Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Síða 1

Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Síða 1
Lít'ið í landinu Heimspekilega hliðin á lauslæti Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Fimmtudagur 5. september 1996 79. og 80. árgangur 168. tölublað Verð í lausasölu 150 kr. Hvammstangi Fulltrúi P-lista sleit meiri- hlutasamstarfi Afundí hreppsnefndar Hvammstangahrepps sl. þriðjudagskvöld sleit fulltrúi P-listans, Árni Svanur Guðjónsson, sam- starfinu við B-listann. í bókun frá honum segir m.a.: „Samstarf mitt við oddvita meirihlutans hefur svo að segja frá upphafi verið stirt og sam- skipti lítil. Nú er svo komið að trúnaðarbrestur hefur orðið okkar á milli og við svo búið get ég ekki unað. Ég get ekki unað við það að fjárhagsáætlun sveit- arfélagsins sé „endurskoðuð“ eða öllu heldur leiðrétt miðað við framúrkeyrslu á haustdög- um eins og gert var árið 1995. Ég get ekki unað við að stórir kostnaðarliðir í viðhaldi fast- eigna séu framkvæmdir án samþykkis eða vitundar hreppsnefndar.“ Arni Svanur segir að útslagið hafi verið samstarfsörðugleikar milli hans og oddvitans, Vals Gunnarssonar. Valur Gunnarsson segir að þessi ákvörðun Árna Svans hafi komið honum á óvart. „Um störf þessarar sveitar- stjórnar hefur rikt mjög góð samstaða og flest mál hafa ver- ið afgreidd samhljóða, einnig með atkvæðum minnihlutans. Samskipti okkar á milli hafa verið býsna lítil og hann hefur ekki leitað eftir breytingu á því. Hann segir að ég hafi hunsað einhver mál en ég veit ekki hver þau eru. Hann unir ekki við endurskoðun Qárhagsáætl- unar hér eins og gert er í öllum sveitarfélögum en það er nú svo að í grófum dráttum stenst Qár- hagsáætlun Hvammstanga- hrepps," sagði Valur Gunnars- son. GG Strandir Sjúkrallug í Bitruflörð Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, fór í sjúkraflug síðdegis í gær í Bitrufjörð þar sem sóttur var sex ára gamall drengur með öndunar- erfiðleika. Flugið gekk að ósk- um og var lent á Reykjavíkur- fiugvelli skömmu fyrir kl. 18 en drengurinn var fluttur á Lands- spítalann undir læknishendur. -sbs. Frá blaðamannafundi Alþýðuflokks og Þjóðvaka í gær, þar sem sameining þingflokka var tilkynnt. Ovissa um kosninga- bandalag í þinginu Guðný Guðbjörns- dóttir þingflokks- formaður Kvenna- lista segir óljóst hvað verði um kosningabandalag stjórnarand- stöðunnaren Jón Baldvin viil óbreytt samstarf. Hún segir að það geti allt gerst í þessum efnum og óvíst hvað verði. Á með- an þetta er óljóst er ekkert hægt að fullyrða eitt eða neitt um hvaða áhrif sameiningin hefur í þinginu, en kosið verður á ný í allar nefndir þegar þingið kemur saman á ný í byrjun næsta mánaðar. „Það gætu öll styrkleikahlut- föll riðlast, en líka verið óbreytt, við vitum það ekki. Myndin er því mjög óljós núna. Þetta gæti haft mikil áhrif inn í þinginu, en það þarf ekki að vera,“ segir Guðný Guðbjörns- dóttir. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins boð- aði Guðnýju Guðbjörnsdóttur formann þingflokks Kvennalista á sinn fund í gær þar sem hann tilkynnti henni um sameiningu þingflokks Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Hið sama gerði hann á öðrum fundi sem hann hélt með Margréti Frímannsdóttur formanni Alþýðubandalagsins. Guðný segir að á fundinum með Jón Baldvini hefði m.a. komið fram að hann byggist ekki við því að neinar breyting- ar myndu verða á samstarfi hins sameinaða þing- flokks við aðra stjórnarandstöðu- flokka á þingi. Hún segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði, enda fari það alveg eftir því hvernig samið verði um skiptingu fulltrúa í nefndir. Þannig gæti staða þingkvenna Kvennalista ýmist styrkst, veikst eða verið óbreytt. Sjá Þjóðmál á blaðsíðu 9. -grh Eyjafjörður Vantar hausa Töluverður skortur er nú á hertum þorskhausum á Nígeríumarkað og væri að sögn Ásgeirs Arngrímsson- ar, framkvæmdastjóra Fiskmiðlunar Norðurlands hf., hægt að selja töluvert meira magn á Nígeríu- markað. Líkur eru á að af- urðaverðmæti skreiðar- hausa á þessu ári verði nær 800 milljónir króna en markaður er fyrir töluvert meira magn af hausum, eða allt að 1.100 milljónir króna, jafnvel meira. Nokkrir fiskverkendur á Norðurlandi, aðallega við utanverðan Eyjafjörð, eru farnir að undirbúa skreið- arverkun innandyra en vaxandi markaður er nú fyrir skreið til Bandarikj- anna og Ítalíu. Einnig eru að opnast nýir markaðir fyrir þessa afurð, eins og t.d. í Krótatíu og Slóveníu. Tryggð er hröð afskipun og skjótar greiðslur, standist samningar. GG Guðný Guðbjörnsdóttir þingflokksformaður „Styrkleikahlutjbll ú milli stjórnarand- stöðuflokka tí Alþingi gœtu riðlast eftir sameiningu þingflokka.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.