Dagur - Tíminn - 04.09.1996, Blaðsíða 8
20 - Miðvikudagur 4. september 1996
jOagur-ÍEmTOm
Köttarar Þróttar fara gjarnan úr að ofan í hita leiksins. Þessir hálfberu menn eru hluti af kjarna Köttara sem heimsótti Akureyri á dögunum. Það skal
tekið fram að það er ekki skilyrði fyrir inngöngu að afklæðast fyrir ofan mitti. Mynd: jón Hró,
Köttarar Þróttar
hegða sér öðruvísi
en aðrir stuðnings-
menn knattspyrnuliða. Við
erum í þessu af lífi og sál og
yfirgnæfum oftar en ekki
íjölmennari stuðnings-
hópa,“ segir Haukur Magn-
ússon, Köttari Þróttar núm-
er 1. Nafnið Köttarar er
komið úr máli líkamsrækt-
armanna; það er að vera
skorinn (cut) á skrokkinn.
Köttarar Þróttar eru heit-
ustu stuðningsmenn liðsins
og fylgja því hvert á land
sem er. Meðfylgjandi mynd-
ir eru til dæmis teknar á
Akureyri þegar Þróttur frá
Reykjavík kom til að keppa
við KA. Leiknum lauk með
sigri Þróttar 2-0.
„Við erum í þessu af því
það er gaman að fylgja sínu
liði. Hvort sem Þróttur sigr-
ar eða tapar eru Köttarar
glaðir með sitt lið,“ segir
Haukur.
„Við dýrkum rauða htinn,
sem á svo vel með hinum,“
er lína úr texta úr stuðn-
ingslagi Þróttar sem kemur
út í haust. Textinn er við lag
úr Kardimommubænum.
Köttarar eru fæddir og
uppaldir í félaginu, eftir því
sem Haukur segir. Eldri fé-
lagar styðja vel við bakið á
þeim yngri til þess að við-
halda anda félagsins. Fram
til þess hafa yfirráð Þróttar
einskorðast við svæði 104
en framundan er yfirtaka á
svæði 105 þegar Þróttur
flytur í Laugardalinn.
Hlynur Asgeirsson er Köttari
númer 2. Hann leiddi stuðnings-
mennina á Akureyri. Hvað sem á
dynur sleppa menn ekki rauða og
hvíta treflinum. Mynd: Jón Hrói
un9u
pess''
Dýrkum
rauða tttinn