Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Qupperneq 8
8 - Fimmtudagur 5. september 1996 ÞJÓÐMÁL íDagur-®mthm JDctgur-®ímtmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgata 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholt 1, Reykjavík Sími: 800 70 80 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Loksins eitthvað af viti í fyrsta lagi Síðan Reykjavíkurlistinn kom sá og sigraði hafa engin góð tíðindi borist af vinstri mönnum í lands- málapólitík. í stað þess að læra af þeim sigri var ldofningur flokka og svonefnd „sérstaða" annarra það sem hugsanlegum kjósendum annarra en Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks var boðið uppá. Hrakleg útreið í síðustu Alþingiskosningum skilaði smánarlegra smárri og simdraðri stjórnarand- stöðu. Skilaboð fólksins voru skýr: Framboð Al- þýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðu- bandalags voru ekki trúverðug. Petta stofnana- kraðak kringum tiltölulega einfalda lífssýn átti enga framtíð. Að samruni þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka teljist stórfrétt sýnir hve illa er komið fyrir stjórn- arandstöðunni. Svo sjálfsagður hlutur er eigi að síður fagnaðarefni fyrir alla landsmenn. Öll stjórn- mál í landinu hafa liðið fyrir þetta rugl. Nú ber að skora á Kvennalista og Alþýðubandalag að ganga strax til formlegs samstarfs við þennan nýja þing- flokk. Ef ekki, eiga einstakir þingmenn þessara flokka að taka sig til og færa sig yfir til liðs við Þingflokk jafnaðarmanna. Hvers virði ætli hún verði þá sérstaða hinna sem eftir sitja? í þriðja lagi Þakka ber Jóni Baldvini Hannibalssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur sérstaklega. Þeirra samvinna nú er stórmannleg eftir það sem á undan er gengið. Nú getur enginn stjórnarandstöðuþingmanna skorist úr leik af „persónulegum ástæðum“. Þeir sem vilja standa utan við samrunaferlið gera það af ramm- pólitískum ástæðum sem hver og einn þingmanna Kvennalista og Alþýðubandalags verður að gera grein fyrir. Dagur-Tíminn er opinn fyrir þá um- ræðu. Stefán Jón Hafstein. Á að endurskoða uvja leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur strax? itva s Sigurbjörn Halldórsson trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strœtisvögnum Rcykjavíkur. Eg tel að það eigi að endurskoða margt í leiðákerfinu og að það eigi að endur- skoða strax þær leiðir sem þegar eru sprungnar, þ.e. leiðir nr. 5,6 og 8. Biðtíma- regla vagnanna á skiptistöðvum í Ártúni og Mjódd gengur held- ur ekki upp. Þá vil ég þakka yfirlýsingar for- stjóra SVR um að hún hafi miklar áhyggjur af mér en ég furða mig jafnframt á því að hún hefur aldrei látið í ljós sambærilega móðurlega umhyggju gagnvart farþegum SVR. Guðjón Ólafur Jónsson aðstoðarmaður umhverfismála- ráðherra. Fyrir mig hefur nýja leiðakerfið verið til bóta þannig að ég er ánægður með breyt- inguna. ♦ ♦ Lilja Ólafsdóttir forstjóri Strætisvugna Reykjavíkur. að hefur ekkert komið fram eftir að leiðarkerfið fór í gang sem kallar á tafar- lausa endurskoðim. Það hefur alltaf staðið til að taka á mótið ábendingum og skoða í ljósi reynslunnar. Á þeim grundvelli verða gerðar endurbætur á kerfinu fyrir næsta vor. Kjartan Magnússon fulltrúi Sjálfstœðis-Jlokks- ins í stjórn Strœtisvagna Reykjavíkur. Yegna athugasemda og kvartana frá vagnstjórum og far- þegum er rétt að skoða kerfið gaum- gæfilega og meta hvort það sé á vetur setj- andi. Það hefur verið í gildi í þrjár vikur og nú þegar er unnið að því innan fyrirtækisins að sníða af þá van- kanta sem komið hafa í ljós, I 1 5 m láitíJm Kartöfludómínó „Efnahagskerfið er í raun for- ritað þannig að hækkun á ákveðnum sviðum leiði beint til hækkana á öðrum.“ Skrifaði Stefán Ingólfsson, verkfræðing- ur, í DV um keðjuverkandi áhrif þess þegar framfærslukostnaðurinn hækkar, t.d. vegna hækkunar á kartöflum. Neysluvísitalan er miðuð við fram- færslukostnað sem aftur er viðmið verð- tryggðra lána. Sýndarveruleikin er miklu skemmtilegri „Samtímaþjóðfélag hafi ýmsar aðferðir til að glepja fyrir fólki og sökkva meðvitund þess í sýndarveruleika." Haft eftir Páli Skúlasyni, prófessor í heimspeki, í viðtali við Moggann um ný- stofnaða Framtíðarstofnun. Heimóttalegir ráðamenn „Fólk sem þekkir ekki til ann- arra þjóða nema af símjúkri áfengismóðu sumarleyfa og skyndifundaferðum til stór- borga og ráðstefnumiðstöðva." Skrifaði Gfsli Sigurðsson, íslenskufræð- ingur, í Kjallara DV um þá sem valist hafa til ráðsmennsku í þjóðfélaginu en obbinn af þeim hefur numið lög við HÍ en ekki við erlendar menntastofnanir og hefur því engar forsendur til að taka ákvarðanir í menntamálum. Skortur á frambœrilegum kon- um hjá Sjálfstœðisflokknum „Eins og staðan er í dag eru mun færri konur en karlar virk- ar í Sjálfstæðisflokknum og endurspeglast það í skipan ílokksforystunar. “ Skrifaði Elsa B. Valsdóttir, varaformað- ur Heimdallar og meölimur í Sjálfstæð- um konum, um stöðu kvenna innan flokksins í DT. Heilsugæsla eða heilsurækt Samtfmis því að neyðarástand er skollið á í heilsugæslunni er slíkur uppgangur í heilsuræktinni að ef heldur sem horfir mun engin þörf fyrir heilsugæslu, vegna þess að ræktin tekur við af gæslunni. Heilsuræktin cr orðin svo fullkomin að ga^slumenn kroppanna, sem sjá um að þeir fúngeri rétt þegar eitthvað fer úrskeiðis í líffærunum eða öðrum lík- amspörtum, eru að verða öldungis óþarfir. Haustönn heilsuræktarstöðvanna er að byrja og í tilkynningum frá þeim gefst heldur betur á að líta. Boðið er upp á fínt form og flottar línur fyrir fáeinar krónur, rjómaskap og að allur gaura- gangur og stíflur í þörmum verði á bak og burt ef leitað er til hómópata sem kann tii verka. Það léttir líka á sálartötr- inu, mýkir iund og eykur sálræna vellíð- an. ístrubelgir og Rambóar Fitubrennsla er fast númer í nær öllum heilsuræktarstöðvum og fyrir fáeinar krónur er hægt að láta renna af sér spikið með þróuðum brennsluaðferðum og bjórvömbin hverfur eins og dögg fyrir sólu ef maður splæsir á sig súper-fram- haldi í íitubrennsluofnum heiisuræktar- innar. Allir geta orðið háir, grannir og eld- hressir ineð því að panta rótta tíma í ræktinni. Þeir sem eru óheppilegir í lag- inu fara í vaxtarmót- un. Á Rambó-pöllum verður maður að of- urmenni og svo er boðið upp á margt spennandi og óskilj- anlegt, svo sem funk-þol og kripalujóga og hipphopp og heilsuaukandi trommu- slátt. Hér er aðeins stiklað á örfáum bramalífselixírum nútímaræktunar lík- ama og geðlags sem auglýstir eru í öll- um Ijölmiðlum, en heilsuræktin er mikill vaxtarbroddur atvinnulífsins og ekki sá ómerkasti. Hún eykur hagvöxtinn og lífgar upp á verslunina, því mikið þarf að kaupa af réttum fötum og skóm og æðisgengnum tryllitækjum til að punta upp á kroppinn og lagfæra hann og móta í sömu mynd og mennirnir skópu frels- ara sinn og Rambóa sína í. Skipt um hlutverk Líkamsræktin og samstilling þarmafló- runnar er öll af hinu góða, gefur mörg- um góða stund og öðrum gull í mund. Þúsundir og aftur þúsundir kvenna og karla á öllum aldri rækta nú líkama sinn eins og skrautblóm í potti eða kynbóta- hross til undaneldis. Allir verða flottir í laginu og eldhressir án þess að þurfa að taka kók í nös. Drjúgur hundraðshluti lækna landsins ganga nú um atvinnulausir og stræka á að sinna sjúklingum. Þótt sumir telji að neyðarástand ríki, sýnist það ekki alvar- legra en svo að bæði læknar og stjórn- völd gefa sér góðan tíma til að þrasa um launakjör lækna sem eru á leið til út- landa þar sem sjúkir þurfa á hjálp að halda. En á íslandi eru hressar sálir í hraustum líkömum sem láta líkamsrækt- ina bæta öll sín mein og fitubrennslu- meistarar og gamaldags hómópatar, sem stunda smáskammtalækningar, veita vondum vessum burtu úr kroppunum og renna spikinu af átvöglum eins og lifrar- bræðslumenn skildu að lýsi og grút í þá tíð sem hoffmannsdropar og kínalífselix- ír var allra meina bót. Og ef þeir læknis- dómar hrifu ekki, varð bara að hafa það. Það sýnir góða aðlögunarhæfni að þegar heilsugæslan bregst og læknar hætta að sinna sjúkum, þá tekur heilsu- ræktin við og gerir alla svo undurhressa og flotta í laginu að hálf þjóðin er orðin á færum með að taka að sér stjórn skemmtiþátta í sjónvörpum. Eða að því er stefnt með ræktun líkama og anda í tækjasölum heilsustúdíóanna. Og kannski er ráð að þeir læknar sem áður stunduðu heilsugæslu færu á nám- skeið og lærðu upp á heilsurækt og opn- uðu sínar heilsubombur og losuðu fólkið þannig við krankleika og heilbrigðis- og fiármálaráðuneytin við óþolandi höfuð- verk. OÓ

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.