Dagur - Tíminn - 30.08.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 30.08.1996, Blaðsíða 2
14- Föstudagur 30. ágúst 1996 fDagur-ZEmúmT LÍF SKJÖRIN í LANDINU Dagur-Tírninn á heimilum landsmanna Margumtalað góðœri virðist ekki hafa skilað sér inn á heimili ríkjandi í þjóðfélaginu. Ekki verður betur séð en að stórir þeirra Islendinga sem Dagur-Tíminn tekur hús á í dag. hópar fólks eigi enn langt í land með að vera sáttir við kjör Margir hafa staðið í þeirri trú að almenn bjartsgni vœri orðin sín. Guð hjálpi gamla fólkinu sem á ekki eigið húsnæði Mæðgurnar Sigríður og Selma fjögurra búa í fallegri íbúð við Brekkugöt- una á Akureyri. Myn&.jHF Launakerfi hins opinbera í molimi Ef það er góðæri finnst manni að launin ættu að hækka en síðustu launahækkanir hjá kennurum voru auðvitað bara grín. Kjarabarátta kennara var mikið í fréttum sl. vetur .þegar grunn- og fram- haldsskólakennarar beittu verkfallsvopninu í því skyni að fá kjör sín bætt. Ekki voru allir kennarar sáttir við árangurinn af löngu verkfalli og undir það tekur Sigríður Víkingsdóttir, kennari í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar. Hún er að heija sitt 7. ár í kennslu við GA. Að sögn Sigríðar eru mánað- arlaun hennar 90 þúsund krón- ur eftir nýlega starfsaldurs- hækkun. Á veturna er kostur á að hækka launin með auka- kennslu og fleiri þáttum. „Þetta kostar allt heilmikla vinnu, mun meiri en maður fær borg- að fyrir eins og alltaf hjá kenn- urum. Öll þessi yfirvinna kemur auðvitað að einhverju leyti nið- ur á kennslunni. Ég neita ekki að vera farin að finna fyrir þreytu í starfi og er jafnvel far- in að hugleiða að taka hlé á kennslu í einhvern tíma,“ sagði Sigríður. Hún segist ekki geta merkt þann efnahagsbata í þjóðfélag- inu sem talað hefur verið um. „Ef það er góðæri finnst manni að launin ættu að hajkka en síð- ustu launahækkanir hjá kenn- urum voru auðvitað bara grín. Þá eru engin merki um að nota eigi þetta góðæri til að efla menntun í landinu. Eins hef ég ekki fundið fyrir því að heimil- isreksturinn sé léttari. Mér finnst allt vera að hækka smám saman, t.d. bensín og matur.“ - Finnst þór einhver liður í heimilishaldinu óeðlilega hár? „Mér finnst rekstur á bíl al- veg hrikalegur, enda seldi ég bílinn minn um daginn. Ég hafði hreinlega ekki efni á að eiga hann. Maður er alltaf að bíða eftir að geta farið að hafa það betra en það hefur ekki gerst. Það kemur strax fram ef maður leyfir sér eitthvað smá- ræði, þó ekki sé annað en kaupa sér föt eða skreppa til Reykjavíkur. Þá tekur einhverja mánuði að ná jafnvægi aftur. „Maður sér hvað launakjör kennara eru fáranleg þegar þau eru borin saman við það sem þekkist í einkageiranum. Launastefna hins opinbera er í molum og ekki í neinu sam- ræmi við það sem er að gerast á almennum markaði. En ég er bjartsýn og trúi því að forsvars- menn sveitarfélaganna beri hag menntunar meira fyrir brjósti en ríkisstjórnin hefur gert,“ sagði Sigríður að lokum. HA Það er gjörsamlega útilokað að lifa af þessu og ef við ættum ekki íbúð sem við leigðum þá væri þetta ekkert hægt. s fallegu einbýlishúsi að Hlíðavegi 3 í Kópavogi búa Guðmundur Sigurðsson ellilífeyrisþegi og Ólöf Dómhild- ur Jóhannsdóttir, leiðbeinandi á Kópavogshæli. Nokkur ár eru síðan Guðmundur hætti störfum vegna heilsubrests, en Ólöf er í 70% vinnu. Þrátt fyrir að eiga skuldlaust einbýlishús og íbúð sem þau leigja að auki, segja hjónin að það gangi á þann forða sem þau hafi af harðfylgi safnað til elliáranna og þau eru mjög ósátt við gang mála í þjóð- félaginu. Lífeyrir Guðmundar er 43.405 kr. og ellilífeyrir 25.623 kr. Samanlagt gerir þetta 69.028 kr. eða 59.835 kr. út- borgað. Ólöf fær 56.951 kr. á mán., útborgað 47.696. „Það er gjörsamlega útilokað að lifa af þessu og ef við ættum ekki íbúð sem við leigðum þá væri þetta ekkert hægt. Það gengur samt á forðann," segir Guðmundur. „Mér finnst mjög illa búið að gömlu fólki í dag og þá er ekki síður erfitt að vera ungur í dag. Og Guð hjálpi gömlu fólki sem ekki á íbúð.“ Ólöf segir að þegar hún byrj- aði sem leiðbeinandi á Kópa- vogshæli fyrir 25 árum hafi hún haft miklu betri tekjur „miðað við lífsstandard“. Launin hafi markvisst sigið niður á við og launabilið milli toppanna og láglaunafólksins aukist. Ólöf er í BSRB, en Guðmundur var húsasmiður til langs tíma áður en hann gerðist húsvörður. Hann átti kost á mjög mikilli vinnu til að Ieggja grunninn að traustum tíma elliáranna, en saman eiga hjónin þrjú upp- komin börn. „Maður vann 14- 16 klukkustundir á sólarhring sex daga vikunnar, en nú er lið- in tíð að fólk eigi kost á því.“ Aðspurð um góðærið segja Guðmundur og Ólöf að þau finni ekkert fyrir þvi' sjálf og að- eins örh'tið brot af þjóðinni sé farið að njóta uppsveiflunnar í efnahagslífinu. „Það hefur komið fyrir að starfssystur mínar hafi brostið í grát þegar þær opnuðu launa- umslögin sín um mánaðamót. Ungu konurnar tolla illa í þess- ari vinnu af því að launin eru svo skelfilega lág. Ég verð hins vegar að sætta mig við að ég fæ ekkert annað að gera.“ „Eini lúxusinn sem við veit- um okkur nú orðið er að fara í eina utanlandsferð á ári. Það er ljótt að segja það, en aðalkjara- bótin sem við höfum fengið er verslunin Bónus. Það munar al- veg feikilega miklu að versla þar,“ segir Guðmundur og Ólöf kinkar kolli. Ólöf og Guðmundur eru sam- mála um að trúverðugleiki stjórnmálamanna hafi farið þverrandi, ekki síst eftir úr- skurð kjaradóms í fyrra þegar laun embættis- og stjórnmála- manna hækkuðu töluvert. „Ef þeir hefðu sýnt gott fordæmi sjálfir, hefði þetta horft allt öðruvísi við. Þjóðin er reið og hún mun ekki gleyma þessu.“ -BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.