lok við- talsins berst talið að heilbrigð- ismálum, en nýlegar reglugerð- ir hafa komið hart niður á Hönnu Maríu og dóttur hennar. Hólmfríður er með astma og þegar köstin verða slæm fer lyflakostnaður upp í 10.000 kr. á mánuði. Fyrir nokkrum árum greiddi rflcissjóður hins vegar lyfin að fullu. „Þetta er dæmi um þróunina í þjóðfélaginu og það sér ekki fyrir endann á henni.“ Hanna María er alvarlega að hugsa um að flytja út fyrir land- steinana, bæði af illri nauðsyn og einnig finnur hún fyrir þverrandi þjóðarstolti. Hún seg- ist jafnframt hafa gefið draum- inn um umtalsverðar kjarabæt- ur upp á bátinn. -BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.