Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 11
|Dagur-®nmmt
Fimmtudagur 29. ágúst 1996 - 27
FÍNA O G FRÆGA FÓLKIÐ
David Caruso
Drekkur sig í hel!
Ekki er langt síðan leikarinn David
Caruso var einn sá heitasti í Holly-
wood. Eftir að hafa slegið í gegn í
lögguþáttunum NYPD Blue lét hann
freistast af gylliboðum frá kvik-
myndaframleiðendum og hann fékk
hvert stórhlutverkið af öðru. En nú
er farið að halla undan fæti. Mynd-
irnar hafa ekki náð vinsældum og
tilboðin eru hætt að berast. Caruso
er niðurbrotinn og eyðir nú flestum
kvöldum á krá í Los Angeles, þar
sem hann húkir einn úti í horni og
sturtar í sig viský sjússum og hlustar
á hljómsveit hússins.
Caruso var óvirkur alki. Hann
mætti reglulega á AA fundi en nú
hefur hann gefið það upp á bátinn.
„David er hættur að mæta á fundi,
hann sefur ekki á nóttinni og étur
ekki reglulega," var haft eftir Mar-
gréti, eiginkonu leikarans. „Hann er
þunglyndur og sér mikið eftir að
hafa hætt að leika í NYPD Blue,“
segir eiginkonan.
Caruso taldi sig fullfæran um að
slá í gegn á hvíta tjaldinu og yfirgaf
félaga sína í NYPD Blue. En mynd-
irnar hans, Kiss of Death og Jade
fengu hryllilegar viðtökur.
Barbet Schroeder, leikstjóri Kiss
of Death, sagði að Caruso væri „erf-
iðasti leikari" sem hún hafði nokk-
urn tíma unnið með og Jade var val-
in lélegasta mynd síðasta árs af
gagnrýnendum. Nýjasta mynd hans
heitir Cold Around the Heart, en
ekki er búist við miklu af henni og
Caruso hefur enga aðra kvikmynd í
bígerð.
Leikarinn góðkunni David Caruso er nær
óþekkjanlegur i dag. Undanfarna þrjá mánuði
hefur hann dvalið heilu og hálfu næturnar á
bar í Los Angeles, setið úti í horni og sötrað ^
viský. ™
Tom Cruise
Ýkt hetja
Nýlega birtust fréttir af því
að leikarinn Tom Cruise
hefði verið sannkölluð hetja
þegar hann var sagður hafa
bjargað ítölskum sjóförum
af brennandi snekkju undan
ströndum Napolí. Fréttirnar
af hetjudáðinni voru þó stór-
lega ýktar, ef marka má
skipherra snekkjunnar sem
sökk. Giovanni Costa, vell-
auðugur eigandi snekkjunn-
ar, ber Cruise ekki vel sög-
una. „Hann hvarf undir þilj-
ur eftir að hann hafði fest
atburðinn á filmu af þilfar-
inu á sinni snekkju. Þegar
Cruise og félagar þorðu
loksins upp að hliðinni að
okkur vorum við öll löngu
komin yfir í björgunarbát-
inn,“ segir Costa.
Christy Turlington
Kjöt á beinm
Fyrirsætan tággranna
Christy Turlington hefur
verið beðin um að bæta á sig
nokkrum kílóum. Það er
kærasti stúlkunnar, leikar-
inn Jason Patric, sem vill fá
meira kjöt á beinin en orð-
rómur hefur verið á kreiki
um að þau hyggi á giftingu
innan tíðar. En Patric hefur
ekki bara áhuga á líkama
stúlkunnar - hann hefur
hvatt hana til að setjast aft-
ur á skólabekk og sitja
áfanga í háskóla. Þess má
geta að Patric þessi er fyrr-
verandi kærasti Juliu Ro-
berts og er nú spáð miklum
frama í Hollywood.
Pabbi í þriðja sinn
Kraftakarlinn Sylvester
Stallone og unnusta hans,
fyrirsætan Jennifer Flavin,
eignuðust erfingja á þriðju-
dag. Lítil stúlka kom í
heiminn og henni var gefið
nafnið Sophia Rose. Stall-
one tók sér frí frá tökum á
myndinni Copland, sem nu
er fest á filmu í New York
og New Jersey, og flaug til
Maiami til að vera við-
staddur fæðinguna. Áður
höfðu birst fréttir um að
Stallone ætlaði sjálfur að
taka á móti stúlkunni í
heimahúsi með leiðsögn
ijósmóður, en þegar á
reyndi fæddi unnusta hans
á sjúkrahúsi.
Úr axlarlið
Matt LeBlanc, sem leikur
hinn treggáfaða Joey í
þáttunum Vinir á Stöð 2
lenti í óhappi við tökur á
þáttunum sl. föstudag.
Matt ætlaði að sýna snilli
sína og stökkva upp á stól
en misreiknaði sig eitthvað
og flaug á hausinn. Eitt-
hvað lenti strákurinn illa
og við höggið fór hann úr
axlarlið. Stjarnan vældi og
skældi í dágóða stund.
Anna Nicole Smith
Barmtirinn að gefa sig?
Ljóskan barmgóða Anna Nicole Smith var flutt í flýti á sjúkrahús
fyrir skömmu þegar blæða fór úr brjóstum hennar. Smith, sem hef-
ur viðurkennt að hafa farið í sex brjóstastækkanir, var í nokkra
daga á spítalanum þar sem gert var að sárum hennar og „óbæri-
legar þjáningar“ hennar voru linaðar. Ekkjan Smith stendur nú í
miklum dómsmálum þar sem hún berst við að ná arfi eftir eigin-
mann sinn, milljarðamæringinn J. Howard Marshall, sem lést á síð-
asta ári, 89 ára að aldri. Sonur hans segir að föður sinn hafi verið
elliær þegar hann giftist Önnu og hann hafi verið tældur til að arf-
leiða hana að meirihluta eignanna.
Anthony
Hopkins
þoldi ekki
kuldann
Leikarinn góðkunni Sir Anthony
Hopkins, hneig niður við tökur
á myndinni The Bookworm og
var fluttur í flýti á sjúkrahús.
Tökur fara fram í bænum Can-
more, nærri Calgary í Kanada
og Hopkins, sem er orðinn 58
ára, þoldi illa kuldann á töku-
stað. Starfsmaður við myndina
segir að Óskarsverðlaunahafinn
hafi fundið fyrir svima, verið
veikburða og átt í erfiðleikum
með að tala og muna textann
sinn. „Hann hefur verið undir
mikilli pressu að undanförnu og
reyndi bara of mikið á líkam-
ann. Hann hefur lést um rúm
tíu kíló og þegar hann lék í einu
atriðinu í ísköldu vatni veiktist
hann,“ segir starfsmaðurinn.
Hopkins kennir sér einnig
Anthony Hopkins ieikur nú I myndinni
The Bookworm á móti Alec Baldwin og
Elle Macpherson.
meins í baki og hefur bruðið
verkjatöflur í stórum stíl á með-
an á tökum stendur. Talsmaður
hans segir þó ekkert ama að
honum og að leikarinn hafi ein-
ungis verið í hefðbundinni
læknisskoðun og sé við hesta-
heilsu.
Stjörnuspá
Þú ert að hugsa
um það núna,
hvort Athena
Lee beib — sem
skrifað hefur stjörnuspá í
Dag — sé eitthvað sorrý. Svo
er ekki, enda veit Athena að
hún hefur skilað frábæru
starfi. Það sama er ekki
hægt að segja um alla spá-
menn.
Fiskarnir eru
að spá í hvað
þeim finnst um
nýja blaðið.
Ekki finnst
þeim stjörnuspáin a.m.k.
upp á marga meðbræður
sína.
Hrútin-inn veltir
því fyrir sér í
dag hvort menn
æth sér ekki að
stytta nafnið á
blaðinu í DT, TNT eða bara
eitthvað. Stjörnur hafa
skoðun sem þær þora þó
ekki að upplýsa.
Nautin á Norð-
urlandi eiga
ekki afmæli í
dag og það
finnst þeim súrt
í broti, enda veisluglöð.
Happatölur nautanna eru
prímtölur undir 70, mjög
áþekkar greindarvísitölu
maka þeirra.
Tvíbbar veru-
lega indælir í
dag og gjöfulir á
sjálfa sig.
Dadadada.
Þú segir hæ við
vin þinn í dag,
en hann heyrir
ekki neitt og
horfir bara ann-
að. Svolítið neyðarlegt, en
samt ekkert stórmál, sko.
Það var t.d. miklu verra
manstu, æi, þegar klósett-
pappírinn var búinn og ...
Frísklegur
fimmtudagur og
ljón um landið
allt og miðin
taka menn
vinstri hægri í nefið í dag.
Langflottust.
monster.
Þú verður um-
fram meðaltal í
dag, sem er
óvenju gott.
Makinn aftur
Þú verður hálf-
geðbilaður í
dag, ræfillinn.
Kemur næst.
Fór Jens til Ak-
ureyrar?
Einelti er hér
með létt af bog-
mönnum. Þeir
munu slá í gegn
í kvöld.
Hæ, hó, jibbíei
bara nýtt
blað og stuð?
Vonandi eru ný-
ir áskrifendur
hæfilega klikk fyrir þennan
dálk. Annars verða stein-
geitur toppfólk í dag.