Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Síða 3

Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Síða 3
JDagur-'ÍEmrám Fimmtudagur 5. september 1996 - 3 F R É T T I R 1 Þjóðhagsstofnun Laun hækkuðti Mð meira en tekjur fyrirtækja í fyrra Launakostnaður fyrirtækja hækkaði að jafnaði ívið meira en rekstrartekjur þeirra á síðasta ári, samkvæmt úttekt Þjóðhagsstofnunar á afkomu tæplega þúsund fyrirtækja 1995 og samanburði við sömu fyrirtæki árið áður. Samanlagðar rekstrartekjur þessara fyrirtækja hækk- uðu um 5,7% milli þessara ára, en samanlagður launa- kostnaður þeirra um 7,1%. Bókfærður hagnaður af reglulegri starfsemi nam 4% að meðaltali og var það hlutfall svipað í öllum helstu atvinnu- greinunum; verslun, sjávarút- vegi, iðnaði, samgöngum og þjónustu. Hagnaður bankanna jókst stórlega milli ára, eða úr rúmlega 7% í nærri 12% af tekjum í fyrra, sem rakið er til minni útlánaafskrifta. Arðsemi eigin íjár í fyrirtækjunum þús- und var nærri 12% að jafnað árið 1995. Heildarvelta fyrirtækjanna nam samtals um 275 milljörð- um króna í fyrra, en þessi fyrir- tæki eru væntanlega með ein- hvers staðar í kringum 38% af heildarveltu allra fyrirtækja í landinu. Velt- an jókst 4% umfram al- mennar verð- lagshækkanir. Þjóðhagsstofnun vekur athygli á að hér sé aðeins lagt mat á af- komu tæplega þúsund fyrir- tækja en ekki atvinnulífsins í heild. Launakostnaður nam að meðaltali tæplega 22% af rekstrartekjum þessara fyrir- tækja (nær 62 milljörðum). En hlutfallið er mjög mismunandi milli greina; frá 41% í þjón- ustufyrirtækj- um og veitinga- húsum niður í 11% í verslun. Að innláns- stofnunum frá- töldum lækkaði hagnaðarhlutfallið í 3,5% í fyrra. Eiginfjárhlutfall fyrir- tækjanna hækkaði um eitt pró- sentustig milli ára í 30,5%, einnig að bönkmn frátöldum. Frádráttur vegna vaxta og verðbreytingafærslu lækkaði um helming milli ára, sem rak- ið er tU bættrar efnahagsstöðu fyrirtækjanna. Þjóðhagsstofnun mun síðar á árinu gefa út skýrslu um ársreikninga fyrir- tækja 1994—1995. Bæði verður sú skýrsla byggð á stærra út- raki fyrirtækja og nánari sund- urhðun eftir atvinnugreinum. Síðar á árinu er hka von á at- vinnuvegaskýrslu fyrir 1994. Stofnunin bendir á að sú skýrsla sýni venjulega nokkru lakari afkomu hjá atvinnuveg- unum í heild heldur en þetta fyrsta úrtak fyrirtækja gefur tU kynna. Hagnaðurbank- anna jókst stórlega milli ára, eða úr rúmlega 7% í nœrri 12% af tekjum Akureyri Bæjarmála- punktar • Skipidagsnefnd hefur ákveðið að fresta áður aug- lýstri samkeppni um heild- arskipulag Naustahverfis vegna árekstra við aug- lýsta samkeppni Reykjavík- urborgar í Grafarholti. Samkeppnin verður auglýst í nóv./des. 1996 og skal dómefndarstörfum lokið vorið 1997. • Hafnarstjórn samþykkti að hafna tilboðum sem bárust í þekjulögn á hafn- arsvæðið í Krossanesi en bæði tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun; frá Kötlu hf. að upphæð 14,2 millj- ónir króna og frá Þorgils Jóhannessyni að upphæð 14,5 millónir króna en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 11,3 milljónir króna. • Menningarmálanefnd samþykkti að veita Sigur- björgu Pálsdóttur starfs- manni Amtsbókasafnsins launalaust leyfi frá 1. sept- ember 1996 til 30. maí 1997 til að sækja námskeið í bókasafnsfræðum við Há- skóla íslands. Einnig sam- þykkt heimild til að færa 'deildarstjóra í lestrarsal í stöðu fulltrúa amtsbóka- varðar og auglýsa stöður deildarstjóra útlánadeildar og deildarstjóra í lestrarsal og prentskHadeild. • íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að greiða rekstrarstyrk til Bílaklúbbs Akureyrar að upphæð 180 þúsund krónur og Skotfé- lags Akureyrar að upphæð 200 þúsund krónur. Ráðið samþykkti einnig að ný þjónustuálma og sundlaug A'erði byggð við Sundlaug Akureyrar, uppbyggingu fjölskyldugarðs verði haldið áfram og eldra húsnæði endurnýjað. Umsóknar- frestur um starf forstöðu- manns Sundlaugar Akur- eyrar rann út 1. sept. sl. og verður fundað um umsókn- ir 4. sept. nk. Vestnorders á Akureyri íslenskar sjávarafurðir hf. Hefur mikíð gildi fyrir ísland Yfir 600 manns, þar af helmingur útlend- ingar, taka þátt í Vestnorden ferða- kaupstefunni sem hefst í íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Að henni stendur Vestnor- ræna ferðamálaráðið, sem er samstarf íslands, Grænlands og Færeyja á sviði ferðamála. Þetta er í ellefta sinn sem Vestnorden ferða- kaupstefnan er haldin, en hún er annað hvert ár á íslandi og hin árins til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi. Kaupstefnan er þannig upp byggð að þar hittast aðilar frá ýmsum löndum sem selja ferðir á norðurslóðir og ferðaþjón- ustuaðilar frá löndunum þrem- ur, íslandi, Grænlandi og Fær- eyjum. Þar verða þannig Uðlega 200 fulltrúar ferðaskrifstofa og ferðaheUdsala sem selja ferðir til íslands, Grænlands og Fær- eyja en um 370 fyrirtæki taka þátt í kaupstefnunni, ýmist sem kaupendur eða seljendur. Kaupendurnir eru þá þeir út- Unnið að undirbúningi Vestnorden í gær. lendingar sem selja ferðir til landanna þriggja en seljendur eru ferðaþjónustuaðilar í lönd- unum. Margir kaupendanna eru að mæta á Vestnorden í fyrsta sinn og koma þeir frá um 20 löndum og úr öllum heims- hornum. Magnús Ásgeirsson, mark- aðsstjóri Ferðamálaráðs, segir Vestnorden ferðakaupstefnuna hafa ótvírætt gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Þetta er tiltölu- lega ódýr leið fyrir ferðaþjón- ustuaðila til markaðssetningar, því um leið og við erum farin að gera eitthvað erlendis erum við farin að tala um upphæðir sem Mynd: Jón Hrói eru margfalt hærri og ekkert líklegri til að skila árangri," sagði Magnús. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri sem hann sagði til marks um að kaupstefnan væri að festa sig í sessi og endurspeglaði aukn- ingu í ferðaþjónustu. HA Nær þreföldun heildarframleiðslu Heildarvelta ÍS jókst um fimm milljarða króna, eða 50% fyrstu átta mánuði ársins Fyrstu átta mánuði ársins 1996 nam heildarfram- leiðsla frystra afurða hjá framleiðendum ÍS hf. 100.530 tonnum á móti 41.570 tonnum á sama tímabili ársins 1995, eða 142% aukning. Á íslandi var framleiðslan 48.940 tonn og jókst um 11.550 tonn og munar þar mest um 9.250 tonna aukn- ingu í loðnufrystingu; í Rúss- landi var framleiðslan 47.030 tonn og jókst um 46.420 tonn en yfirgripsmikill samstarfs- samningur ÍS og UTRF í Petrop- avlovsk á Kamtchatka kom til framkvæmda 1. desember 1995 og í Namibíu var framleiðslan 4.560 tonn og jókst um 990 tonn. Þar munar mest um 28% framleiðsluaukningu frystitog- arans Seaflower, sem hóf veiðar undir árslok 1995. Heildarvelta ÍS jókst í 14,9 milljarða króna úr 9,9 núlljörð- um króna fyrstu átta mánuði ársins, eða um 50%, og er hlut- ur frystra sjávarafurða lang stærstur, eða 13,2 milljarðar króna. Meginástæðu aukinnar sölu má rekja til sölu freðfiskaf- urða frá Rússlandi og Namibíu. Mjöl og lýsisdeild ÍS hf. tók tU starfa í Vestmannaeyjum 1. desember 1995 og er forstöðu- maður hennar Haraldur Gísla- son. Selt var fiskimjöl fyrir 1.140 milljónir króna. GG

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.